Dauði Sinwar tækifæri til að binda enda á stríðið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. október 2024 07:31 Biden er nú staddur í Berlín þar sem hann mun funda með leiðtogum Evrópu. AP/Michael Kappeler Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur hvatt Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, til að horfa fram á við og taka næstu skref í átt að vopnahléi á Gasa, í kjölfar fregna af því að Ísraelsher hefði banað Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas. Sinwar var sá sem lagði á ráðin um árásir Hamas þann 7. október í fyrra og óskaði Biden Ísraelsmönnum til hamingju með að hafa fellt hann. Hendur Sinwar hefðu verið baðaðar blóði; blóði Bandaríkjamanna, Ísraela og annarra. Biden tjáði sig um málið í Þýskalandi, þar sem hann mun funda með ráðamönnum í Evrópu, og sagðist nú eygja von um vopnahlé. Þá sagðist hann myndu senda utanríkisráðherrann Antony Blinken til Ísrael til að ræða þau mál á næstu fjórum eða fimm dögum. Blinken ræddi við ráðamenn í Katar og Sádi Arabíu í gær um leiðir til að binda enda á átökin í Mið-Austurlöndum. Yahya Sinwar, the leader of Hamas, was responsible for the killing of thousands of innocent people, including the victims of October 7 and hostages killed in Gaza. He had American blood on his hands.Because of his death, the United States, Israel, and the entire world are… pic.twitter.com/baCM0SFYDT— Vice President Kamala Harris (@VP) October 17, 2024 Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, hafa einnig kallað eftir vopnahléi. „Hamas hafa verið eyðilögð og forystu þeirra útrýmt,“ sagði Harris í gær. „Þetta augnablik veitir okkur tækifæri til að binda loksins enda á stríðið á Gasa.“ Yfirvöld í Íran segja drápið á Sinwar hins vegar munu styrkja andstöðuna gegn Ísrael og verða innblástur komandi kynslóða. Talsmenn Hezbollah sögðu um að ræða stigmögnun átaka þeirra við Ísrael. Leiðtogar Hamas hafa ekki tjáð sig um tíðindinn enn sem komið er. Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Sjá meira
Sinwar var sá sem lagði á ráðin um árásir Hamas þann 7. október í fyrra og óskaði Biden Ísraelsmönnum til hamingju með að hafa fellt hann. Hendur Sinwar hefðu verið baðaðar blóði; blóði Bandaríkjamanna, Ísraela og annarra. Biden tjáði sig um málið í Þýskalandi, þar sem hann mun funda með ráðamönnum í Evrópu, og sagðist nú eygja von um vopnahlé. Þá sagðist hann myndu senda utanríkisráðherrann Antony Blinken til Ísrael til að ræða þau mál á næstu fjórum eða fimm dögum. Blinken ræddi við ráðamenn í Katar og Sádi Arabíu í gær um leiðir til að binda enda á átökin í Mið-Austurlöndum. Yahya Sinwar, the leader of Hamas, was responsible for the killing of thousands of innocent people, including the victims of October 7 and hostages killed in Gaza. He had American blood on his hands.Because of his death, the United States, Israel, and the entire world are… pic.twitter.com/baCM0SFYDT— Vice President Kamala Harris (@VP) October 17, 2024 Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, hafa einnig kallað eftir vopnahléi. „Hamas hafa verið eyðilögð og forystu þeirra útrýmt,“ sagði Harris í gær. „Þetta augnablik veitir okkur tækifæri til að binda loksins enda á stríðið á Gasa.“ Yfirvöld í Íran segja drápið á Sinwar hins vegar munu styrkja andstöðuna gegn Ísrael og verða innblástur komandi kynslóða. Talsmenn Hezbollah sögðu um að ræða stigmögnun átaka þeirra við Ísrael. Leiðtogar Hamas hafa ekki tjáð sig um tíðindinn enn sem komið er.
Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Sjá meira