Mál umdeilda skákborðsins ætlar engan endi að taka Jón Þór Stefánsson skrifar 17. október 2024 22:11 Bobby Fischer og Boris Spasskí ganga frá sviði Laugardalshallar árið 1972. Til hliðar má sjá tvö skákborð. Það efra er nánast örugglega það borð sem þeir tefldu 3. skákina á og svo skákir 7-21. Hin myndin er af borði Siegels. Landsréttur hefur sent mál sem varðar eftirlíkingu af skákborði sem Bobby Fischer og Boris Spasskí notuðu þegar þeir tefldu í einvígi aldarinnar í Reykjavík 1972 aftur í hérað. Bandaríkjamaður að nafni Noah Siegel keypti taflborið af Páli G. Jónssyni í nóvember 2012. Þá taldi hann sig vera að kaupa borð sem var notað í einvígi aldarinnar, en í ljós kom að um eftirlíkingu var að ræða. Um er að ræða eitt skákborð, tvö hliðarborð, eitt sett af Staunton-skákmönnum, eina Garde-skákklukku og eitt áritað tréborð sem Siegel keypti á 185 þúsund Bandaríkjadali, sem þá hefur jafngilt um 24 milljónum króna. Fram hefur komið að borðið hafi verið selt vegna slæms fjárhags Skáksambands Íslands, en ágóðinn átti meðal annars að renna til þess. Hann krafðist þess að samningnum yrði rift og hann myndi fá endurgreiddar tæplega 190 þúsund dollara, en þá hafði flutningskostnaði hafi verið bætt við kaupverðið. Í góðri trú eða ekki Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu að Siegel hefði ekki tekist að sýna fram á að Páll hefði ekki verið í góðri trú með að um væri að ræða borðið sem teflt var á í einvíginu þegar þeir sömdu um kaupin. Vísir fjallaði ítarlega um málið og dóm Héraðsdóms í júní á síðasta ári. Þá umfjöllun má finna hér. Hér má sjá borðið sem Noah Siegel keyptiVísir/Vilhelm Vék ekki að ákveðnum málsástæðum Málatilbúnaður Siegel gekk út á að hann hefði keypt borðið einmitt vegna þess að hann taldi að það hefði verið notað í einvígi Spasskí og Fischer, nánar tiltekið frá sjöundu skákinni upp í þá 21. Hann sagði Pál hafa, gegn betri vitund, veitt sér rangar upplýsingar. Þá vísaði Siegel til ógildingarreglna samningsréttar sem að hans mati leiða til þess að samningurinn teljist ógildur. Héraðsdómur vék ekkert að þessum málsástæðum. Í dómi Landsréttar segir að ekki verði ráðið af dómnum hvers vegna væri talið óþarft að leysa úr þeim og því sendi hann málið aftur í hérað. Dómsmál Einvígi aldarinnar Skák Bandaríkin Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Bandaríkjamaður að nafni Noah Siegel keypti taflborið af Páli G. Jónssyni í nóvember 2012. Þá taldi hann sig vera að kaupa borð sem var notað í einvígi aldarinnar, en í ljós kom að um eftirlíkingu var að ræða. Um er að ræða eitt skákborð, tvö hliðarborð, eitt sett af Staunton-skákmönnum, eina Garde-skákklukku og eitt áritað tréborð sem Siegel keypti á 185 þúsund Bandaríkjadali, sem þá hefur jafngilt um 24 milljónum króna. Fram hefur komið að borðið hafi verið selt vegna slæms fjárhags Skáksambands Íslands, en ágóðinn átti meðal annars að renna til þess. Hann krafðist þess að samningnum yrði rift og hann myndi fá endurgreiddar tæplega 190 þúsund dollara, en þá hafði flutningskostnaði hafi verið bætt við kaupverðið. Í góðri trú eða ekki Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu að Siegel hefði ekki tekist að sýna fram á að Páll hefði ekki verið í góðri trú með að um væri að ræða borðið sem teflt var á í einvíginu þegar þeir sömdu um kaupin. Vísir fjallaði ítarlega um málið og dóm Héraðsdóms í júní á síðasta ári. Þá umfjöllun má finna hér. Hér má sjá borðið sem Noah Siegel keyptiVísir/Vilhelm Vék ekki að ákveðnum málsástæðum Málatilbúnaður Siegel gekk út á að hann hefði keypt borðið einmitt vegna þess að hann taldi að það hefði verið notað í einvígi Spasskí og Fischer, nánar tiltekið frá sjöundu skákinni upp í þá 21. Hann sagði Pál hafa, gegn betri vitund, veitt sér rangar upplýsingar. Þá vísaði Siegel til ógildingarreglna samningsréttar sem að hans mati leiða til þess að samningurinn teljist ógildur. Héraðsdómur vék ekkert að þessum málsástæðum. Í dómi Landsréttar segir að ekki verði ráðið af dómnum hvers vegna væri talið óþarft að leysa úr þeim og því sendi hann málið aftur í hérað.
Dómsmál Einvígi aldarinnar Skák Bandaríkin Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira