Nýliðinn hetja Þýskalands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. október 2024 21:45 Sigurmarkinu fagnað. ANP/Getty Images Fjórir leikir fóru fram í A-deild Þjóðadeildar karla í fótbolta í kvöld. Frakkland vann Belgíu, Ítalía fór létt með Ísrael og Þýskaland lagði Holland. A-deild, riðill 2 Í Brussel voru það heimamenn sem fengu gullið tækifæri til að komast yfir um miðbik fyrri hálfleiks þegar vítaspyrna var dæmd eftir að brotið var á Loïs Openda. Youri Tielemans fór á punktinn en spyrna hans hitti ekki markið og staðan enn markalaus. 🇧🇪 Openda 🤗#NationsLeague pic.twitter.com/ign6bmhWRL— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 14, 2024 Á 35. mínútu fengu gestirnir vítaspyrnu. Randal Kolo Muani fór á punktinn og honum brást ekki bogalistin, staðan orðin 0-1 og þannig var hún fram í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik jafnaði Openda metin eftir undirbúning Timothy Castagne. Manu Kone hélt hann hefði komið Frakklandi yfir eftir klukkutíma leik en markið dæmt af vegna rangstöðu. Aðeins tveimur mínútum síðar kom Kolo Muani gestunum yfir eftir sendingu Lucas Digne. Aurélien Tchouaméni fékk sitt annað gula spjald á 76. mínútu og þar með rautt. Frakkar því manni færri síðasta stundarfjórðunginn eða svo. Heimamönnum tókst hins vegar ekki að jafna metin og lokatölur í Belgíu 1-2. K⚽️l⚽️ Muani #NationsLeague pic.twitter.com/9GKzZQXcCR— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 14, 2024 Á Ítalíu tóku heimamenn á móti Ísrael. Þar var staðan 1-0 í hálfleik eftir að Mateo Retegui skoraði úr vítaspyrnu á 41. mínútu. Giovanni Di Lorenzo tvöfaldaði forystu Ítalíu snemma í síðari hálfleik eftir sendingu Giacomo Raspadori. Davide Frattesi bætti þriðja markinu við eftir sendingu Federico Dimarco á 72. mínútu leiksins og sigurinn endanlega í höfn. Di Lorenzo bætti fjórða markinu við ekki löngu síðar og staðan orðin 4-1, reyndust það lokatölur leiksins. Giovanni Di Lorenzo bar fyrirliðaband Ítalíu í dag og lét til sín taka.Timothy Rogers/Getty Images Staðan í riðlinum er þannig að Ítalía er með 10 stig, Frakkland er með 9 stig, Belgía með 4 stig og Ísrael án stiga. A-deild, riðill 3 Þýskaland vann 1-0 sigur á Hollandi þökk sé marki Jamie Leweling í sínum fyrsta landsleik. Hann skoraði snemma leiks en það mark var dæmt af. Framherjinn var aftur á ferðinni á 63. mínútu og þá stóð markið. 🇩🇪 Leweling's dream debut ⚽️#NationsLeague pic.twitter.com/qyizjuhupv— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 14, 2024 Ungverjaland sótti Bosníu og Hersegóvínu heim. Þar voru það gestirnir sem leiddu í hálfleik þökk sé marki Dominik Szoboszlai eftir undirbúning Zsolt Nagy og staðan 0-1 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks fengu gestirnir vítaspyrnu. Szoboszlai fór á punktinn og tvöfaldaði forystu gestanna. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 0-2. Staðan í riðlinum er þannig að Þýskaland er með 10 stig, Holland og Ungverjaland eru með 5 stig en Bosnía rekur lestina með eitt stig. Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Sjá meira
A-deild, riðill 2 Í Brussel voru það heimamenn sem fengu gullið tækifæri til að komast yfir um miðbik fyrri hálfleiks þegar vítaspyrna var dæmd eftir að brotið var á Loïs Openda. Youri Tielemans fór á punktinn en spyrna hans hitti ekki markið og staðan enn markalaus. 🇧🇪 Openda 🤗#NationsLeague pic.twitter.com/ign6bmhWRL— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 14, 2024 Á 35. mínútu fengu gestirnir vítaspyrnu. Randal Kolo Muani fór á punktinn og honum brást ekki bogalistin, staðan orðin 0-1 og þannig var hún fram í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik jafnaði Openda metin eftir undirbúning Timothy Castagne. Manu Kone hélt hann hefði komið Frakklandi yfir eftir klukkutíma leik en markið dæmt af vegna rangstöðu. Aðeins tveimur mínútum síðar kom Kolo Muani gestunum yfir eftir sendingu Lucas Digne. Aurélien Tchouaméni fékk sitt annað gula spjald á 76. mínútu og þar með rautt. Frakkar því manni færri síðasta stundarfjórðunginn eða svo. Heimamönnum tókst hins vegar ekki að jafna metin og lokatölur í Belgíu 1-2. K⚽️l⚽️ Muani #NationsLeague pic.twitter.com/9GKzZQXcCR— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 14, 2024 Á Ítalíu tóku heimamenn á móti Ísrael. Þar var staðan 1-0 í hálfleik eftir að Mateo Retegui skoraði úr vítaspyrnu á 41. mínútu. Giovanni Di Lorenzo tvöfaldaði forystu Ítalíu snemma í síðari hálfleik eftir sendingu Giacomo Raspadori. Davide Frattesi bætti þriðja markinu við eftir sendingu Federico Dimarco á 72. mínútu leiksins og sigurinn endanlega í höfn. Di Lorenzo bætti fjórða markinu við ekki löngu síðar og staðan orðin 4-1, reyndust það lokatölur leiksins. Giovanni Di Lorenzo bar fyrirliðaband Ítalíu í dag og lét til sín taka.Timothy Rogers/Getty Images Staðan í riðlinum er þannig að Ítalía er með 10 stig, Frakkland er með 9 stig, Belgía með 4 stig og Ísrael án stiga. A-deild, riðill 3 Þýskaland vann 1-0 sigur á Hollandi þökk sé marki Jamie Leweling í sínum fyrsta landsleik. Hann skoraði snemma leiks en það mark var dæmt af. Framherjinn var aftur á ferðinni á 63. mínútu og þá stóð markið. 🇩🇪 Leweling's dream debut ⚽️#NationsLeague pic.twitter.com/qyizjuhupv— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 14, 2024 Ungverjaland sótti Bosníu og Hersegóvínu heim. Þar voru það gestirnir sem leiddu í hálfleik þökk sé marki Dominik Szoboszlai eftir undirbúning Zsolt Nagy og staðan 0-1 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks fengu gestirnir vítaspyrnu. Szoboszlai fór á punktinn og tvöfaldaði forystu gestanna. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 0-2. Staðan í riðlinum er þannig að Þýskaland er með 10 stig, Holland og Ungverjaland eru með 5 stig en Bosnía rekur lestina með eitt stig.
Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Sjá meira