Það henti VG að vera í „svolitlum slag“ við Sjálfstæðisflokkinn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. október 2024 13:21 Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Vilhelm Bæði formaður VG og formaður Framsóknar hafa lýst ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um stjórnarslit, sem óvæntum. Þetta hafi komið þeim í opna skjöldu. Ólafur Þ Harðarson, stjórnmálafræðiprófessor var beðinn um að meta stöðu flokkanna eftir ákvörðun Bjarna. Ólafur bendir á að flokkarnir hafi í aðdraganda ákvörðunarinnar og um langt skeið verið að mælast illa í skoðanakönnunum. „Sigurður Ingi sagðist vilja halda áfram og að hann hefði talið líkur á því að efnahagurinn færi batnandi og að stjórnarflokkarnir myndu þá njóta þess,“ segir Ólafur sem bendir á að tónninn hjá Svandísi Svavarsdóttur, formanni VG hafi verið öllu harðari. „Vinstri græn höfðu lýst því yfir að þau vildu kosningar í vor og að þau vildu ekki halda áfram í þessu stjórnarsamstarfi. Það er nú það sem mönnum hefur sýnst að væri helsta ráðið fyrir Vinstri græn að reyna að endurnýja þá ímynd að þeir séu alvöru vinstri sósíalistaflokkur. Það hentar þeim ágætlega að vera í svolitlum slag við Sjálfstæðisflokkinn upp á það að gera,“ segir Ólafur. Líkt og greint hefur verið frá, lagði Bjarni það til á blaðamannafundi í gær að ríkisstjórnin myndi sitja áfram fram að kosningum en á þessari stundu er óljóst hvernig sú hugmynd leggst í formenn VG og Framsóknar. Enn opin spurning hvað Svandís vill gera „Já það er ljóst að þessi einhliða ákvörðun Bjarna kom Svandísi og Sigurði á óvart og þau eru greinilega ekki ánægð með hana. Hins vegar er það að ýmsu leyti þægilegast að stjórnin sitji bara áfram, fram að kosningum og mér hefur nú heyrst að Sigurður Ingi sé að minnsta kosti tilbúinn í það en það en það er hins vegar opin spurning hvað Svandís vill gera.“ En hvaða aðrir kostir eru í stöðunni? Ef við gefum okkur þá sviðsmynd að Svandís segði nei, hvað yrði þá í boði? „Það er náttúrulega hugsanlegt að það verði mynduð minnihlutastjórn eða til dæmis stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fram að kosningum, stundum hefur það verið, til að mynda gerðist það árið 1979 þegar vinstri stjórn sprakk. […] En þá myndaði Alþýðuflokkurinn minnihlutastjórn. Það tók eina tvo mánuði að mynda ríkisstjórn áður en stjórn Gunnars Thoroddsen var mynduð og minnihlutastjórn Alþýðuflokksins sat þann tíma.“ Gæti dregið til meiriháttar tíðinda í íslenskum stjórnmálum Ólafur telur að það sé ekki ráðlegt að bera fram spádóma um næstu skref en segist þó telja að líklegast sé að það verði kosið 30. nóvember. „Þetta verður mjög spennandi. Ef úrslitin verða eitthvað í líkingu við kannanir þá verða þetta meiriháttar tíðindi í íslenskum stjórnmálum en hins vegar getur margt breyst á þessum sex vikum sem eru til kosninga. Fylgið getur breyst verulega á þeim tíma.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Mér gæti ekki verið meira sama um alla spekingana“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að honum sé sama um það sem stjórnmálaskýrendur munu segja um ákvörðun hans að boða þingrof. Hann þurfi sterkara umboð og stærri þingflokk til þess að ná fram markmiðum Sjálfstæðisflokksins. 14. október 2024 10:31 Stuttur tími til að „komast í kjólinn fyrir jólin“ Nú þegar stefnir í kosningar fyrir jól, keppast flokkarnir við að smíða lista til að tefla fram. Uppstilling þykir líkleg víða, og aðeins einn flokkur hefur þegar tekið ákvörðun um að fara í prófkjör. Formaður eins flokksins segir þá ekki hafa langan tíma til að „komast í kjólinn fyrir jólin“. 14. október 2024 12:26 Skondið að sjá ágreininginn koma upp á yfirborðið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir ekkert óeðlilegt að ríkisstjórnin starfi áfram sem starfsstjórn en það sé skondið að sjá allan ágreininginn koma upp á yfirborðið. Þau verði bara að axla sína ábyrgð. Þorgerður ræddi við fjölmiðla á leið til fundar við forseta Íslands. 14. október 2024 12:58 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Innlent Fleiri fréttir Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Sjá meira
Ólafur bendir á að flokkarnir hafi í aðdraganda ákvörðunarinnar og um langt skeið verið að mælast illa í skoðanakönnunum. „Sigurður Ingi sagðist vilja halda áfram og að hann hefði talið líkur á því að efnahagurinn færi batnandi og að stjórnarflokkarnir myndu þá njóta þess,“ segir Ólafur sem bendir á að tónninn hjá Svandísi Svavarsdóttur, formanni VG hafi verið öllu harðari. „Vinstri græn höfðu lýst því yfir að þau vildu kosningar í vor og að þau vildu ekki halda áfram í þessu stjórnarsamstarfi. Það er nú það sem mönnum hefur sýnst að væri helsta ráðið fyrir Vinstri græn að reyna að endurnýja þá ímynd að þeir séu alvöru vinstri sósíalistaflokkur. Það hentar þeim ágætlega að vera í svolitlum slag við Sjálfstæðisflokkinn upp á það að gera,“ segir Ólafur. Líkt og greint hefur verið frá, lagði Bjarni það til á blaðamannafundi í gær að ríkisstjórnin myndi sitja áfram fram að kosningum en á þessari stundu er óljóst hvernig sú hugmynd leggst í formenn VG og Framsóknar. Enn opin spurning hvað Svandís vill gera „Já það er ljóst að þessi einhliða ákvörðun Bjarna kom Svandísi og Sigurði á óvart og þau eru greinilega ekki ánægð með hana. Hins vegar er það að ýmsu leyti þægilegast að stjórnin sitji bara áfram, fram að kosningum og mér hefur nú heyrst að Sigurður Ingi sé að minnsta kosti tilbúinn í það en það en það er hins vegar opin spurning hvað Svandís vill gera.“ En hvaða aðrir kostir eru í stöðunni? Ef við gefum okkur þá sviðsmynd að Svandís segði nei, hvað yrði þá í boði? „Það er náttúrulega hugsanlegt að það verði mynduð minnihlutastjórn eða til dæmis stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fram að kosningum, stundum hefur það verið, til að mynda gerðist það árið 1979 þegar vinstri stjórn sprakk. […] En þá myndaði Alþýðuflokkurinn minnihlutastjórn. Það tók eina tvo mánuði að mynda ríkisstjórn áður en stjórn Gunnars Thoroddsen var mynduð og minnihlutastjórn Alþýðuflokksins sat þann tíma.“ Gæti dregið til meiriháttar tíðinda í íslenskum stjórnmálum Ólafur telur að það sé ekki ráðlegt að bera fram spádóma um næstu skref en segist þó telja að líklegast sé að það verði kosið 30. nóvember. „Þetta verður mjög spennandi. Ef úrslitin verða eitthvað í líkingu við kannanir þá verða þetta meiriháttar tíðindi í íslenskum stjórnmálum en hins vegar getur margt breyst á þessum sex vikum sem eru til kosninga. Fylgið getur breyst verulega á þeim tíma.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Mér gæti ekki verið meira sama um alla spekingana“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að honum sé sama um það sem stjórnmálaskýrendur munu segja um ákvörðun hans að boða þingrof. Hann þurfi sterkara umboð og stærri þingflokk til þess að ná fram markmiðum Sjálfstæðisflokksins. 14. október 2024 10:31 Stuttur tími til að „komast í kjólinn fyrir jólin“ Nú þegar stefnir í kosningar fyrir jól, keppast flokkarnir við að smíða lista til að tefla fram. Uppstilling þykir líkleg víða, og aðeins einn flokkur hefur þegar tekið ákvörðun um að fara í prófkjör. Formaður eins flokksins segir þá ekki hafa langan tíma til að „komast í kjólinn fyrir jólin“. 14. október 2024 12:26 Skondið að sjá ágreininginn koma upp á yfirborðið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir ekkert óeðlilegt að ríkisstjórnin starfi áfram sem starfsstjórn en það sé skondið að sjá allan ágreininginn koma upp á yfirborðið. Þau verði bara að axla sína ábyrgð. Þorgerður ræddi við fjölmiðla á leið til fundar við forseta Íslands. 14. október 2024 12:58 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Innlent Fleiri fréttir Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Sjá meira
„Mér gæti ekki verið meira sama um alla spekingana“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að honum sé sama um það sem stjórnmálaskýrendur munu segja um ákvörðun hans að boða þingrof. Hann þurfi sterkara umboð og stærri þingflokk til þess að ná fram markmiðum Sjálfstæðisflokksins. 14. október 2024 10:31
Stuttur tími til að „komast í kjólinn fyrir jólin“ Nú þegar stefnir í kosningar fyrir jól, keppast flokkarnir við að smíða lista til að tefla fram. Uppstilling þykir líkleg víða, og aðeins einn flokkur hefur þegar tekið ákvörðun um að fara í prófkjör. Formaður eins flokksins segir þá ekki hafa langan tíma til að „komast í kjólinn fyrir jólin“. 14. október 2024 12:26
Skondið að sjá ágreininginn koma upp á yfirborðið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir ekkert óeðlilegt að ríkisstjórnin starfi áfram sem starfsstjórn en það sé skondið að sjá allan ágreininginn koma upp á yfirborðið. Þau verði bara að axla sína ábyrgð. Þorgerður ræddi við fjölmiðla á leið til fundar við forseta Íslands. 14. október 2024 12:58