Frostið veldur óvissu og leiknum við Tyrki mögulega frestað Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2024 18:30 Gylfi Þór Sigurðsson með boltann í leiknum við Wales á föstudag, í næstsíðasta leiknum á grasinu sem nú er á Laugardalsvelli. vísir/Anton Til greina kemur að fresta leik Íslands og Tyrklands í Þjóðadeildinni í fótbolta, vegna frosts í jörðu, en enn stendur þó til að leikurinn fari fram á Laugardalsvelli annað kvöld. Fundað var um málið síðdegis í dag þar sem eftirlitsmaður UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, var viðstaddur ásamt stjórnendum KSÍ og vallarstarfsmönnum. Engin ákvörðun var tekin um frestun en málið verður skoðað að nýju á morgun, á leikdegi, en fyrir hádegi verður skipulagsfundur með eftirlitsmanni UEFA, fulltrúum knattspyrnusambanda Íslands og Tyrklands, lögreglu og fleirum. Lokaákvörðun um mögulega frestun er í höndum UEFA. Laugardalsvöllur er ekki upphitaður og því afar viðkvæmur fyrir næturfrosti eins og spáð er í Reykjavík í nótt. Leikurinn við Tyrki ætti að vera síðasti leikurinn á vellinum áður en lagður verður undirhiti og blandað gras lagt á völlinn. Svigrúm er til að fresta leiknum við Tyrkland um sólarhing, þar sem að landsleikjaglugginn er opinn fram á þriðjudagskvöld. Það er hins vegar allt útlit fyrir að einu kostirnir í stöðunni séu að leikurinn fari fram á morgun eða á þriðjudag. Riðlakeppni Þjóðadeildarinnar lýkur svo í nóvember þegar Ísland spilar tvo leiki erlendis, í Svartfjallalandi og Wales. Íslenska landsliðið æfði innandyra í dag vegna stöðunnar á Laugardalsvelli.vísir/Sigurjón Ekkert hefur verið æft á Laugardalsvelli í aðdraganda landsleikjanna tveggja, við Wales á föstudagskvöldið og svo leiksins við Tyrkland. Íslenska liðið æfði fyrir leikinn gegn Wales á blandaða grasinu sem FH-ingar hafa lagt í Kaplakrika, og gestirnir frá Wales æfðu heima í Wales þar til að þeir flugu til Íslands daginn fyrir leik. Dúkur hefur legið yfir Laugardalsvelli til að freista þess að halda á honum sem mestum hita. Honum var kippt af rétt fyrir leik á föstudaginn og hann svo lagður aftur á strax eftir leik. Tyrkir höfðu í hyggju að æfa á Laugardalsvelli fyrir leik sinn við Ísland en æfðu líkt og Íslendingar innandyra í dag, í Miðgarði í Garðabæ. Tyrkir eru mættir til landsins en geta ekki frekar en Íslendingar æft á Laugardalsvelli.vísir/Sigurjón Leikur Íslands og Tyrklands skiptir miklu máli varðandi stöðuna í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar. Eftir þrjár umferðir af sex eru Tyrkir með sjö stig, Wales fimm, Ísland fjögur og Svartfjallaland án stiga. Með sigri gegn Tyrkjum geta Íslendingar því jafnað þá að stigum. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ Sjá meira
Fundað var um málið síðdegis í dag þar sem eftirlitsmaður UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, var viðstaddur ásamt stjórnendum KSÍ og vallarstarfsmönnum. Engin ákvörðun var tekin um frestun en málið verður skoðað að nýju á morgun, á leikdegi, en fyrir hádegi verður skipulagsfundur með eftirlitsmanni UEFA, fulltrúum knattspyrnusambanda Íslands og Tyrklands, lögreglu og fleirum. Lokaákvörðun um mögulega frestun er í höndum UEFA. Laugardalsvöllur er ekki upphitaður og því afar viðkvæmur fyrir næturfrosti eins og spáð er í Reykjavík í nótt. Leikurinn við Tyrki ætti að vera síðasti leikurinn á vellinum áður en lagður verður undirhiti og blandað gras lagt á völlinn. Svigrúm er til að fresta leiknum við Tyrkland um sólarhing, þar sem að landsleikjaglugginn er opinn fram á þriðjudagskvöld. Það er hins vegar allt útlit fyrir að einu kostirnir í stöðunni séu að leikurinn fari fram á morgun eða á þriðjudag. Riðlakeppni Þjóðadeildarinnar lýkur svo í nóvember þegar Ísland spilar tvo leiki erlendis, í Svartfjallalandi og Wales. Íslenska landsliðið æfði innandyra í dag vegna stöðunnar á Laugardalsvelli.vísir/Sigurjón Ekkert hefur verið æft á Laugardalsvelli í aðdraganda landsleikjanna tveggja, við Wales á föstudagskvöldið og svo leiksins við Tyrkland. Íslenska liðið æfði fyrir leikinn gegn Wales á blandaða grasinu sem FH-ingar hafa lagt í Kaplakrika, og gestirnir frá Wales æfðu heima í Wales þar til að þeir flugu til Íslands daginn fyrir leik. Dúkur hefur legið yfir Laugardalsvelli til að freista þess að halda á honum sem mestum hita. Honum var kippt af rétt fyrir leik á föstudaginn og hann svo lagður aftur á strax eftir leik. Tyrkir höfðu í hyggju að æfa á Laugardalsvelli fyrir leik sinn við Ísland en æfðu líkt og Íslendingar innandyra í dag, í Miðgarði í Garðabæ. Tyrkir eru mættir til landsins en geta ekki frekar en Íslendingar æft á Laugardalsvelli.vísir/Sigurjón Leikur Íslands og Tyrklands skiptir miklu máli varðandi stöðuna í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar. Eftir þrjár umferðir af sex eru Tyrkir með sjö stig, Wales fimm, Ísland fjögur og Svartfjallaland án stiga. Með sigri gegn Tyrkjum geta Íslendingar því jafnað þá að stigum.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ Sjá meira