Gripu eldflaugarþrep á stærð við Hallgrímskirkju með vélarmi Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2024 13:56 Starship-eldflaugarþrepið á skotpallinum eftir að vélarmurinn greip það í Boca Chica í Texas í dag. SpaceX/AP Geimferðafyrirtækinu SpaceX tókst í fyrsta skipti að grípa risavaxið eldflaugarþrep með vélarmi á skotpallinum við tilraunaflug í dag. Eldflaugarþrepið er 71 metri á hæð, örlítið lægra en Hallgrímskirkjuturn. Starship-eldflaugin hóf sig á loft frá sunnanverðu Texas í Bandaríkjunum í morgun. Þetta var fjórða tilraunaflug SpaceX með þessa stærstu eldflaug heims en fyrstu tvær tilraunirnar enduðu með sprengingu sem grandaði eldflauginni. Þriðja flugið í júní gekk betur. Eitt af markmiðum tilraunaflugsins í dag var að reyna að grípa fyrsta þrep eldflaugarinnar með vélarmi á skotpallinum í Boca Chica í Texas. SpaceX hefur á undanförnum árum þróað tækni til þess að fljúga eldflaugarþrepum aftur til jarðar í heilu lagi sem hefðu annars verið einnota. Þeim þrepum hefur verið lent á prömmum út á hafi eða á pöllum langt frá skotstaðnum fram að þessu. Eftir um sjö mínútna ferð upp og niður gufuhvolfið greip vélarmurinn eldflaugarþrepið við mikinn fögnuð starfsmanna fyrirtækisins. Mechazilla has caught the Super Heavy booster! pic.twitter.com/6R5YatSVJX— SpaceX (@SpaceX) October 13, 2024 „Góðir hálsar, þessi dagur fer í sögubækur verkfræðinnar,“ sagði Kate Tice, einn starfsmanna SpaceX sem lýsti útsendingu frá tilrauninni. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur pantað tvær Starship-eldflaugar frá SpaceX til þess að koma mönnum til tunglsins síðar á þessum áratug. SpaceX Geimurinn Tækni Bandaríkin Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Sjá meira
Starship-eldflaugin hóf sig á loft frá sunnanverðu Texas í Bandaríkjunum í morgun. Þetta var fjórða tilraunaflug SpaceX með þessa stærstu eldflaug heims en fyrstu tvær tilraunirnar enduðu með sprengingu sem grandaði eldflauginni. Þriðja flugið í júní gekk betur. Eitt af markmiðum tilraunaflugsins í dag var að reyna að grípa fyrsta þrep eldflaugarinnar með vélarmi á skotpallinum í Boca Chica í Texas. SpaceX hefur á undanförnum árum þróað tækni til þess að fljúga eldflaugarþrepum aftur til jarðar í heilu lagi sem hefðu annars verið einnota. Þeim þrepum hefur verið lent á prömmum út á hafi eða á pöllum langt frá skotstaðnum fram að þessu. Eftir um sjö mínútna ferð upp og niður gufuhvolfið greip vélarmurinn eldflaugarþrepið við mikinn fögnuð starfsmanna fyrirtækisins. Mechazilla has caught the Super Heavy booster! pic.twitter.com/6R5YatSVJX— SpaceX (@SpaceX) October 13, 2024 „Góðir hálsar, þessi dagur fer í sögubækur verkfræðinnar,“ sagði Kate Tice, einn starfsmanna SpaceX sem lýsti útsendingu frá tilrauninni. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur pantað tvær Starship-eldflaugar frá SpaceX til þess að koma mönnum til tunglsins síðar á þessum áratug.
SpaceX Geimurinn Tækni Bandaríkin Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Sjá meira