Sagan endalausa hjá Åge: „Þetta er frekar sjokkerandi“ Sindri Sverrisson skrifar 12. október 2024 09:25 Orri Óskarsson átti mjög góðan leik í gærkvöld en stór mistök íslenska liðsins í fyrri hálfleik komu liðinu í erfiða stöðu. vísir/Anton Kára Árnasyni er sjálfsagt farið að líða eins og rispaðri plötu í gagnrýni sinni á íslenska landsliðið í fótbolta því hann segir vandamálið sífellt það sama; gríðarlegan mun á milli hálfleikja. Kári og Lárus Orri Sigurðsson voru að vanda sérfræðingar Stöðvar 2 Sport í umfjöllun um leik Íslands og Wales í Þjóðadeildinni í gærkvöld. Wales fékk nokkur algjör dauðafæri í fyrri hálfleik og komst í 2-0 en Ísland hafði algjöra yfirburði allan seinni hálfleik og varamaðurinn Logi Tómasson jafnaði metin með tveimur mörkum. „Þetta er sagan endalausa, undir stjórn Åge. Þetta er búið að vera oft mjög gott, einn hálfleikur, og við höfum talað um það oft. En aldrei náum við að tengja saman níutíu góðar mínútur,“ sagði Kári á Laugardalsvelli í gærkvöld. Brot úr umfjölluninni má sjá hér að neðan. „Munurinn á liðinu í fyrri og seinni hálfleik… þetta er frekar sjokkerandi. Að þeir geti spilað svona og líka breytt því svona í hálfleik og komið út með þessari ákefð. Auðvitað gerir hann breytingar og Mikael Egill gerir gríðarlega vel. Við fáum mikinn hraða og mikla ákefð úr hans pressu. Hann fær tvo færi og það gefur okkur blóð á tennurnar. Svo klárar Logi þetta. En það er bara allt annað að sjá liðið,“ sagði Kári. Craig Bellamy, þjálfari Wales, vill að sitt lið haldi boltanum sem mest en Kári var undrandi á því að liðið skyldi ekki breyta til í seinni hálfleiknum, miðað við hvernig hann þróaðist: „Mér finnst í raun galið að Wales haldi áfram að spila út frá markmanni því þeir enda hvort sem er alltaf á að gefa langt. Þeir spila sig í eitthvað öngstræti og negla boltanum svo fram. Spila þetta algjörlega upp í hendurnar á okkur.“ Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Bellamy skammaði blaðamenn eftir leik Craig Bellamy þjálfari landsliðs Wales var ekki alls kostar sáttur með þá bresku blaðamenn sem mættir voru á blaðamannfund eftir jafntefli Íslands og Wales í gær. Bellamy hrósaði íslenska liðinu í hástert á fundinum. 12. október 2024 09:01 Uppgjörið: Ísland - Wales 2-2 | Logi sem þarf að verða að báli Varamaðurinn Logi Tómasson sá til þess að Ísland næði þó að minnsta kosti í stig gegn Wales í kvöld, þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli í Þjóðadeildinni í fótbolta, í leik tveggja gjörólíkra hálfleika. 11. október 2024 17:45 Logi jafnar með tveimur mörkum á þremur mínútum: Sjáðu mörkin Íslenska landsliðið bryjaði ekki vel á móti Wales á Laugardalsvellinum í Þjóðadeildinni í kvöld en íslensku strákarnir eru að spila miklu betur í seinni hálfleiknum og það hefur skilað liðinu tveimur mörkum og jafnri stöðu. 11. október 2024 19:25 Einkunnir Íslands gegn Wales: Varamaðurinn Logi maður leiksins eftir ótrúlega innkomu Ísland gerði 2-2 jafntefli við Wales á Laugardalsvelli. Kolbeinn Finnsson bar ábyrgð á báðum mörkum gestanna, honum var skipt út af í hálfleik fyrir Loga Tómasson sem skoraði bæði mörk Íslands og var valinn maður leiksins. 11. október 2024 20:42 Logi í vímu eftir leik: Ég er vanur að skora góð mörk Logi Tómasson var hetja íslenska fótboltalandsliðsins í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli á móti Wales í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum. 11. október 2024 20:57 Hareide: „Við gerðum skelfileg mistök“ „Ég er mjög vonsvikinn því við spiluðum ekki eins og til stóð í fyrri hálfleiknum. Við gerðum skelfileg mistök sem eiga ekki að sjást í alþjóðlegum fótbolta,“ sagði Åge Hareide, þjálfari Íslands, eftir 2-2 jafnteflið við Wales í Þjóðadeildinni í kvöld. 11. október 2024 21:07 Stefán Teitur og Jón Dagur á leið í bann Tveir leikmenn íslenska liðsins sem máttu ekki fá gult spjald fengu spjald í jafnteflinu á móti Wales í Þjóðadeildinni í kvöld. 11. október 2024 22:31 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Sjá meira
Kári og Lárus Orri Sigurðsson voru að vanda sérfræðingar Stöðvar 2 Sport í umfjöllun um leik Íslands og Wales í Þjóðadeildinni í gærkvöld. Wales fékk nokkur algjör dauðafæri í fyrri hálfleik og komst í 2-0 en Ísland hafði algjöra yfirburði allan seinni hálfleik og varamaðurinn Logi Tómasson jafnaði metin með tveimur mörkum. „Þetta er sagan endalausa, undir stjórn Åge. Þetta er búið að vera oft mjög gott, einn hálfleikur, og við höfum talað um það oft. En aldrei náum við að tengja saman níutíu góðar mínútur,“ sagði Kári á Laugardalsvelli í gærkvöld. Brot úr umfjölluninni má sjá hér að neðan. „Munurinn á liðinu í fyrri og seinni hálfleik… þetta er frekar sjokkerandi. Að þeir geti spilað svona og líka breytt því svona í hálfleik og komið út með þessari ákefð. Auðvitað gerir hann breytingar og Mikael Egill gerir gríðarlega vel. Við fáum mikinn hraða og mikla ákefð úr hans pressu. Hann fær tvo færi og það gefur okkur blóð á tennurnar. Svo klárar Logi þetta. En það er bara allt annað að sjá liðið,“ sagði Kári. Craig Bellamy, þjálfari Wales, vill að sitt lið haldi boltanum sem mest en Kári var undrandi á því að liðið skyldi ekki breyta til í seinni hálfleiknum, miðað við hvernig hann þróaðist: „Mér finnst í raun galið að Wales haldi áfram að spila út frá markmanni því þeir enda hvort sem er alltaf á að gefa langt. Þeir spila sig í eitthvað öngstræti og negla boltanum svo fram. Spila þetta algjörlega upp í hendurnar á okkur.“
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Bellamy skammaði blaðamenn eftir leik Craig Bellamy þjálfari landsliðs Wales var ekki alls kostar sáttur með þá bresku blaðamenn sem mættir voru á blaðamannfund eftir jafntefli Íslands og Wales í gær. Bellamy hrósaði íslenska liðinu í hástert á fundinum. 12. október 2024 09:01 Uppgjörið: Ísland - Wales 2-2 | Logi sem þarf að verða að báli Varamaðurinn Logi Tómasson sá til þess að Ísland næði þó að minnsta kosti í stig gegn Wales í kvöld, þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli í Þjóðadeildinni í fótbolta, í leik tveggja gjörólíkra hálfleika. 11. október 2024 17:45 Logi jafnar með tveimur mörkum á þremur mínútum: Sjáðu mörkin Íslenska landsliðið bryjaði ekki vel á móti Wales á Laugardalsvellinum í Þjóðadeildinni í kvöld en íslensku strákarnir eru að spila miklu betur í seinni hálfleiknum og það hefur skilað liðinu tveimur mörkum og jafnri stöðu. 11. október 2024 19:25 Einkunnir Íslands gegn Wales: Varamaðurinn Logi maður leiksins eftir ótrúlega innkomu Ísland gerði 2-2 jafntefli við Wales á Laugardalsvelli. Kolbeinn Finnsson bar ábyrgð á báðum mörkum gestanna, honum var skipt út af í hálfleik fyrir Loga Tómasson sem skoraði bæði mörk Íslands og var valinn maður leiksins. 11. október 2024 20:42 Logi í vímu eftir leik: Ég er vanur að skora góð mörk Logi Tómasson var hetja íslenska fótboltalandsliðsins í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli á móti Wales í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum. 11. október 2024 20:57 Hareide: „Við gerðum skelfileg mistök“ „Ég er mjög vonsvikinn því við spiluðum ekki eins og til stóð í fyrri hálfleiknum. Við gerðum skelfileg mistök sem eiga ekki að sjást í alþjóðlegum fótbolta,“ sagði Åge Hareide, þjálfari Íslands, eftir 2-2 jafnteflið við Wales í Þjóðadeildinni í kvöld. 11. október 2024 21:07 Stefán Teitur og Jón Dagur á leið í bann Tveir leikmenn íslenska liðsins sem máttu ekki fá gult spjald fengu spjald í jafnteflinu á móti Wales í Þjóðadeildinni í kvöld. 11. október 2024 22:31 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Sjá meira
Bellamy skammaði blaðamenn eftir leik Craig Bellamy þjálfari landsliðs Wales var ekki alls kostar sáttur með þá bresku blaðamenn sem mættir voru á blaðamannfund eftir jafntefli Íslands og Wales í gær. Bellamy hrósaði íslenska liðinu í hástert á fundinum. 12. október 2024 09:01
Uppgjörið: Ísland - Wales 2-2 | Logi sem þarf að verða að báli Varamaðurinn Logi Tómasson sá til þess að Ísland næði þó að minnsta kosti í stig gegn Wales í kvöld, þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli í Þjóðadeildinni í fótbolta, í leik tveggja gjörólíkra hálfleika. 11. október 2024 17:45
Logi jafnar með tveimur mörkum á þremur mínútum: Sjáðu mörkin Íslenska landsliðið bryjaði ekki vel á móti Wales á Laugardalsvellinum í Þjóðadeildinni í kvöld en íslensku strákarnir eru að spila miklu betur í seinni hálfleiknum og það hefur skilað liðinu tveimur mörkum og jafnri stöðu. 11. október 2024 19:25
Einkunnir Íslands gegn Wales: Varamaðurinn Logi maður leiksins eftir ótrúlega innkomu Ísland gerði 2-2 jafntefli við Wales á Laugardalsvelli. Kolbeinn Finnsson bar ábyrgð á báðum mörkum gestanna, honum var skipt út af í hálfleik fyrir Loga Tómasson sem skoraði bæði mörk Íslands og var valinn maður leiksins. 11. október 2024 20:42
Logi í vímu eftir leik: Ég er vanur að skora góð mörk Logi Tómasson var hetja íslenska fótboltalandsliðsins í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli á móti Wales í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum. 11. október 2024 20:57
Hareide: „Við gerðum skelfileg mistök“ „Ég er mjög vonsvikinn því við spiluðum ekki eins og til stóð í fyrri hálfleiknum. Við gerðum skelfileg mistök sem eiga ekki að sjást í alþjóðlegum fótbolta,“ sagði Åge Hareide, þjálfari Íslands, eftir 2-2 jafnteflið við Wales í Þjóðadeildinni í kvöld. 11. október 2024 21:07
Stefán Teitur og Jón Dagur á leið í bann Tveir leikmenn íslenska liðsins sem máttu ekki fá gult spjald fengu spjald í jafnteflinu á móti Wales í Þjóðadeildinni í kvöld. 11. október 2024 22:31