Hareide: „Við gerðum skelfileg mistök“ Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2024 21:07 Åge Hareide og Davíð Snorri Jónasson aðstoðarmaður hans, á bekknum á Laugardalsvelli í kvöld. vísir/Anton „Ég er mjög vonsvikinn því við spiluðum ekki eins og til stóð í fyrri hálfleiknum. Við gerðum skelfileg mistök sem eiga ekki að sjást í alþjóðlegum fótbolta,“ sagði Åge Hareide, þjálfari Íslands, eftir 2-2 jafnteflið við Wales í Þjóðadeildinni í kvöld. Hareide var afskaplega vonsvikinn yfir mörkunum sem Ísland fékk á sig í fyrri hálfleiknum, þegar langar sendingar galopnuðu vörn Íslands og gáfu Wales dauðafæri. „En svona gerist í fótbolta og við gerum allir mistök. Það er hluti af leiknum. Það eina sem við gátum gert var að fara inn til búningsklefa í hálfleik, ræða við menn og koma liðinu í gang. Ég verð að hrósa liðsandanum og hvernig liðið tók gjörsamlega yfir leikinn. Við hefðum átt skilið að vinna,“ sagði Hareide og bætti við: „Þetta var ekki besti varnarleikurinn, það er óhætt að segja. En svona gerist. Ef að varnarmaður gerir mistök þá er það dýrkeypt. Ef að sóknarmaður skýtur í stöng þá virðist það ekki eins dýrkeypt. En við verðum að meta frammistöðuna í heild. Ég er ánægður með hverju við náðum þó út úr þessu.“ Logi Tómasson kom inn á fyrir Kolbein Finnsson í upphafi seinni hálfleiks og skoraði bæði mörk Íslands. „Logi var stórkostlegur eftir að hann kom inn á. Hann var grimmur og fór fram. Við ætluðum að nota Kolbein í fyrri leiknum og Loga í þeim seinni, því þeir eru báðir góðir, ungir bakverðir. En Logi átti góðan dag og Kolbeinn ekki góðan dag,“ sagði Hareide. Tilfinningar hans eru því blendnar eftir leikinn: „Það var svo mikilvægt að vinna og mér fannst við geta það. Æfingarnar hafa verið góðar og menn einbeittir. En eins skrýtið og það er þá gleymdum við því öllu í fyrri hálfleiknum. Gleymdum að verjast eins vel og vanalega, og það kostaði okkur. En sem betur fer fengum við tvö mörk og stig.“ Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Logi í vímu eftir leik: Ég er vanur að skora góð mörk Logi Tómasson var hetja íslenska fótboltalandsliðsins í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli á móti Wales í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum. 11. október 2024 20:57 Einkunnir Íslands gegn Wales: Varamaðurinn Logi maður leiksins eftir ótrúlega innkomu Ísland gerði 2-2 jafntefli við Wales á Laugardalsvelli. Kolbeinn Finnsson bar ábyrgð á báðum mörkum gestanna, honum var skipt út af í hálfleik fyrir Loga Tómasson sem skoraði bæði mörk Íslands og var valinn maður leiksins. 11. október 2024 20:42 Twitter um leikinn: Haltu bara áfram að skína Logi Líkt og áður þegar íslenska landsliðið í knattspyrnu spilar höfðu stuðningsmenn liðsins mikið að segja á samfélagsmiðlum. Þetta hafði þjóðin að segja um leik Íslands og Wales. 11. október 2024 20:39 Leik lokið: Ísland - Wales 2-2 | Logi sem þarf að verða að báli Varamaðurinn Logi Tómasson sá til þess að Ísland næði þó að minnsta kosti í stig gegn Wales í kvöld, þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli í Þjóðadeildinni í fótbolta, í leik tveggja gjörólíkra hálfleika. 11. október 2024 17:45 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Sjá meira
Hareide var afskaplega vonsvikinn yfir mörkunum sem Ísland fékk á sig í fyrri hálfleiknum, þegar langar sendingar galopnuðu vörn Íslands og gáfu Wales dauðafæri. „En svona gerist í fótbolta og við gerum allir mistök. Það er hluti af leiknum. Það eina sem við gátum gert var að fara inn til búningsklefa í hálfleik, ræða við menn og koma liðinu í gang. Ég verð að hrósa liðsandanum og hvernig liðið tók gjörsamlega yfir leikinn. Við hefðum átt skilið að vinna,“ sagði Hareide og bætti við: „Þetta var ekki besti varnarleikurinn, það er óhætt að segja. En svona gerist. Ef að varnarmaður gerir mistök þá er það dýrkeypt. Ef að sóknarmaður skýtur í stöng þá virðist það ekki eins dýrkeypt. En við verðum að meta frammistöðuna í heild. Ég er ánægður með hverju við náðum þó út úr þessu.“ Logi Tómasson kom inn á fyrir Kolbein Finnsson í upphafi seinni hálfleiks og skoraði bæði mörk Íslands. „Logi var stórkostlegur eftir að hann kom inn á. Hann var grimmur og fór fram. Við ætluðum að nota Kolbein í fyrri leiknum og Loga í þeim seinni, því þeir eru báðir góðir, ungir bakverðir. En Logi átti góðan dag og Kolbeinn ekki góðan dag,“ sagði Hareide. Tilfinningar hans eru því blendnar eftir leikinn: „Það var svo mikilvægt að vinna og mér fannst við geta það. Æfingarnar hafa verið góðar og menn einbeittir. En eins skrýtið og það er þá gleymdum við því öllu í fyrri hálfleiknum. Gleymdum að verjast eins vel og vanalega, og það kostaði okkur. En sem betur fer fengum við tvö mörk og stig.“
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Logi í vímu eftir leik: Ég er vanur að skora góð mörk Logi Tómasson var hetja íslenska fótboltalandsliðsins í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli á móti Wales í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum. 11. október 2024 20:57 Einkunnir Íslands gegn Wales: Varamaðurinn Logi maður leiksins eftir ótrúlega innkomu Ísland gerði 2-2 jafntefli við Wales á Laugardalsvelli. Kolbeinn Finnsson bar ábyrgð á báðum mörkum gestanna, honum var skipt út af í hálfleik fyrir Loga Tómasson sem skoraði bæði mörk Íslands og var valinn maður leiksins. 11. október 2024 20:42 Twitter um leikinn: Haltu bara áfram að skína Logi Líkt og áður þegar íslenska landsliðið í knattspyrnu spilar höfðu stuðningsmenn liðsins mikið að segja á samfélagsmiðlum. Þetta hafði þjóðin að segja um leik Íslands og Wales. 11. október 2024 20:39 Leik lokið: Ísland - Wales 2-2 | Logi sem þarf að verða að báli Varamaðurinn Logi Tómasson sá til þess að Ísland næði þó að minnsta kosti í stig gegn Wales í kvöld, þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli í Þjóðadeildinni í fótbolta, í leik tveggja gjörólíkra hálfleika. 11. október 2024 17:45 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Sjá meira
Logi í vímu eftir leik: Ég er vanur að skora góð mörk Logi Tómasson var hetja íslenska fótboltalandsliðsins í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli á móti Wales í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum. 11. október 2024 20:57
Einkunnir Íslands gegn Wales: Varamaðurinn Logi maður leiksins eftir ótrúlega innkomu Ísland gerði 2-2 jafntefli við Wales á Laugardalsvelli. Kolbeinn Finnsson bar ábyrgð á báðum mörkum gestanna, honum var skipt út af í hálfleik fyrir Loga Tómasson sem skoraði bæði mörk Íslands og var valinn maður leiksins. 11. október 2024 20:42
Twitter um leikinn: Haltu bara áfram að skína Logi Líkt og áður þegar íslenska landsliðið í knattspyrnu spilar höfðu stuðningsmenn liðsins mikið að segja á samfélagsmiðlum. Þetta hafði þjóðin að segja um leik Íslands og Wales. 11. október 2024 20:39
Leik lokið: Ísland - Wales 2-2 | Logi sem þarf að verða að báli Varamaðurinn Logi Tómasson sá til þess að Ísland næði þó að minnsta kosti í stig gegn Wales í kvöld, þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli í Þjóðadeildinni í fótbolta, í leik tveggja gjörólíkra hálfleika. 11. október 2024 17:45