Kári sagði að Kolbeinn ætti að biðja um skiptingu í hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2024 19:58 Kolbeinn Birgir Finnsson var tekinn af velli í hálfleik. Vísir/Anton Brink Íslenska landsliðið fékk á sig tvö mörk á fyrsta hálftímanum á móti Wales í Þjóðadeildinni í kvöld og fyrrum miðverðir íslenska landsliðsins voru allt annað en sáttir með varnarleikinn í mörkum Wales. Kjartan Atli Kjartansson spurði Kári Árnason út í fyrri hálfleikinn hjá íslenska landsliðinu. „Þetta er sama gamla sagan. Vörnin er bara sofandi og við erum í rauninni heppnir að vera ekki 3-0 undir miðað við dauðafærið sem þeir fengu þarna undir lokin,“ sagði Kári. Kjartan spurði Lárus Orra Sigurðsson út í hvað var að gerast þegar Wales skoraði fyrri markið sitt. „Ég held að við verðum að horfa svolítið á Kolbein [Birgi Finnsson] þarna. Ég held að Kolbeinn hafi farið inn í þennan leik með gríðarlegar áhyggjur af honum [Brennan] Johnson þarna úti á kanti. Hann er mjög utarlega, hann hefur áhyggjur af honum og tekur ekki hlaupið þarna inn,“ sagði Lárus Orri. „Við sjáum það enn betur á eftir þegar við sjáum mark tvö. Málið er það að hann er það utarlega hann Johnson að það er alveg nógur tími til að fara út ef fyrirgjöfin er á hann. Hann verður að taka þessi hlaup inn,“ sagði Lárus. Bæði mörkin komu eftir hlaup Harry Wilson af miðjunni og undirbúningur markanna var keimlíkur. Kári var einnig ósáttur með Kolbein. „Hann þarf bara að biðja um skiptingu. Þetta er ekki boðlegt,“ sagði Kári. „Í fyrra markinu hefði hann getað náð Brennan Johnson sem síðan skoraði markið en hann gefst bara upp þegar hann er sloppinn í gegn. Hákon gerir vel í markinu að verja en svo er Brennan Johnson bara kominn í frákastið,“ sagði Kári. Hvort sem að Kolbeinn hafi farið af ráðum Kára eða ekki þá var hann tekinn af velli í hálfleik. Hér fyrir neðan má sjá umræðuna í hálfleik. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson spurði Kári Árnason út í fyrri hálfleikinn hjá íslenska landsliðinu. „Þetta er sama gamla sagan. Vörnin er bara sofandi og við erum í rauninni heppnir að vera ekki 3-0 undir miðað við dauðafærið sem þeir fengu þarna undir lokin,“ sagði Kári. Kjartan spurði Lárus Orra Sigurðsson út í hvað var að gerast þegar Wales skoraði fyrri markið sitt. „Ég held að við verðum að horfa svolítið á Kolbein [Birgi Finnsson] þarna. Ég held að Kolbeinn hafi farið inn í þennan leik með gríðarlegar áhyggjur af honum [Brennan] Johnson þarna úti á kanti. Hann er mjög utarlega, hann hefur áhyggjur af honum og tekur ekki hlaupið þarna inn,“ sagði Lárus Orri. „Við sjáum það enn betur á eftir þegar við sjáum mark tvö. Málið er það að hann er það utarlega hann Johnson að það er alveg nógur tími til að fara út ef fyrirgjöfin er á hann. Hann verður að taka þessi hlaup inn,“ sagði Lárus. Bæði mörkin komu eftir hlaup Harry Wilson af miðjunni og undirbúningur markanna var keimlíkur. Kári var einnig ósáttur með Kolbein. „Hann þarf bara að biðja um skiptingu. Þetta er ekki boðlegt,“ sagði Kári. „Í fyrra markinu hefði hann getað náð Brennan Johnson sem síðan skoraði markið en hann gefst bara upp þegar hann er sloppinn í gegn. Hákon gerir vel í markinu að verja en svo er Brennan Johnson bara kominn í frákastið,“ sagði Kári. Hvort sem að Kolbeinn hafi farið af ráðum Kára eða ekki þá var hann tekinn af velli í hálfleik. Hér fyrir neðan má sjá umræðuna í hálfleik.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira