Þrír fá Nóbelsverðlaun fyrir að afhjúpa uppbyggingu prótína Kjartan Kjartansson skrifar 9. október 2024 09:55 David Baker, Demis Hassabis og John. M Jumper eru Nóbelsverðlaunahafar í efnafræði árið 2024. Sænska vísindaakademían Þrír vísindamenn hlutu Nóbelsverðlaun í efnafræði fyrir rannsóknir sínar á prótínum og samsetningu þeirra. Uppgötvanir þeirra geta meðal annars haft miklar framfarir í för með sér fyrir mannkynið. Sænska vísindaakademían kynnti vinningshafana á blaðamannafundi í Stokkhólmi nú klukkan 9:45. Verðlaunin í ár hlaut David Baker frá Háskólanum í Washington-ríki í Bandaríkjunum, fyrir hönnun á prótíni og félagarnir Demis Hassabis og John M. Jumper frá hugbúnaðarfyrirtækinu Google Deepmind fyrir forspár um uppbyggingu prótína. Prótín, sem eru sett saman úr amínósýrum, stjórna öllum efnahvörfum sem lífið eins og við þekkjum það byggist á. Þau virka einnig sem hormónar, boðberar, mótefni og byggingareinning lífrænna vefja. Í rökstuðningi akademíunnar kom fram að Hassabis og Jumper hefðu notað gervigreind til þess að spá fyrir um margslungna samsetningu allra þekktra prótína í náttúrunni árið 2020. Vísindamenn höfðu glímt við það vandamál um áratuga skeið að spá fyrir um uppbyggingu prótína áður en tvímenningarnir kynntu gervigreindaforrit sitt fyrir fjórum árum. Demis Hassabis, forstjóri Google Deepmind. Fyrirtækið er dótturfélag Google sem fæst við gervigreind.AP/Jeff Chiu Afrek Hassabis og Jumper hjálpar vísindamönnum meðal annars að skilja betur sýklalyfjaónæmi og mynda ensím sem geta brotið niður plast. Baker hlaut sín verðlaun fyrir að nota reiknirit til þess að hanna ný prótín með nýja virkni sem eru sögð geta haft miklar framfarir í för með sér fyrir mannkynið. Prótín sem hafa verið framleidd þökk sé rannsóknum Baker nýtast meðal annars í framleiðslu á lyfjum, bóluefnum, nanóefnum og agnarsmáum skynjurum. Fréttin hefur verið uppfærð. Nóbelsverðlaun Vísindi Svíþjóð Bandaríkin Tengdar fréttir Hlutu Nóbelinn fyrir framlag til vélræns náms Tveir norðuramerískir vísindamenn deila Nóbelsverðlaununum í eðlisfræði í ár fyrir uppgötvanir og uppfinningar sem gerðu vélrænt nám með gervitauganeti mögulegt. Rannsóknir þeirra hafa meðal annars lagt grunninn að framförum í gervigreind. 8. október 2024 09:55 Deila Nóbelnum fyrir uppgötvun á miRNA Bandaríkjamennirnir Victor Ambros og Gary Ruvkun deila Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár fyrir uppgötvunina á svonefndu miRNA og hlutverki þeirra í genastjórnun eftir umritun. Þeir störfuðu báðir hjá Harvard-háskóla í Bandaríkjunum þegar þeir stunduðu rannsóknir sínar. 7. október 2024 09:40 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Sjá meira
Sænska vísindaakademían kynnti vinningshafana á blaðamannafundi í Stokkhólmi nú klukkan 9:45. Verðlaunin í ár hlaut David Baker frá Háskólanum í Washington-ríki í Bandaríkjunum, fyrir hönnun á prótíni og félagarnir Demis Hassabis og John M. Jumper frá hugbúnaðarfyrirtækinu Google Deepmind fyrir forspár um uppbyggingu prótína. Prótín, sem eru sett saman úr amínósýrum, stjórna öllum efnahvörfum sem lífið eins og við þekkjum það byggist á. Þau virka einnig sem hormónar, boðberar, mótefni og byggingareinning lífrænna vefja. Í rökstuðningi akademíunnar kom fram að Hassabis og Jumper hefðu notað gervigreind til þess að spá fyrir um margslungna samsetningu allra þekktra prótína í náttúrunni árið 2020. Vísindamenn höfðu glímt við það vandamál um áratuga skeið að spá fyrir um uppbyggingu prótína áður en tvímenningarnir kynntu gervigreindaforrit sitt fyrir fjórum árum. Demis Hassabis, forstjóri Google Deepmind. Fyrirtækið er dótturfélag Google sem fæst við gervigreind.AP/Jeff Chiu Afrek Hassabis og Jumper hjálpar vísindamönnum meðal annars að skilja betur sýklalyfjaónæmi og mynda ensím sem geta brotið niður plast. Baker hlaut sín verðlaun fyrir að nota reiknirit til þess að hanna ný prótín með nýja virkni sem eru sögð geta haft miklar framfarir í för með sér fyrir mannkynið. Prótín sem hafa verið framleidd þökk sé rannsóknum Baker nýtast meðal annars í framleiðslu á lyfjum, bóluefnum, nanóefnum og agnarsmáum skynjurum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Nóbelsverðlaun Vísindi Svíþjóð Bandaríkin Tengdar fréttir Hlutu Nóbelinn fyrir framlag til vélræns náms Tveir norðuramerískir vísindamenn deila Nóbelsverðlaununum í eðlisfræði í ár fyrir uppgötvanir og uppfinningar sem gerðu vélrænt nám með gervitauganeti mögulegt. Rannsóknir þeirra hafa meðal annars lagt grunninn að framförum í gervigreind. 8. október 2024 09:55 Deila Nóbelnum fyrir uppgötvun á miRNA Bandaríkjamennirnir Victor Ambros og Gary Ruvkun deila Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár fyrir uppgötvunina á svonefndu miRNA og hlutverki þeirra í genastjórnun eftir umritun. Þeir störfuðu báðir hjá Harvard-háskóla í Bandaríkjunum þegar þeir stunduðu rannsóknir sínar. 7. október 2024 09:40 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Sjá meira
Hlutu Nóbelinn fyrir framlag til vélræns náms Tveir norðuramerískir vísindamenn deila Nóbelsverðlaununum í eðlisfræði í ár fyrir uppgötvanir og uppfinningar sem gerðu vélrænt nám með gervitauganeti mögulegt. Rannsóknir þeirra hafa meðal annars lagt grunninn að framförum í gervigreind. 8. október 2024 09:55
Deila Nóbelnum fyrir uppgötvun á miRNA Bandaríkjamennirnir Victor Ambros og Gary Ruvkun deila Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár fyrir uppgötvunina á svonefndu miRNA og hlutverki þeirra í genastjórnun eftir umritun. Þeir störfuðu báðir hjá Harvard-háskóla í Bandaríkjunum þegar þeir stunduðu rannsóknir sínar. 7. október 2024 09:40