Gott fyrir Heimi en áfall fyrir Liverpool Sindri Sverrisson skrifar 9. október 2024 09:31 Alisson heldur um lærið eftir að hafa meiðst í leiknum við Crystal Palace. Getty/Jacques Feeney Nú er orðið ljóst að Liverpool verður án brasilíska markvarðarins Alisson næstu sex vikurnar, eða fram yfir landsleikjahléið í nóvember, vegna meiðsla. Alisson fór meiddur af velli í 1-0 sigrinum gegn Crystal Palace á laugardaginn og eftir nákvæma skoðun er nú ljóst hve alvarleg meiðslin eru, en um tognun aftan í læri er að ræða. Liverpool þarf því að reiða sig á Caoimhin Kelleher, markvörð írska landsliðsins hans Heimis Hallgrímssonar. Það ættu því að vera góðar fréttir fyrir Heimi og Íra en Kelleher er aðalmarkvörður írska landsliðsins þrátt fyrir að hafa lítið spilað fyrir Liverpool. Hann á fyrir höndum leiki við Finnland og Grikkland í Þjóðadeildinni. Kelleher fær væntanlega fjölda erfiðra leikja í fjarveru Alisson, því Liverpool á fyrir höndum leiki við Chelsea, Arsenal, Brighton og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni, og leiki við RB Leipzig og Leverkusen í Meistaradeild Evrópu, auk leiks við Brighton í deildabikarnum. Liverpool keypti georgíska landsliðsmarkvörðinn Giorgi Mamardashvili frá Valencia í ágúst en hann kemur ekki til félagsins fyrr en næsta sumar. Vitezslav Jaros verður Kelleher til halds og trausts en Jaros kom inn á þegar Alisson meiddist, þar sem Kelleher var ekki með vegna veikinda. Liverpool hefur aðeins fengið á sig tvö mörk það sem af er leiktíð í úrvalsdeildinni, langfæst allra liða. Enski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Alisson fór meiddur af velli í 1-0 sigrinum gegn Crystal Palace á laugardaginn og eftir nákvæma skoðun er nú ljóst hve alvarleg meiðslin eru, en um tognun aftan í læri er að ræða. Liverpool þarf því að reiða sig á Caoimhin Kelleher, markvörð írska landsliðsins hans Heimis Hallgrímssonar. Það ættu því að vera góðar fréttir fyrir Heimi og Íra en Kelleher er aðalmarkvörður írska landsliðsins þrátt fyrir að hafa lítið spilað fyrir Liverpool. Hann á fyrir höndum leiki við Finnland og Grikkland í Þjóðadeildinni. Kelleher fær væntanlega fjölda erfiðra leikja í fjarveru Alisson, því Liverpool á fyrir höndum leiki við Chelsea, Arsenal, Brighton og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni, og leiki við RB Leipzig og Leverkusen í Meistaradeild Evrópu, auk leiks við Brighton í deildabikarnum. Liverpool keypti georgíska landsliðsmarkvörðinn Giorgi Mamardashvili frá Valencia í ágúst en hann kemur ekki til félagsins fyrr en næsta sumar. Vitezslav Jaros verður Kelleher til halds og trausts en Jaros kom inn á þegar Alisson meiddist, þar sem Kelleher var ekki með vegna veikinda. Liverpool hefur aðeins fengið á sig tvö mörk það sem af er leiktíð í úrvalsdeildinni, langfæst allra liða.
Enski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira