Myndasyrpa: Hulin andlit en líka bros á blönduðu grasi FH-inga Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2024 13:51 Ibrahima Konaté hvað? Menn eru misvel dúðaðir á æfingum í íslenska haustinu. vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í fótbolta æfði á hybrid grasvelli FH í Kaplakrika í dag, í undirbúningi fyrir næstu tvo leiki í Þjóðadeild UEFA. Ísland vann Svartfjallaland í fyrsta leik keppninnar en tapaði svo fyrir Tyrklandi ytra. Liðið mætir svo fjórða liðinu í riðlinum, Wales, á Laugardalsvelli á föstudagskvöld og fær síðan Tyrkland í heimsókn á mánudagskvöld. Íslenska liðið kom saman til æfinga í gær, og í dag var æft á nýlegum velli FH-inga sem er með blöndu af grasi og gervigrasi, líkt og til stendur að leggja á Laugardalsvelli. Ljósmyndarinn Vilhelm Gunnarsson smellti af myndum sem sjá má í myndasyrpunni hér að neðan. Buffin geta komið sér vel og sérstaklega ef að kólnar enn frekar þegar líður á vikuna. Kolbeinn Birgir Finnsson huldi andlit sitt til hálfs á æfingu í dag.VÍSIR/VILHELM Gylfi Þór Sigurðsson var með á æfingu í dag, eftir að hafa glímt við bakmeiðsli og misst af síðustu tveimur leikjum Vals. Júlíus Magnússon, sem kallaður var inn sem 24. maður, var einnig mættur. Nær allir leikmenn voru með bleika KSÍ-húfu á kollinum og buff um hálsinn, eða jafnvel yfir nær öllu andlitinu, til að verjast kuldanum. Búast má við enn meiri kulda þegar líður á vikuna og þegar flautað verður til leiks gegn Wales á föstudagskvöld er spáð um eins stigs hita. Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson fara yfir málin, enn á ný sameinaðir á landsliðsæfingu.VÍSIR/VILHELM Åge Hareide brosir vonandi svona blítt eftir leikina við Wales og Tyrkland.VÍSIR/VILHELM VÍSIR/VILHELM Hjörtur Hermannsson teygir vel á löppunum í upphitun.vísir/Vilhelm Hákon Rafn Valdimarsson æfir vanalega með enska úrvalsdeildarliðinu Brentford.VÍSIR/VILHELM Mikilvægt að fara rólega af stað í upphitun.vísir/Vilhelm Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliðinu í báðum leikjum Íslands í síðasta mánuði, og skoraði gegn Svartfellingum á Laugardalsvelli.VÍSIR/VILHELM Ísland er með þrjá öfluga markmenn til taks.VÍSIR/VILHELM Valgeir Lunddal Friðriksson með hendur upp í loft og spurning hvort rassinn fari svo niður í gólf.VÍSIR/VILHELM Stefán Teitur Þórðarson kom frábærlega inn í íslenska liðið í leikjunum í september.VÍSIR/VILHELM Menn mættu í mismunandi skóbúnaði á æfinguna. Hybrid-grasið í Kaplakrika lítur vel út.VÍSIR/VILHELM VÍSIR/VILHELM Arnór Ingvi Traustason glímdi við meiðsli í aðdraganda síðustu landsleikja en hefur verið mikilvægur hlekkur í íslenska liðinu.VÍSIR/VILHELM Fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson kaus eins og aðrir að vera með bleika húfu á hausnum á æfingu í dag.VÍSIR/VILHELM Mikael Egill Ellertsson hefur byrjað fimm leiki fyrir Venezia í efstu deild Ítalíu það sem af er leiktíð.VÍSIR/VILHELM Arnór Snær Guðmundsson er styrktarþjálfari landsliðsins. Á bakvið Hjört Hermannsson má sjá Júlíus Magnússon sem kallaður var inn í hópinn sem 24. maður.VÍSIR/VILHELM Gylfi Þór Sigurðsson hefur glímt við bakmeiðsli og misst af síðustu leikjum Vals, en hann var á æfingunni í dag.VÍSIR/VILHELM Íslenska landsliðið mætir Wales á föstudag og svo Tyrklandi á mánudag, og þá þurfa menn að vera með augun opin.vísir/Vilhelm Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Ísland vann Svartfjallaland í fyrsta leik keppninnar en tapaði svo fyrir Tyrklandi ytra. Liðið mætir svo fjórða liðinu í riðlinum, Wales, á Laugardalsvelli á föstudagskvöld og fær síðan Tyrkland í heimsókn á mánudagskvöld. Íslenska liðið kom saman til æfinga í gær, og í dag var æft á nýlegum velli FH-inga sem er með blöndu af grasi og gervigrasi, líkt og til stendur að leggja á Laugardalsvelli. Ljósmyndarinn Vilhelm Gunnarsson smellti af myndum sem sjá má í myndasyrpunni hér að neðan. Buffin geta komið sér vel og sérstaklega ef að kólnar enn frekar þegar líður á vikuna. Kolbeinn Birgir Finnsson huldi andlit sitt til hálfs á æfingu í dag.VÍSIR/VILHELM Gylfi Þór Sigurðsson var með á æfingu í dag, eftir að hafa glímt við bakmeiðsli og misst af síðustu tveimur leikjum Vals. Júlíus Magnússon, sem kallaður var inn sem 24. maður, var einnig mættur. Nær allir leikmenn voru með bleika KSÍ-húfu á kollinum og buff um hálsinn, eða jafnvel yfir nær öllu andlitinu, til að verjast kuldanum. Búast má við enn meiri kulda þegar líður á vikuna og þegar flautað verður til leiks gegn Wales á föstudagskvöld er spáð um eins stigs hita. Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson fara yfir málin, enn á ný sameinaðir á landsliðsæfingu.VÍSIR/VILHELM Åge Hareide brosir vonandi svona blítt eftir leikina við Wales og Tyrkland.VÍSIR/VILHELM VÍSIR/VILHELM Hjörtur Hermannsson teygir vel á löppunum í upphitun.vísir/Vilhelm Hákon Rafn Valdimarsson æfir vanalega með enska úrvalsdeildarliðinu Brentford.VÍSIR/VILHELM Mikilvægt að fara rólega af stað í upphitun.vísir/Vilhelm Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliðinu í báðum leikjum Íslands í síðasta mánuði, og skoraði gegn Svartfellingum á Laugardalsvelli.VÍSIR/VILHELM Ísland er með þrjá öfluga markmenn til taks.VÍSIR/VILHELM Valgeir Lunddal Friðriksson með hendur upp í loft og spurning hvort rassinn fari svo niður í gólf.VÍSIR/VILHELM Stefán Teitur Þórðarson kom frábærlega inn í íslenska liðið í leikjunum í september.VÍSIR/VILHELM Menn mættu í mismunandi skóbúnaði á æfinguna. Hybrid-grasið í Kaplakrika lítur vel út.VÍSIR/VILHELM VÍSIR/VILHELM Arnór Ingvi Traustason glímdi við meiðsli í aðdraganda síðustu landsleikja en hefur verið mikilvægur hlekkur í íslenska liðinu.VÍSIR/VILHELM Fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson kaus eins og aðrir að vera með bleika húfu á hausnum á æfingu í dag.VÍSIR/VILHELM Mikael Egill Ellertsson hefur byrjað fimm leiki fyrir Venezia í efstu deild Ítalíu það sem af er leiktíð.VÍSIR/VILHELM Arnór Snær Guðmundsson er styrktarþjálfari landsliðsins. Á bakvið Hjört Hermannsson má sjá Júlíus Magnússon sem kallaður var inn í hópinn sem 24. maður.VÍSIR/VILHELM Gylfi Þór Sigurðsson hefur glímt við bakmeiðsli og misst af síðustu leikjum Vals, en hann var á æfingunni í dag.VÍSIR/VILHELM Íslenska landsliðið mætir Wales á föstudag og svo Tyrklandi á mánudag, og þá þurfa menn að vera með augun opin.vísir/Vilhelm
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira