Lögregla upplýsir ekki um notkun andlitsgreiningarhugbúnaðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. október 2024 13:00 Margir eru uggandi yfir því að andlitsgreiningarbúnaður muni grafa verulega undan friðhelgi einkalífsins. Getty/NurPhoto/Joan Cros Fjöldi Bandaríkjamanna hefur verið handtekinn grunaður um glæp eftir að myndir af þeim hafa komið upp við leit í gagnagrunnum á grundvelli andlitsgreiningarhugbúnaðs. Rannsókn Washington Post hefur hins vegar leitt í ljós að margir þeirra eru ekki upplýstir um notkun hugbúnaðarins, sem er ekki síst áhyggjuefni þar sem hann hefur reynst ófullkominn og „fordómafullur“. Blaðamenn WP óskuðu eftir upplýsingum frá yfir 100 lögregluembættum sem hafa gengist við því opinberlega að nýta sér umræddan hugbúnað en aðeins þrjátíu urðu við gagnabeiðninni. Flest neituðu að svara spurningum um notkun þeirra á búnaðinum. Nokkur sögðust notast við hugbúnaðinn en aldrei handtaka fólk aðeins út frá andlitsgreiningarniðurstöðum. Hins vegar virðast mörg embætti hafa freistað þess að fela það í skýrslum að hversu miklu leiti þau reiða sig á umrædd gögn við handtökur og rannsókn mála. Vitað er um sjö Bandaríkjamenn sem hafa verið handteknir á grundvelli niðurstaða andlitsgreiningar en þar af voru sex svartir. Vitað er að búnaðurinn á erfiðara með að bera kennsl á svarta, konur og aldraða. Sumir komust aðeins að því að búnaðurinn hafði verið notaður þegar lögregla gaf það óvart upp. Michael Jordan og teiknimynd komu upp við leit Meðal handteknu var Quran Reid, sem var handtekinn fyrir að nota stolin greiðslukort til að greiða fyrir lúxusvörur í Louisiana. Lögreglumaður reit skýrslu undir eiði um að „örugg heimild“ hefði bent honum á Reid, sem var á þessum tíma 28 og bjó í Atlanta. Reid hafði aldrei komið til Louisiana. Hann man eftir því að hafa spurt að því hvernig bönd hefðu borist að honum en ekki fengið svör. Hugbúnaðurinn sem um ræðir er notaður til að bera mynd eða stillu úr myndskeiði saman við myndir í ýmsum gagnabönkum, til að mynda handtökumyndir og myndir af ökuskírteinum. Það skilar síðan lista yfir einstaklinga sem þykja líkjast grunaða. Clearview AI, sem sópar í gegnum umfangsmikið magn mynda á netinu, er meðal þeirra forrita sem vitað er að lögregla notar en samkvæmt WP hefur það meðal annars skilað mynd af Michael Jordan og teiknimynd af svörtum manni við leit að glæpamanni. Samkvæmt reglum vestanhafs ber saksóknurum að upplýsa ákærðu um öll gögn er þykja benda til sakleysis þeirra eða dregið úr þyngd þeirrar refsingar sem þeim yrði mögulega gerð. Dómstólar hafa hins vegar ekki verið sammála í úrskurðum sínum um hvort yfirvöld þurfa að upplýsa um notkun andlitsgreiningarbúnaðs. Hér má finna ítarlega umfjöllun Washington Post um málið. Persónuvernd Lögreglan Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Innlent Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Innlent Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Innlent Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Sjá meira
Rannsókn Washington Post hefur hins vegar leitt í ljós að margir þeirra eru ekki upplýstir um notkun hugbúnaðarins, sem er ekki síst áhyggjuefni þar sem hann hefur reynst ófullkominn og „fordómafullur“. Blaðamenn WP óskuðu eftir upplýsingum frá yfir 100 lögregluembættum sem hafa gengist við því opinberlega að nýta sér umræddan hugbúnað en aðeins þrjátíu urðu við gagnabeiðninni. Flest neituðu að svara spurningum um notkun þeirra á búnaðinum. Nokkur sögðust notast við hugbúnaðinn en aldrei handtaka fólk aðeins út frá andlitsgreiningarniðurstöðum. Hins vegar virðast mörg embætti hafa freistað þess að fela það í skýrslum að hversu miklu leiti þau reiða sig á umrædd gögn við handtökur og rannsókn mála. Vitað er um sjö Bandaríkjamenn sem hafa verið handteknir á grundvelli niðurstaða andlitsgreiningar en þar af voru sex svartir. Vitað er að búnaðurinn á erfiðara með að bera kennsl á svarta, konur og aldraða. Sumir komust aðeins að því að búnaðurinn hafði verið notaður þegar lögregla gaf það óvart upp. Michael Jordan og teiknimynd komu upp við leit Meðal handteknu var Quran Reid, sem var handtekinn fyrir að nota stolin greiðslukort til að greiða fyrir lúxusvörur í Louisiana. Lögreglumaður reit skýrslu undir eiði um að „örugg heimild“ hefði bent honum á Reid, sem var á þessum tíma 28 og bjó í Atlanta. Reid hafði aldrei komið til Louisiana. Hann man eftir því að hafa spurt að því hvernig bönd hefðu borist að honum en ekki fengið svör. Hugbúnaðurinn sem um ræðir er notaður til að bera mynd eða stillu úr myndskeiði saman við myndir í ýmsum gagnabönkum, til að mynda handtökumyndir og myndir af ökuskírteinum. Það skilar síðan lista yfir einstaklinga sem þykja líkjast grunaða. Clearview AI, sem sópar í gegnum umfangsmikið magn mynda á netinu, er meðal þeirra forrita sem vitað er að lögregla notar en samkvæmt WP hefur það meðal annars skilað mynd af Michael Jordan og teiknimynd af svörtum manni við leit að glæpamanni. Samkvæmt reglum vestanhafs ber saksóknurum að upplýsa ákærðu um öll gögn er þykja benda til sakleysis þeirra eða dregið úr þyngd þeirrar refsingar sem þeim yrði mögulega gerð. Dómstólar hafa hins vegar ekki verið sammála í úrskurðum sínum um hvort yfirvöld þurfa að upplýsa um notkun andlitsgreiningarbúnaðs. Hér má finna ítarlega umfjöllun Washington Post um málið.
Persónuvernd Lögreglan Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Innlent Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Innlent Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Innlent Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Sjá meira
Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent
Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent