De Rossi var vísað út starfi hjá Roma á Ítalíu um miðjan síðasta mánuð. Roma hafði þá ekki unnið leik í deildinni á leiktíðinni. De Rossi hafði aðeins verið í starfi í níu mánuði en hann tók við í janúar síðastliðnum.

Hann sneri gengi liðsins við á síðustu leiktíð við mikinn fögnuð stuðningsmanna félagsins, enda er De Rossi goðsögn hjá félaginu eftir að hafa leikið með því frá 2001 til 2019.
Slök byrjun og ósætti við stjórnarfólk hjá félaginu orsakaði hins vegar brottrekstur hans. Þá lá beinast við að stökkva á klakann þar sem De Rossi og eiginkona hans, Sarah Felberbaum, virðast hafa notið sín vel.

Felberbaum birti nokkrar myndir af ferð þeirra hingað til lands og virðast þau hafa farið víða.