Fagna löngu tímabærri breytingu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. október 2024 19:06 Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna '78. Vísir/Steingrímur Dúi Formaður Samtakanna '78 fagnar mjög reglugerðarbreytingu sem mun gera samkynhneigðum körlum kleift að gefa blóð. Hún segir breytinguna löngu tímabæra en nú þegar hún sé gengin í gegn sé farsælla að horfa fram á veginn fremur en að dvelja við fortíðina. Í gær var greint frá því að samkynhneigðir karlar mættu gefa blóð hér á landi frá og með júlí á næsta ári, í kjölfar reglugerðarbreytingar heilbrigðisráðherra, sem kveður á um að allir blóðgjafar verði skimaðir fyrir lifrabólgu B og C, og HIV. Heilbrigðisráðherra sagði breytinguna mikið gleðiefni. Undir það tekur formaður Samtakanna '78. „Enda hafa Samtökin barist fyrir því árum saman að fá þessum reglum breytt. Þessum reglum, sem eru augljós mismunun á grundvelli kynhneigðar. Á sama tíma þá er kannski tilfinningin sú að auðvitað hefði þetta átt að vera löngu komið, en loksins,“ segir Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna '78. Ástæða þess að samkynhneigðir karlar hafa ekki mátt gefa blóð hér á landi er sú að þeir eru sagðir líklegri til að vera smitaðir af alnæmisveirunni HIV. Bjarndís fagnar því að allir blóðgjafar verði skimaðir. „Og við erum bara glöð að búa í samfélagi sem er stöðugt að færast í rétta átt, til jafnræðis í samfélaginu.“ Fyrir breytinguna var Ísland eitt fjögurra Evrópuríkja sem enn lagði bann við blóðgjöfum samkynhneigðra karla, ásamt Tyrklandi, Kósovó og Króatíu. Flest Evrópuríki hafa síðustu ár leyft blóðgjafirnar eða sett skilyrði um að karlmenn megi ekki gefa blóð hafi þeir haft samfarir við annan karlmann innan ákveðins tíma. „Auðvitað er þetta löngu tímabær breyting, við vitum það. En stundum taka þessir hlutir bara tíma og nú erum við komin á þennan stað. Þá viljum við mjög gjarnan horfa fram á veginn, frekar en að horfa til fortíðar,“ sagði Bjarndís Helga Tómasdóttir. Heilbrigðismál Blóðgjöf Hinsegin Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira
Í gær var greint frá því að samkynhneigðir karlar mættu gefa blóð hér á landi frá og með júlí á næsta ári, í kjölfar reglugerðarbreytingar heilbrigðisráðherra, sem kveður á um að allir blóðgjafar verði skimaðir fyrir lifrabólgu B og C, og HIV. Heilbrigðisráðherra sagði breytinguna mikið gleðiefni. Undir það tekur formaður Samtakanna '78. „Enda hafa Samtökin barist fyrir því árum saman að fá þessum reglum breytt. Þessum reglum, sem eru augljós mismunun á grundvelli kynhneigðar. Á sama tíma þá er kannski tilfinningin sú að auðvitað hefði þetta átt að vera löngu komið, en loksins,“ segir Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna '78. Ástæða þess að samkynhneigðir karlar hafa ekki mátt gefa blóð hér á landi er sú að þeir eru sagðir líklegri til að vera smitaðir af alnæmisveirunni HIV. Bjarndís fagnar því að allir blóðgjafar verði skimaðir. „Og við erum bara glöð að búa í samfélagi sem er stöðugt að færast í rétta átt, til jafnræðis í samfélaginu.“ Fyrir breytinguna var Ísland eitt fjögurra Evrópuríkja sem enn lagði bann við blóðgjöfum samkynhneigðra karla, ásamt Tyrklandi, Kósovó og Króatíu. Flest Evrópuríki hafa síðustu ár leyft blóðgjafirnar eða sett skilyrði um að karlmenn megi ekki gefa blóð hafi þeir haft samfarir við annan karlmann innan ákveðins tíma. „Auðvitað er þetta löngu tímabær breyting, við vitum það. En stundum taka þessir hlutir bara tíma og nú erum við komin á þennan stað. Þá viljum við mjög gjarnan horfa fram á veginn, frekar en að horfa til fortíðar,“ sagði Bjarndís Helga Tómasdóttir.
Heilbrigðismál Blóðgjöf Hinsegin Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira