Loksins mega hommar gefa blóð Bjarki Sigurðsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 4. október 2024 18:37 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Samkynhneigðir karlmenn fá að gefa blóð hér á landi frá og með júlí á næsta ári. Heilbrigðisráðherra segir mikið ánægjuefni að þetta skref sé loks tekið Sem stendur mega samkynhneigðir karlmenn á Íslandi ekki gefa blóð. Þeir eru sagðir í áhættuhóp hvað varðar blóðgjafir þar sem meiri líkur séu á að þeir séu smitaðir af alnæmisveirunni HIV. Ísland er eitt fjögurra Evrópuríkja sem banna enn alfarið blóðgjafir þeirra, ásamt Tyrklandi, Kósovó og Króatíu. Flest Evrópuríki hafa síðustu ár leyft blóðgjafirnar eða sett skilyrði um að karlmenn megi ekki gefa blóð hafi þeir haft samfarir við annan karlmann innan ákveðins tíma. Margoft hefur verið reynt að koma reglugerðarbreytingum hvað þetta varðar í gegn en lítið gerst þar til nú. Frá og með 1. júlí á næsta ári munu allir, samkynhneigðir jafnt sem aðrir, sem gefa blóð fara í NAT-skimun sem greinir hvort gjafar séu með Lifrarbólgu B eða C eða HIV. „Reglugerðin núna felur í sér að það þarf aðlögun til þess að geta nýtt fyrirliggjandi birgðir og hefja þá NAT-skimun. Sem er mikið gleðiefni,“ segir Willum. Felur þetta í sér að samkynhneigðir karlar muni að skilyrðum uppfylltum geta gefið blóð? „Algjörlega.“ Blóðbankinn hefur glímt við viðvarandi skort á blóði síðustu ár en með breytingunni er hægt að fjölga blóðgjöfum til muna. „Það er auðvitað heilmikið verk að taka upp þessa skimun og koma henni á. Við höfum verið að vinna í því með Landspítalanum og Blóðbankanum. Nú er það á lokametrum og núna getum við byrjað á þessu. Loksins,“ segir Willum. Heilbrigðismál Blóðgjöf Hinsegin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landspítalinn Tengdar fréttir Sam- og tvíkynhneigðir karlar mega gefa blóð Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur bundið enda á fjörutíu ára bann við blóðgjöfum samkynhneigðra og tvíkynhneigðra karlmanna þar í landi. Í staðinn munu allir blóðgjafar svara spurningalista um kynlíf sitt. Á Íslandi er enn beðið eftir sambærilegum breytingum. 11. maí 2023 23:09 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í eingangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira
Sem stendur mega samkynhneigðir karlmenn á Íslandi ekki gefa blóð. Þeir eru sagðir í áhættuhóp hvað varðar blóðgjafir þar sem meiri líkur séu á að þeir séu smitaðir af alnæmisveirunni HIV. Ísland er eitt fjögurra Evrópuríkja sem banna enn alfarið blóðgjafir þeirra, ásamt Tyrklandi, Kósovó og Króatíu. Flest Evrópuríki hafa síðustu ár leyft blóðgjafirnar eða sett skilyrði um að karlmenn megi ekki gefa blóð hafi þeir haft samfarir við annan karlmann innan ákveðins tíma. Margoft hefur verið reynt að koma reglugerðarbreytingum hvað þetta varðar í gegn en lítið gerst þar til nú. Frá og með 1. júlí á næsta ári munu allir, samkynhneigðir jafnt sem aðrir, sem gefa blóð fara í NAT-skimun sem greinir hvort gjafar séu með Lifrarbólgu B eða C eða HIV. „Reglugerðin núna felur í sér að það þarf aðlögun til þess að geta nýtt fyrirliggjandi birgðir og hefja þá NAT-skimun. Sem er mikið gleðiefni,“ segir Willum. Felur þetta í sér að samkynhneigðir karlar muni að skilyrðum uppfylltum geta gefið blóð? „Algjörlega.“ Blóðbankinn hefur glímt við viðvarandi skort á blóði síðustu ár en með breytingunni er hægt að fjölga blóðgjöfum til muna. „Það er auðvitað heilmikið verk að taka upp þessa skimun og koma henni á. Við höfum verið að vinna í því með Landspítalanum og Blóðbankanum. Nú er það á lokametrum og núna getum við byrjað á þessu. Loksins,“ segir Willum.
Heilbrigðismál Blóðgjöf Hinsegin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landspítalinn Tengdar fréttir Sam- og tvíkynhneigðir karlar mega gefa blóð Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur bundið enda á fjörutíu ára bann við blóðgjöfum samkynhneigðra og tvíkynhneigðra karlmanna þar í landi. Í staðinn munu allir blóðgjafar svara spurningalista um kynlíf sitt. Á Íslandi er enn beðið eftir sambærilegum breytingum. 11. maí 2023 23:09 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í eingangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira
Sam- og tvíkynhneigðir karlar mega gefa blóð Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur bundið enda á fjörutíu ára bann við blóðgjöfum samkynhneigðra og tvíkynhneigðra karlmanna þar í landi. Í staðinn munu allir blóðgjafar svara spurningalista um kynlíf sitt. Á Íslandi er enn beðið eftir sambærilegum breytingum. 11. maí 2023 23:09