Upphitun fyrir úrslitadaginn: „Þær eru meiri sigurvegarar en þetta Blikalið“ Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2024 14:33 Breiðablik hefur þegar horft á eftir einum stórum titli í hendur Vals í sumar, í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli. vísir/Anton Úrslitin ráðast á morgun í Bestu deild kvenna í fótbolta, þar sem Breiðablik og Valur mætast í leik um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Helena Ólafsdóttir og Mist Rúnarsdóttir hituðu upp með Jóhannesi Karli Sigursteinssyni, þjálfara Stjörnunnar, og Guðmundi Aðalsteini Ásgeirssyni, fréttamanni Fótbolta.net. Breiðabliki nægir jafntefli í leiknum, sem hefst á Hlíðarenda klukkan 16:15. Vegleg útsending verður á Stöð 2 Sport og hefst hún klukkan 15:45. „Ég held að það sé enginn í Breiðabliki að pæla í þessu jafntefli. Þær eru búnar að vera á rosalegu „rönni“ en á sama tíma held ég að þær séu mjög meðvitaðar um að í síðustu tveimur leikjum gegn Val, á Valsvellinum og í bikarúrslitaleiknum, hefur Valur haft mjög góð tök á leiknum,“ segir Jóhannes Karl en þáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Upphitun fyrir úrslitadaginn Miklu skiptir fyrir Val að Katie Cousins geti beitt sér sem mest í leiknum: „Maður hefur heyrt að hún sé svolítið tæp en Adda [aðstoðarþjálfari Vals] sagði í viðtali við mig í gær að hún myndi spila. Maður hefur á tilfinningunni að ef hún getur labbað þá muni hún byrja leikinn,“ sagði Guðmundur. „Hún bossaði síðasta deildarleik liðanna. Ef að Valur ætlar að hafa yfirhöndina þá er þetta lykilkonan í þeirra leik,“ bætti Mist við. Valur og Breiðablik hafa þegar mæst í fimm leikjum á þessu ári og hafa ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar Vals haft betur í fjórum þeirra. „Þær eru búnar að sýna síðustu árin að þær eru meiri sigurvegarar en þetta Blikalið, og urðu bikarmeistarar fyrr í sumar. Þær elska þessa stóru leiki, og nú þurfa Blikarnir að sýna að þær elski þá líka,“ sagði Guðmundur en þáttinn má sjá hér að ofan. Einnig spilað um þriðja og fimmta sæti Leikurinn um titilinn vekur auðvitað langmesta athygli en áður en að honum kemur fara tveir leikir fram klukkan 14. Þór/KA og Víkingur spila um 3. sætið og í Hafnarfirði spila Þróttur og FH um 5. sætið. Allir leikir eru að sjálfsögðu á Sportrásum Stöðvar 2. Staðan og lokaumferðin í efri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta. Besta deild kvenna Bestu mörkin Valur Breiðablik Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Í beinni: Víkingur - Borac | Leikur sem gæti skilað Víkingum áfram Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Sjá meira
Breiðabliki nægir jafntefli í leiknum, sem hefst á Hlíðarenda klukkan 16:15. Vegleg útsending verður á Stöð 2 Sport og hefst hún klukkan 15:45. „Ég held að það sé enginn í Breiðabliki að pæla í þessu jafntefli. Þær eru búnar að vera á rosalegu „rönni“ en á sama tíma held ég að þær séu mjög meðvitaðar um að í síðustu tveimur leikjum gegn Val, á Valsvellinum og í bikarúrslitaleiknum, hefur Valur haft mjög góð tök á leiknum,“ segir Jóhannes Karl en þáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Upphitun fyrir úrslitadaginn Miklu skiptir fyrir Val að Katie Cousins geti beitt sér sem mest í leiknum: „Maður hefur heyrt að hún sé svolítið tæp en Adda [aðstoðarþjálfari Vals] sagði í viðtali við mig í gær að hún myndi spila. Maður hefur á tilfinningunni að ef hún getur labbað þá muni hún byrja leikinn,“ sagði Guðmundur. „Hún bossaði síðasta deildarleik liðanna. Ef að Valur ætlar að hafa yfirhöndina þá er þetta lykilkonan í þeirra leik,“ bætti Mist við. Valur og Breiðablik hafa þegar mæst í fimm leikjum á þessu ári og hafa ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar Vals haft betur í fjórum þeirra. „Þær eru búnar að sýna síðustu árin að þær eru meiri sigurvegarar en þetta Blikalið, og urðu bikarmeistarar fyrr í sumar. Þær elska þessa stóru leiki, og nú þurfa Blikarnir að sýna að þær elski þá líka,“ sagði Guðmundur en þáttinn má sjá hér að ofan. Einnig spilað um þriðja og fimmta sæti Leikurinn um titilinn vekur auðvitað langmesta athygli en áður en að honum kemur fara tveir leikir fram klukkan 14. Þór/KA og Víkingur spila um 3. sætið og í Hafnarfirði spila Þróttur og FH um 5. sætið. Allir leikir eru að sjálfsögðu á Sportrásum Stöðvar 2. Staðan og lokaumferðin í efri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta.
Besta deild kvenna Bestu mörkin Valur Breiðablik Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Í beinni: Víkingur - Borac | Leikur sem gæti skilað Víkingum áfram Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Sjá meira