Hér sést risaþotan taka á loft frá Keflavíkurflugvelli Kristján Már Unnarsson skrifar 3. október 2024 21:31 Flugtakið frá Keflavíkurflugvelli í dag. Egill Aðalsteinsson Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni var í dag og flaug vélin sérstakan kveðjuhring yfir Reykjavíkursvæðinu. Forstjóri Atlanta segir þessa flugvélartegund hafa byggt upp félagið. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp þegar Atlanta fékk sína fyrstu júmbóþotu vorið 1993, en það þóttu stór tímamót. Stofnendur flugfélagsins, þau Arngrímur Jóhannsson og Þóra Guðmundsdóttir, tóku á móti fyrstu vélinni. Fyrsta Boeing 747-þota Air Atlanta, TF-ABK, kom til Keflavíkur vorið 1993. Hún hlaut nafnið Agnar Kofoed-HansenStöð 2/Billi En núna, rúmum þremur áratugum seinna, er komið að ákveðnum sögulokum. „Já, sannarlega. Við erum að kveðja núna fjörutíuogsjöuna eftir 31 og hálft ár í rekstri. Fjörutíuogsjöan er búin að vera okkar vinnuhestur allan þennan tíma. Og við erum búin að byggja upp reksturinn á grunni fjörutíuogsjöunnar,“ segir Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta. „Já, þetta eru ákveðin tímamót að sjá á eftir vélinni enda synd, þetta er gullfalleg flugvél.“ Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta, skömmu fyrir brottför í dag.Egill Aðalsteinsson Vegna tímamótanna var starfsmönnum ásamt mökum boðið í kveðjuferð til Marokkó og forstjórinn bauð sjálfur alla velkomna um borð. Áfangastaðurinn er borgin Casablanca. „Við ætlum að vera þar fram á sunnudag og fólkið er sannarlega búið að vinna fyrir þessu hörðum höndum. Þanng að þetta verður skemmtilegt,“ segir Baldvin. Og það er auðheyrt að flugmennirnir eiga eftir að sakna hennar. Róbert Kristmundsson, yfirflugstjóri Air Atlanta, og Þorsteinn Steindórsson flugmaður.KMU „Þetta er vélin sem ég er búinn að vera lengst á og þykir alveg gríðarlega vænt um hana. Þetta er glæsilegt tæki, eins og þið sjáið. Þetta er svona partur af manni,“ segir Róbert Kristmundsson, yfirflugstjóri Air Atlanta. Sem fraktþota mun hún þó lifa lengur í rekstri hjá félaginu þannig að flugmennirnir eiga eftir að fljúga tegundinni áfram. „Hún er þýð og góð í flugi og fer vel með mann. En maður verður nú líka einhvern tímann að taka á móti nýja tímanum hjá félaginu. Ætli það verði ekki nokkur ár í viðbót,“ segir Þorsteinn Steindórsson, flugmaður í ferðinni. Síðasta 747-farþegaþota Air Atlanta við Leifsstöð í dag. 465 farþegasæti eru um borð.KMU „Við erum ennþá með fjölmargar 747-fraktvélar og þær munu næstu 6-8 árin halda áfram að þjóna okkur,“ segir forstjórinn. Þau flugfélög heims, sem enn nýta hana til farþegaflugs, eru orðin teljandi á fingrum annarrar handar. Þetta verður því að öllum líkindum í síðasta sinn sem við sjáum drottningu háloftanna halda frá Leifsstöð með farþega. Um 240 manns voru um borð í þessari 465 sæta flugvél, sem er í uppáhaldi hjá flugþjóninum Einari Sebastian Ólafssyni. Einar Sebastian Ólafsson, yfirflugþjónn hjá Air Atlanta.Egill Aðalsteinsson „Þetta er náttúrlega bara vélin, vél vélanna, finnst mér. Þannig að það verður mjög leiðinlegt þegar hún fer. Það eru margir sem gráta í dag hér í fyrirtækinu. En líka, þetta er partí. Það er gaman, þetta er svona starfsmannaflug,“ segir Einar. „Fyrir mér er bara ein drottning himnanna. Það er 747-vélin. Það er ekkert flóknara en það,“ segir forstjórinn Baldvin Már. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Air Atlanta Boeing Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Marokkó Flugþjóðin Tengdar fréttir Risaþota flaug í lágflugi yfir Reykjavík Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747 verður um klukkan tvö í dag. Flogið verður í lágflugi yfir Reykjavík í tilefni dagsins og þaðan í sérstakt kveðjuflug með starfsmenn félagsins til Casablanca í Marokkó í Norður-Afríku. 3. október 2024 13:31 Veikindi flugstjóra settu óvænt strik í flugáætlun Atlanta-þotu Áhöfn Boeing 747-þotu Air Atlanta, TF-AMI, flaug með hátt í eitthundrað tonn af lyfjum frá Evrópu til Suður-Afríku. Eftir lendingu í Jóhannesarborg þurfti starfsfólk félagsins í skyndi að bregðast við óvæntum veikindum flugstjóra. 3. október 2024 10:48 Flugfreyjan frestaði íbúðakaupum og fórnaði sparnaðinum í flugnám Hún var orðin flugfreyja, sá svo að hún gæti allt eins orðið flugmaður og fórnaði húsnæðissparnaðinum í flugnám. Núna stýrir hún stærstu þotum íslenska flugflotans. 30. september 2024 22:11 Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni Flugfélagið Air Atlanta er að kveðja Boeing 747-breiðþotuna sem farþegaflugvél eftir 31 ár í rekstri. Síðasta farþegaflug Atlanta á júmbó-þotunni verður sérstakt kveðjuflug til Norður-Afríku um næstu helgi með starfsmenn félagsins. 29. september 2024 21:21 Atlanta með 600 manna flugútgerð í Sádí-Arabíu Pílagrímaflug Air Atlanta stendur nú sem hæst en flugfélagið er með sexhundruð manns að störfum í Sádí-Arabíu um þessar mundir við að flytja múslima sem þrá að sjá hina helgu borg Mekka. Verkefnin fyrir Saudia-flugfélagið eru þó mun víðtækari en þau eru kjölfestan í rekstri Atlanta. 11. júlí 2024 21:42 Íslenskt flugfélag fjórði stærsti flugrekandi júmbó-þotunnar Framleiðslu júmbó-risaþotunnar hefur nú verið hætt og hefur síðasta Boeing 747-þotan verið afhent frá verksmiðjunum. Í upprifjun erlendra fjölmiðla á yfir hálfrar aldar sögu hennar hefur komið fram að íslenskt flugfélag er í fjórða sæti yfir stærstu flugrekendur þessarar einstöku flugvélar. 14. febrúar 2023 21:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp þegar Atlanta fékk sína fyrstu júmbóþotu vorið 1993, en það þóttu stór tímamót. Stofnendur flugfélagsins, þau Arngrímur Jóhannsson og Þóra Guðmundsdóttir, tóku á móti fyrstu vélinni. Fyrsta Boeing 747-þota Air Atlanta, TF-ABK, kom til Keflavíkur vorið 1993. Hún hlaut nafnið Agnar Kofoed-HansenStöð 2/Billi En núna, rúmum þremur áratugum seinna, er komið að ákveðnum sögulokum. „Já, sannarlega. Við erum að kveðja núna fjörutíuogsjöuna eftir 31 og hálft ár í rekstri. Fjörutíuogsjöan er búin að vera okkar vinnuhestur allan þennan tíma. Og við erum búin að byggja upp reksturinn á grunni fjörutíuogsjöunnar,“ segir Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta. „Já, þetta eru ákveðin tímamót að sjá á eftir vélinni enda synd, þetta er gullfalleg flugvél.“ Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta, skömmu fyrir brottför í dag.Egill Aðalsteinsson Vegna tímamótanna var starfsmönnum ásamt mökum boðið í kveðjuferð til Marokkó og forstjórinn bauð sjálfur alla velkomna um borð. Áfangastaðurinn er borgin Casablanca. „Við ætlum að vera þar fram á sunnudag og fólkið er sannarlega búið að vinna fyrir þessu hörðum höndum. Þanng að þetta verður skemmtilegt,“ segir Baldvin. Og það er auðheyrt að flugmennirnir eiga eftir að sakna hennar. Róbert Kristmundsson, yfirflugstjóri Air Atlanta, og Þorsteinn Steindórsson flugmaður.KMU „Þetta er vélin sem ég er búinn að vera lengst á og þykir alveg gríðarlega vænt um hana. Þetta er glæsilegt tæki, eins og þið sjáið. Þetta er svona partur af manni,“ segir Róbert Kristmundsson, yfirflugstjóri Air Atlanta. Sem fraktþota mun hún þó lifa lengur í rekstri hjá félaginu þannig að flugmennirnir eiga eftir að fljúga tegundinni áfram. „Hún er þýð og góð í flugi og fer vel með mann. En maður verður nú líka einhvern tímann að taka á móti nýja tímanum hjá félaginu. Ætli það verði ekki nokkur ár í viðbót,“ segir Þorsteinn Steindórsson, flugmaður í ferðinni. Síðasta 747-farþegaþota Air Atlanta við Leifsstöð í dag. 465 farþegasæti eru um borð.KMU „Við erum ennþá með fjölmargar 747-fraktvélar og þær munu næstu 6-8 árin halda áfram að þjóna okkur,“ segir forstjórinn. Þau flugfélög heims, sem enn nýta hana til farþegaflugs, eru orðin teljandi á fingrum annarrar handar. Þetta verður því að öllum líkindum í síðasta sinn sem við sjáum drottningu háloftanna halda frá Leifsstöð með farþega. Um 240 manns voru um borð í þessari 465 sæta flugvél, sem er í uppáhaldi hjá flugþjóninum Einari Sebastian Ólafssyni. Einar Sebastian Ólafsson, yfirflugþjónn hjá Air Atlanta.Egill Aðalsteinsson „Þetta er náttúrlega bara vélin, vél vélanna, finnst mér. Þannig að það verður mjög leiðinlegt þegar hún fer. Það eru margir sem gráta í dag hér í fyrirtækinu. En líka, þetta er partí. Það er gaman, þetta er svona starfsmannaflug,“ segir Einar. „Fyrir mér er bara ein drottning himnanna. Það er 747-vélin. Það er ekkert flóknara en það,“ segir forstjórinn Baldvin Már. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Air Atlanta Boeing Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Marokkó Flugþjóðin Tengdar fréttir Risaþota flaug í lágflugi yfir Reykjavík Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747 verður um klukkan tvö í dag. Flogið verður í lágflugi yfir Reykjavík í tilefni dagsins og þaðan í sérstakt kveðjuflug með starfsmenn félagsins til Casablanca í Marokkó í Norður-Afríku. 3. október 2024 13:31 Veikindi flugstjóra settu óvænt strik í flugáætlun Atlanta-þotu Áhöfn Boeing 747-þotu Air Atlanta, TF-AMI, flaug með hátt í eitthundrað tonn af lyfjum frá Evrópu til Suður-Afríku. Eftir lendingu í Jóhannesarborg þurfti starfsfólk félagsins í skyndi að bregðast við óvæntum veikindum flugstjóra. 3. október 2024 10:48 Flugfreyjan frestaði íbúðakaupum og fórnaði sparnaðinum í flugnám Hún var orðin flugfreyja, sá svo að hún gæti allt eins orðið flugmaður og fórnaði húsnæðissparnaðinum í flugnám. Núna stýrir hún stærstu þotum íslenska flugflotans. 30. september 2024 22:11 Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni Flugfélagið Air Atlanta er að kveðja Boeing 747-breiðþotuna sem farþegaflugvél eftir 31 ár í rekstri. Síðasta farþegaflug Atlanta á júmbó-þotunni verður sérstakt kveðjuflug til Norður-Afríku um næstu helgi með starfsmenn félagsins. 29. september 2024 21:21 Atlanta með 600 manna flugútgerð í Sádí-Arabíu Pílagrímaflug Air Atlanta stendur nú sem hæst en flugfélagið er með sexhundruð manns að störfum í Sádí-Arabíu um þessar mundir við að flytja múslima sem þrá að sjá hina helgu borg Mekka. Verkefnin fyrir Saudia-flugfélagið eru þó mun víðtækari en þau eru kjölfestan í rekstri Atlanta. 11. júlí 2024 21:42 Íslenskt flugfélag fjórði stærsti flugrekandi júmbó-þotunnar Framleiðslu júmbó-risaþotunnar hefur nú verið hætt og hefur síðasta Boeing 747-þotan verið afhent frá verksmiðjunum. Í upprifjun erlendra fjölmiðla á yfir hálfrar aldar sögu hennar hefur komið fram að íslenskt flugfélag er í fjórða sæti yfir stærstu flugrekendur þessarar einstöku flugvélar. 14. febrúar 2023 21:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Risaþota flaug í lágflugi yfir Reykjavík Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747 verður um klukkan tvö í dag. Flogið verður í lágflugi yfir Reykjavík í tilefni dagsins og þaðan í sérstakt kveðjuflug með starfsmenn félagsins til Casablanca í Marokkó í Norður-Afríku. 3. október 2024 13:31
Veikindi flugstjóra settu óvænt strik í flugáætlun Atlanta-þotu Áhöfn Boeing 747-þotu Air Atlanta, TF-AMI, flaug með hátt í eitthundrað tonn af lyfjum frá Evrópu til Suður-Afríku. Eftir lendingu í Jóhannesarborg þurfti starfsfólk félagsins í skyndi að bregðast við óvæntum veikindum flugstjóra. 3. október 2024 10:48
Flugfreyjan frestaði íbúðakaupum og fórnaði sparnaðinum í flugnám Hún var orðin flugfreyja, sá svo að hún gæti allt eins orðið flugmaður og fórnaði húsnæðissparnaðinum í flugnám. Núna stýrir hún stærstu þotum íslenska flugflotans. 30. september 2024 22:11
Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni Flugfélagið Air Atlanta er að kveðja Boeing 747-breiðþotuna sem farþegaflugvél eftir 31 ár í rekstri. Síðasta farþegaflug Atlanta á júmbó-þotunni verður sérstakt kveðjuflug til Norður-Afríku um næstu helgi með starfsmenn félagsins. 29. september 2024 21:21
Atlanta með 600 manna flugútgerð í Sádí-Arabíu Pílagrímaflug Air Atlanta stendur nú sem hæst en flugfélagið er með sexhundruð manns að störfum í Sádí-Arabíu um þessar mundir við að flytja múslima sem þrá að sjá hina helgu borg Mekka. Verkefnin fyrir Saudia-flugfélagið eru þó mun víðtækari en þau eru kjölfestan í rekstri Atlanta. 11. júlí 2024 21:42
Íslenskt flugfélag fjórði stærsti flugrekandi júmbó-þotunnar Framleiðslu júmbó-risaþotunnar hefur nú verið hætt og hefur síðasta Boeing 747-þotan verið afhent frá verksmiðjunum. Í upprifjun erlendra fjölmiðla á yfir hálfrar aldar sögu hennar hefur komið fram að íslenskt flugfélag er í fjórða sæti yfir stærstu flugrekendur þessarar einstöku flugvélar. 14. febrúar 2023 21:03