Veikindi flugstjóra settu óvænt strik í flugáætlun Atlanta-þotu Kristján Már Unnarsson skrifar 3. október 2024 10:48 Ásrún Jóhannesdóttir á flugvellinum í Jóhannesarborg. Hún og samstarfsfólk hennar í aðgerðarstjórnstöð flugrekstrarsviðs Air Atlanta í Kópavogi þurftu að hafa hraðar hendar við að redda málum. Egill Aðalsteinsson Áhöfn Boeing 747-þotu Air Atlanta, TF-AMI, flaug með hátt í eitthundrað tonn af lyfjum frá Evrópu til Suður-Afríku. Eftir lendingu í Jóhannesarborg þurfti starfsfólk félagsins í skyndi að bregðast við óvæntum veikindum flugstjóra. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 fylgjum við áhöfn Atlanta-fraktþotu í hringferð um Afríku. Flogið er með lyf frá Belgíu til Suður-Afríku og með blóm og kryddjurtir frá Kenýa til Belgíu. Róbert Kristmundsson, yfirflugstjóri Air Atlanta, slakar á eftir tólf stunda flug frá Liege í Belgíu til Jóhannesarborgar í Suður-Afríku.Egill Aðalsteinsson Í flugstjórnarklefanum í aðfluginu að Jóhannesarborg eru flugstjórinn Róbert Kristmundsson og flugmaðurinn Þorsteinn Steindórsson. Þriðji flugmaðurnn, Telma Rut Frímannsdóttir, er með um borð til að leysa af hina flugmennina svo þeir geti tekið sér hvíld á löngum flugleggjum. Sérstakur hleðslustjóri, Bretinn David Lombard, er í áhöfn vélarinnar. Einnig er með í för Ásrún Jóhannesdóttir en hún er yfirmaður í aðgerðarstjórnstöð flugrekstrarsviðs Air Atlanta í Kópavogi. Björn Þór Bjarnason flugvirki er með reyndustu starfsmönnum Air Atlanta.Egill Aðalsteinsson Á flugvellinum í Jóhannesarborg beið flugvirkinn Björn Þór Bjarnason komu vélarinnar. Hann flýgur svo með henni áfram. Á meðfylgjandi myndskeiði, sem er ellefu mínútna langt, fylgjumst við með aðflugi og lendingu júmbóþotunnar í Jóhannesarborg sem og affermingu hennar. En einnig því hvernig skyndileg veikindi flugstjóra Air Atlanta, sem átti að taka við þotunni, setja óvænt strik í flugáætlun. Sjötti þáttur Flugþjóðarinnar næstkomandi mánudagskvöld 7. október nefnist Fólkið í fluginu. Þá hittum við fjölda núverandi og fyrrverandi starfsmanna úr fluggeiranum, rýnum í flugáhugann á Íslandi, spyrjum hversvegna Íslendingar urðu flugþjóð og heyrum mergjaðar flugsögur. Fimmti þáttur, um Afríkuhring Atlanta-þotunnar, verður endursýndur á Stöð 2 næstkomandi sunnudag, 6. október, klukkan 16:50. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér má sjá kynningarstiklu fyrir þáttaröðina: Flugþjóðin Air Atlanta Fréttir af flugi Suður-Afríka Boeing Tengdar fréttir Hér sést risaþotan taka á loft frá Keflavíkurflugvelli Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni var í dag og flaug vélin sérstakan kveðjuhring yfir Reykjavíkursvæðinu. Forstjóri Atlanta segir þessa flugvélartegund hafa byggt upp félagið. 3. október 2024 21:31 Flugfreyjan frestaði íbúðakaupum og fórnaði sparnaðinum í flugnám Hún var orðin flugfreyja, sá svo að hún gæti allt eins orðið flugmaður og fórnaði húsnæðissparnaðinum í flugnám. Núna stýrir hún stærstu þotum íslenska flugflotans. 30. september 2024 22:11 Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni Flugfélagið Air Atlanta er að kveðja Boeing 747-breiðþotuna sem farþegaflugvél eftir 31 ár í rekstri. Síðasta farþegaflug Atlanta á júmbó-þotunni verður sérstakt kveðjuflug til Norður-Afríku um næstu helgi með starfsmenn félagsins. 29. september 2024 21:21 Stefnir í stærsta ár Air Atlanta með allt að tuttugu breiðþotur Flugfélagið Air Atlanta hefur fest kaup á fimm nýjum breiðþotum, meðal annars til að nota í umfangsmiklu pílagrímaflugi. Forstjórinn segir stefna í að árið verði það allra stærsta í sögu félagsins með allt að tuttugu risaþotur í rekstri. 11. apríl 2024 20:55 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 fylgjum við áhöfn Atlanta-fraktþotu í hringferð um Afríku. Flogið er með lyf frá Belgíu til Suður-Afríku og með blóm og kryddjurtir frá Kenýa til Belgíu. Róbert Kristmundsson, yfirflugstjóri Air Atlanta, slakar á eftir tólf stunda flug frá Liege í Belgíu til Jóhannesarborgar í Suður-Afríku.Egill Aðalsteinsson Í flugstjórnarklefanum í aðfluginu að Jóhannesarborg eru flugstjórinn Róbert Kristmundsson og flugmaðurinn Þorsteinn Steindórsson. Þriðji flugmaðurnn, Telma Rut Frímannsdóttir, er með um borð til að leysa af hina flugmennina svo þeir geti tekið sér hvíld á löngum flugleggjum. Sérstakur hleðslustjóri, Bretinn David Lombard, er í áhöfn vélarinnar. Einnig er með í för Ásrún Jóhannesdóttir en hún er yfirmaður í aðgerðarstjórnstöð flugrekstrarsviðs Air Atlanta í Kópavogi. Björn Þór Bjarnason flugvirki er með reyndustu starfsmönnum Air Atlanta.Egill Aðalsteinsson Á flugvellinum í Jóhannesarborg beið flugvirkinn Björn Þór Bjarnason komu vélarinnar. Hann flýgur svo með henni áfram. Á meðfylgjandi myndskeiði, sem er ellefu mínútna langt, fylgjumst við með aðflugi og lendingu júmbóþotunnar í Jóhannesarborg sem og affermingu hennar. En einnig því hvernig skyndileg veikindi flugstjóra Air Atlanta, sem átti að taka við þotunni, setja óvænt strik í flugáætlun. Sjötti þáttur Flugþjóðarinnar næstkomandi mánudagskvöld 7. október nefnist Fólkið í fluginu. Þá hittum við fjölda núverandi og fyrrverandi starfsmanna úr fluggeiranum, rýnum í flugáhugann á Íslandi, spyrjum hversvegna Íslendingar urðu flugþjóð og heyrum mergjaðar flugsögur. Fimmti þáttur, um Afríkuhring Atlanta-þotunnar, verður endursýndur á Stöð 2 næstkomandi sunnudag, 6. október, klukkan 16:50. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér má sjá kynningarstiklu fyrir þáttaröðina:
Flugþjóðin Air Atlanta Fréttir af flugi Suður-Afríka Boeing Tengdar fréttir Hér sést risaþotan taka á loft frá Keflavíkurflugvelli Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni var í dag og flaug vélin sérstakan kveðjuhring yfir Reykjavíkursvæðinu. Forstjóri Atlanta segir þessa flugvélartegund hafa byggt upp félagið. 3. október 2024 21:31 Flugfreyjan frestaði íbúðakaupum og fórnaði sparnaðinum í flugnám Hún var orðin flugfreyja, sá svo að hún gæti allt eins orðið flugmaður og fórnaði húsnæðissparnaðinum í flugnám. Núna stýrir hún stærstu þotum íslenska flugflotans. 30. september 2024 22:11 Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni Flugfélagið Air Atlanta er að kveðja Boeing 747-breiðþotuna sem farþegaflugvél eftir 31 ár í rekstri. Síðasta farþegaflug Atlanta á júmbó-þotunni verður sérstakt kveðjuflug til Norður-Afríku um næstu helgi með starfsmenn félagsins. 29. september 2024 21:21 Stefnir í stærsta ár Air Atlanta með allt að tuttugu breiðþotur Flugfélagið Air Atlanta hefur fest kaup á fimm nýjum breiðþotum, meðal annars til að nota í umfangsmiklu pílagrímaflugi. Forstjórinn segir stefna í að árið verði það allra stærsta í sögu félagsins með allt að tuttugu risaþotur í rekstri. 11. apríl 2024 20:55 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Hér sést risaþotan taka á loft frá Keflavíkurflugvelli Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni var í dag og flaug vélin sérstakan kveðjuhring yfir Reykjavíkursvæðinu. Forstjóri Atlanta segir þessa flugvélartegund hafa byggt upp félagið. 3. október 2024 21:31
Flugfreyjan frestaði íbúðakaupum og fórnaði sparnaðinum í flugnám Hún var orðin flugfreyja, sá svo að hún gæti allt eins orðið flugmaður og fórnaði húsnæðissparnaðinum í flugnám. Núna stýrir hún stærstu þotum íslenska flugflotans. 30. september 2024 22:11
Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni Flugfélagið Air Atlanta er að kveðja Boeing 747-breiðþotuna sem farþegaflugvél eftir 31 ár í rekstri. Síðasta farþegaflug Atlanta á júmbó-þotunni verður sérstakt kveðjuflug til Norður-Afríku um næstu helgi með starfsmenn félagsins. 29. september 2024 21:21
Stefnir í stærsta ár Air Atlanta með allt að tuttugu breiðþotur Flugfélagið Air Atlanta hefur fest kaup á fimm nýjum breiðþotum, meðal annars til að nota í umfangsmiklu pílagrímaflugi. Forstjórinn segir stefna í að árið verði það allra stærsta í sögu félagsins með allt að tuttugu risaþotur í rekstri. 11. apríl 2024 20:55
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?