Risaþota flaug í lágflugi yfir Reykjavík Kolbeinn Tumi Daðason og Atli Ísleifsson skrifa 3. október 2024 13:31 Flugfélagið kveður Boeing 747-breiðþotuna sem farþegaflugvél en sú fyrsta var tekin í rekstur fyrir 31 ári. KMU Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747 verður um klukkan tvö í dag. Flogið verður í lágflugi yfir Reykjavík í tilefni dagsins og þaðan í sérstakt kveðjuflug með starfsmenn félagsins til Casablanca í Marokkó í Norður-Afríku. Flugfélagið kveður Boeing 747-breiðþotuna sem farþegaflugvél en sú fyrsta var tekin í rekstur fyrir 31 ári. Sú flugvél sem um ræðir í dag var upphaflega smíðuð fyrir Air France árið 2004 og er því tuttugu ára. Árið 2016 var hún tekin í þjónustu Air Atlanta Icelandic sem TF-AAL. Flugvélin er merkt Saudia-flugfélaginu sem Atlanta flýgur fyrir en vélin sinnti meðal annars pílagrímaflugi í sumar. Hún er skrásett hjá systurfélaginu Air Atlanta Europe á Möltu með skráningarnúmerið 9H-AZA og getur borið 460 farþega. Kvikmyndatökumaður Stöðvar 2 er staðsettur í Öskjuhlíð í Reykjavík og mun streyma frá fluginu á þriðja tímanum. Flugvélin flýgur í um þrjú þúsund feta hæð en viðbúið er að vegna stærðar flugvélarinnar muni fólk á höfuðborgarsvæðinu telja hana mun nær jörðu en hún í raun er. Uppfært: Lágfluginu er lokið.
Flugfélagið kveður Boeing 747-breiðþotuna sem farþegaflugvél en sú fyrsta var tekin í rekstur fyrir 31 ári. Sú flugvél sem um ræðir í dag var upphaflega smíðuð fyrir Air France árið 2004 og er því tuttugu ára. Árið 2016 var hún tekin í þjónustu Air Atlanta Icelandic sem TF-AAL. Flugvélin er merkt Saudia-flugfélaginu sem Atlanta flýgur fyrir en vélin sinnti meðal annars pílagrímaflugi í sumar. Hún er skrásett hjá systurfélaginu Air Atlanta Europe á Möltu með skráningarnúmerið 9H-AZA og getur borið 460 farþega. Kvikmyndatökumaður Stöðvar 2 er staðsettur í Öskjuhlíð í Reykjavík og mun streyma frá fluginu á þriðja tímanum. Flugvélin flýgur í um þrjú þúsund feta hæð en viðbúið er að vegna stærðar flugvélarinnar muni fólk á höfuðborgarsvæðinu telja hana mun nær jörðu en hún í raun er. Uppfært: Lágfluginu er lokið.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Air Atlanta Reykjavík Tengdar fréttir Veikindi flugstjóra settu óvænt strik í flugáætlun Atlanta-þotu Áhöfn Boeing 747-þotu Air Atlanta, TF-AMI, flaug með hátt í eitthundrað tonn af lyfjum frá Evrópu til Suður-Afríku. Eftir lendingu í Jóhannesarborg þurfti starfsfólk félagsins í skyndi að bregðast við óvæntum veikindum flugstjóra. 3. október 2024 10:48 Flugfreyjan frestaði íbúðakaupum og fórnaði sparnaðinum í flugnám Hún var orðin flugfreyja, sá svo að hún gæti allt eins orðið flugmaður og fórnaði húsnæðissparnaðinum í flugnám. Núna stýrir hún stærstu þotum íslenska flugflotans. 30. september 2024 22:11 Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni Flugfélagið Air Atlanta er að kveðja Boeing 747-breiðþotuna sem farþegaflugvél eftir 31 ár í rekstri. Síðasta farþegaflug Atlanta á júmbó-þotunni verður sérstakt kveðjuflug til Norður-Afríku um næstu helgi með starfsmenn félagsins. 29. september 2024 21:21 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Veikindi flugstjóra settu óvænt strik í flugáætlun Atlanta-þotu Áhöfn Boeing 747-þotu Air Atlanta, TF-AMI, flaug með hátt í eitthundrað tonn af lyfjum frá Evrópu til Suður-Afríku. Eftir lendingu í Jóhannesarborg þurfti starfsfólk félagsins í skyndi að bregðast við óvæntum veikindum flugstjóra. 3. október 2024 10:48
Flugfreyjan frestaði íbúðakaupum og fórnaði sparnaðinum í flugnám Hún var orðin flugfreyja, sá svo að hún gæti allt eins orðið flugmaður og fórnaði húsnæðissparnaðinum í flugnám. Núna stýrir hún stærstu þotum íslenska flugflotans. 30. september 2024 22:11
Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni Flugfélagið Air Atlanta er að kveðja Boeing 747-breiðþotuna sem farþegaflugvél eftir 31 ár í rekstri. Síðasta farþegaflug Atlanta á júmbó-þotunni verður sérstakt kveðjuflug til Norður-Afríku um næstu helgi með starfsmenn félagsins. 29. september 2024 21:21