„Það var helvíti maður, Jesús kristur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. október 2024 19:31 Danijel Dejan Djuric (t.h.) var ósáttur við að skora ekki í fyrri hálfleiknum. vísir / diego „Manni líður ekki vel,“ segir Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings, eftir 4-0 tap liðsins fyrir Omonoia í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld. „Þetta var erfiður leikur en mér fannst við inni í þessu í fyrri hálfleik en síðan í seinni hálfleik gerum við dýrkeypt mistök og þeir refsa vel,“ segir Danijel. Klippa: Sauð á Danijel eftir leik Víkingar fengu vissulega fín færi í fyrri hálfleik og var Danijel næst því Víkinga að skora þegar brasilískur markvörður andstæðingsins varði glæsilega frá honum. Hann hefði viljað sjá skallann syngja í netinu. „Það var helvíti maður, jesús kristur. Ég hélt þessum stóra frá mér og hélt ég væri að fara að skora. Fæ skallann og já, þetta var góð varsla, en ég hefði átt að klára þetta,“ segir Danijel. Tarik Ibrahimagic fór meiddur af velli í stöðunni 0-0 eftir óhugnanlegt höfuðhögg þar sem hann missti meðvitund. Danijel segir það þó ekki hafa haft áhrif á menn. „Þetta var óhugnanlegt og við sáum að hann var með meðvitund. Það var gott, hann kom inn í hálfleik og spjallaði við okkur svo það tók ekkert á okkur,“ segir Danijel. Dýrkeypt mistök og fullstórt tap Víkingar misstu svo dampinn allhressilega á lokakafla leiksins og leikur sem hefði getað spilast öðruvísi hefðu menn nýtt færin tapaðist heldur stórt.- „Við vorum inni í þessu í fyrri hálfleik en í seinni, það er ekki hægt að gefa svona liði svona mikið. Við þurfum alltaf að vera fókuseraðir, þótt við séum þreyttir þurfum við að þora að halda í boltann. Þetta var hausinn,“ „Mér fannst þetta ekki vera 4-0 leikur. Þeir voru betri já, en ekki 4-0. Það gefur lélega mynd af þessum leik. Bara dýrkeypt mistök,“ segir Danijel að endingu. Viðtalið má sjá að ofan. Beðist er velvirðingar á því að spurningar heyrast ekki vegna tæknilegra örðugleika. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Sjá meira
„Þetta var erfiður leikur en mér fannst við inni í þessu í fyrri hálfleik en síðan í seinni hálfleik gerum við dýrkeypt mistök og þeir refsa vel,“ segir Danijel. Klippa: Sauð á Danijel eftir leik Víkingar fengu vissulega fín færi í fyrri hálfleik og var Danijel næst því Víkinga að skora þegar brasilískur markvörður andstæðingsins varði glæsilega frá honum. Hann hefði viljað sjá skallann syngja í netinu. „Það var helvíti maður, jesús kristur. Ég hélt þessum stóra frá mér og hélt ég væri að fara að skora. Fæ skallann og já, þetta var góð varsla, en ég hefði átt að klára þetta,“ segir Danijel. Tarik Ibrahimagic fór meiddur af velli í stöðunni 0-0 eftir óhugnanlegt höfuðhögg þar sem hann missti meðvitund. Danijel segir það þó ekki hafa haft áhrif á menn. „Þetta var óhugnanlegt og við sáum að hann var með meðvitund. Það var gott, hann kom inn í hálfleik og spjallaði við okkur svo það tók ekkert á okkur,“ segir Danijel. Dýrkeypt mistök og fullstórt tap Víkingar misstu svo dampinn allhressilega á lokakafla leiksins og leikur sem hefði getað spilast öðruvísi hefðu menn nýtt færin tapaðist heldur stórt.- „Við vorum inni í þessu í fyrri hálfleik en í seinni, það er ekki hægt að gefa svona liði svona mikið. Við þurfum alltaf að vera fókuseraðir, þótt við séum þreyttir þurfum við að þora að halda í boltann. Þetta var hausinn,“ „Mér fannst þetta ekki vera 4-0 leikur. Þeir voru betri já, en ekki 4-0. Það gefur lélega mynd af þessum leik. Bara dýrkeypt mistök,“ segir Danijel að endingu. Viðtalið má sjá að ofan. Beðist er velvirðingar á því að spurningar heyrast ekki vegna tæknilegra örðugleika.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti