Horfði á haförn og lax berjast fyrir lífi sínu út um stofugluggann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. október 2024 14:17 Haförninn þurfti að nýta allt sitt vænghaf til að hafa betur í baráttunni við laxinn, sem var í kringum sjö pund að sögn Símons. Það vantaði bara David Attenborough og kvikmyndatökulið á Skarðsströnd í Dölum í gær þar sem haförn og lax háðu baráttu fyrir lífi sínu. Kaupmaður myndaði herlegheitin út um stofugluggann hjá sér. „Þetta var alveg stórkostlegt,“ segir Símon S. Sigurpálsson sem var í húsi sínu fyrir vestan í gær. Út um stofugluggann er gott útsýni yfir laxveiðiána Krossá. Símon veitti haferni á flugi athygli í gær þó það heyri alls ekki til tíðinda að sjá sjaldgæfasta ránfugl landsins á flugi um svæðið. „Það er mikið um erni þarna. Við sáum einhverja sjö erni í kringum húsið okkar í gær,“ segir Símon. Einn var svangur og tók eftir laxi í ánni og lét til skarar skríða. Eins og sjá má á myndbandinu varð úr töluverð barátta. Símon segir þrengingu í hylnum sem hafi verið losuð í fyrradag. Helling vatni hafi því verið hleypt úr ánni sem hafi mögulega orðið lífsbjörg fyrir örninn. „Ef það hefði verið meira dýpi og fiskurinn örlítið sterkari þá hefði hann getað drekkt erninum.“ Símon útskýrir að örninn geti ekki losað klærnar sínar í fiskinum án þess að setjast. Laxinn bregðist við með því að kafa og þannig drekkja ránfuglinum. „Það hefur gerst að ernir hafa drukknað því þeir eru að taka of stóra fiska.“ Símon sér ekki á eftir laxinum úr ánni í hendur ránfugslins. „Ég vil miklu frekar að örninn fái hann. Það er bara æðislegt,“ segir Símon. Þau konan njóti þess að fylgjast með náttúrunni á Vesturlandi. „Við konan erum ægilega hrifin af þessu, að hafa þetta fuglalíf í kringum okkur.“ Eins og sést á myndbandinu var haförninn nokkurn tíma með laxinn á bakkanum. Nokkrir krummar hafi gert sig líklega til að trufla þreyttan haförninn en þá hafi annar örn, litlu stærri, mætt og rekið þá í burtu. Eftir að hafa kastað mæðinni flaug haförninn með bráð sína í átt til sjávar og naut hvers bita. Dýr Fuglar Lax Dalabyggð Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
„Þetta var alveg stórkostlegt,“ segir Símon S. Sigurpálsson sem var í húsi sínu fyrir vestan í gær. Út um stofugluggann er gott útsýni yfir laxveiðiána Krossá. Símon veitti haferni á flugi athygli í gær þó það heyri alls ekki til tíðinda að sjá sjaldgæfasta ránfugl landsins á flugi um svæðið. „Það er mikið um erni þarna. Við sáum einhverja sjö erni í kringum húsið okkar í gær,“ segir Símon. Einn var svangur og tók eftir laxi í ánni og lét til skarar skríða. Eins og sjá má á myndbandinu varð úr töluverð barátta. Símon segir þrengingu í hylnum sem hafi verið losuð í fyrradag. Helling vatni hafi því verið hleypt úr ánni sem hafi mögulega orðið lífsbjörg fyrir örninn. „Ef það hefði verið meira dýpi og fiskurinn örlítið sterkari þá hefði hann getað drekkt erninum.“ Símon útskýrir að örninn geti ekki losað klærnar sínar í fiskinum án þess að setjast. Laxinn bregðist við með því að kafa og þannig drekkja ránfuglinum. „Það hefur gerst að ernir hafa drukknað því þeir eru að taka of stóra fiska.“ Símon sér ekki á eftir laxinum úr ánni í hendur ránfugslins. „Ég vil miklu frekar að örninn fái hann. Það er bara æðislegt,“ segir Símon. Þau konan njóti þess að fylgjast með náttúrunni á Vesturlandi. „Við konan erum ægilega hrifin af þessu, að hafa þetta fuglalíf í kringum okkur.“ Eins og sést á myndbandinu var haförninn nokkurn tíma með laxinn á bakkanum. Nokkrir krummar hafi gert sig líklega til að trufla þreyttan haförninn en þá hafi annar örn, litlu stærri, mætt og rekið þá í burtu. Eftir að hafa kastað mæðinni flaug haförninn með bráð sína í átt til sjávar og naut hvers bita.
Dýr Fuglar Lax Dalabyggð Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira