Ekki ánægður með stöðu Hákons Rafns Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2024 13:24 Hákon Rafn Valdimarsson hefur spilað þrettán A-landsleiki. vísir/hulda margrét Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að Hákon Rafn Valdimarsson verði að spila meira með sínu félagsliði en hann hefur gert undanfarna mánuði. Eftir frábært tímabil með Elfsborg 2023 gekk Hákon í raðir enska úrvalsdeildarliðsins Brentford í janúar á þessu ári. Hákon hefur aðeins spilað tvo leiki fyrir aðallið Brentford síðan hann kom til liðsins, báða í enska deildabikarnum. Hákon var hetja Brentford í 1-0 sigri á Colchester United þar sem hann varði vítaspyrnu. Hann spilaði svo í 3-1 sigri á Leyton Orient um miðjan september. Hareide segir að Hákon sé ekki í ákjósanlegri stöðu og vonast til að hann fari að spila meira. „Ég er ekki ánægður með stöðuna. Hann spilaði gegn Leyton Orient og var mikið í boltanum en það reyndi lítið á hann,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í dag. Hinir markverðirnir í íslenska landsliðshópnum, Elías Rafn Ólafsson og Patrik Sigurður Gunnarsson, eru markverðir númer eitt hjá sínum liðum, Midtjylland og Kortirjk. „Elías og Patrik eru að spila reglulega. Við verðum að bíða og sjá. Hákon er skynsamur. Hann skilur að hann er ekki að spila nóg. Hákon hefur gert ágætlega en við þurfum að fylgjast vel með þessari stöðu fyrir undankeppni HM á næsta ári,“ sagði Hareide. Hákon hefur verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins upp á síðkastið. Á fundinum var Hareide spurður hvort íhugaði að gera breytingu á markvarðastöðunni. „Nei, ég veit ekki. Við verðum að tala við hann þegar hann kemur. Við höfum þrjá mjög góða markverði,“ sagði Hareide. Ísland mætir Wales og Tyrklandi í Þjóðadeildinni 11. og 14. október. Báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjá meira
Eftir frábært tímabil með Elfsborg 2023 gekk Hákon í raðir enska úrvalsdeildarliðsins Brentford í janúar á þessu ári. Hákon hefur aðeins spilað tvo leiki fyrir aðallið Brentford síðan hann kom til liðsins, báða í enska deildabikarnum. Hákon var hetja Brentford í 1-0 sigri á Colchester United þar sem hann varði vítaspyrnu. Hann spilaði svo í 3-1 sigri á Leyton Orient um miðjan september. Hareide segir að Hákon sé ekki í ákjósanlegri stöðu og vonast til að hann fari að spila meira. „Ég er ekki ánægður með stöðuna. Hann spilaði gegn Leyton Orient og var mikið í boltanum en það reyndi lítið á hann,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í dag. Hinir markverðirnir í íslenska landsliðshópnum, Elías Rafn Ólafsson og Patrik Sigurður Gunnarsson, eru markverðir númer eitt hjá sínum liðum, Midtjylland og Kortirjk. „Elías og Patrik eru að spila reglulega. Við verðum að bíða og sjá. Hákon er skynsamur. Hann skilur að hann er ekki að spila nóg. Hákon hefur gert ágætlega en við þurfum að fylgjast vel með þessari stöðu fyrir undankeppni HM á næsta ári,“ sagði Hareide. Hákon hefur verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins upp á síðkastið. Á fundinum var Hareide spurður hvort íhugaði að gera breytingu á markvarðastöðunni. „Nei, ég veit ekki. Við verðum að tala við hann þegar hann kemur. Við höfum þrjá mjög góða markverði,“ sagði Hareide. Ísland mætir Wales og Tyrklandi í Þjóðadeildinni 11. og 14. október. Báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjá meira