„Hefði alveg getað verið góði strákurinn í Sjálfstæðisflokknum“ Jón Þór Stefánsson skrifar 1. október 2024 09:02 Arnar Þór Jónsson segir að leiðin til pólitísks frama á Íslandi í dag sé að hlýða öllu sem manni sé sagt. Vísir/Vilhelm Arnar Þór Jónsson, stofnandi hins nýja Lýðræðisflokks, segir málamiðlanir í stjórnmálum oft vera óheilindi í garð kjósenda. Þetta sagði Arnar í Pallborðinu á Vísi, en þar ræddu hann, Jón Gnarr, félagi í Viðreisn og fyrrverandi borgarstjóri, og Þórður Snær Júlíusson, félagi í Samfylkingunni og fyrrverandi ritsjóri, voru gestir Pallborðsins. Þeir þrír eiga það sameiginlegt að stefna á þing í komandi kosningum fyrir þrjá mismunandi flokka. „Þessi frasi um að íslensk stjórnmál í dag snúist öll um málamiðlanir. Ég myndi svara því með því að segja að það séu óheilindi gagnvart kjósendum. Því kjósendur kjósa sinn flokk á grundvelli einhverra loforða, sem flokkarnir gefa. Það eru óheilindi fólgin í því þegar flokkarnir snúa sér við daginn eftir kjördag og fara að vinna með fólki sem hefur allt aðra stefnu og allt fer í einhvern hrærigraut,“ sagði Arnar. Hann bætti við að honum þætti undanfarin ár, þau sem væru undir núverandi ríkisstjórn, hafa verið einn af lágpunktum í íslenskum stjórnmálum. „Mér er ekki illa við þá sem eru í Sjálfstæðisflokknum, en ég hef gert alvarlegar athugasemdir við það hvernig flokkurinn hefur svikist undan merkjum,“ sagði Arnar. Hann sagðist tilbúinn að vinna með þeim sem styddu þá klassísku frjálshyggjustefnu sem hann talar fyrir. „En ég er ekki tilbúinn að brjóta gegn mínum eigin prinsippum til þess að öðlast pólitískan frama. Ég hefði alveg getað verið góði strákurinn í Sjálfstæðisflokknum og hlýtt öllu og gert allt sem mér var sagt, og gagnrýnt aldrei. Það er leiðin til pólitísks frama á Íslandi í dag,“ sagði Arnar. „Ég er ekki tilbúinn að brjóta gegn mínum prinsippum. Þá myndi ég fremur kjósa- má ég segja það? – rífa kjaft í stjórnarandstæðu á hreinum prinsipp-ástæðum, heldur en að vera búinn að svíkja sjálfan mig til að öðlast völd.“ Málamiðlanir hluti af lýðræðinu Jón Gnarr sagðist ekki sammála Arnari varðandi ríkisstjórnina. Hann sagðist frekar trúa því að hún hefði staðið sig vel á erfiðum tímum þar sem hún hefði þurft að takast á við heimsfaraldur og erfið eldsumbrot á Reykjanesskaga. Einnig sagði hann málamiðlanir gegna mikilvægu hlutverki í stjórnmálum. „Ég vil hafa frelsi til þess að gera það sem mig langar til þess að finna mína lífshamingju, svo framarlega sem ég geng ekki á rétt annars fólks til að ganga sína leið. Mér finnst að þar þurfi alltaf að vera málamiðlun. Það er ekki hægt öðruvísi en að það sé málamiðlun. Mér finnst það vera kjarninn í lýðræðinu, lýðræðið er svolítil málamiðlun,“ sagði Jón. Sjálfur sagðist hann ekki útiloka samstarf við neinn flokk, en tók fram að hann væri bara einn einstaklingur og gæti því ekki talað fyrir hönd alls flokksins. Betra ef ríkisstjórnin sé ekki bland í poka Þórður Snær sagði Samfylkinguna hafa mestan áhuga á að mynda mið- eða miðvinstri stjórn. Best væri að það væri með flokkum sem væru að toga allir í sömu átt. „Við þurfum ríkisstjórn sem getur mótað einhverja langtíma stefnu og einhverja langtíma sýn. Ég er eiginlega sammála því sem Arnar sagði áðan að það er betra að hún sé skipuð flokkum sem eru nær hver öðrum í hugmyndafræði frekar en þetta bland í poka sem við stöndum uppi með núna.“ Lýðræðisflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þetta sagði Arnar í Pallborðinu á Vísi, en þar ræddu hann, Jón Gnarr, félagi í Viðreisn og fyrrverandi borgarstjóri, og Þórður Snær Júlíusson, félagi í Samfylkingunni og fyrrverandi ritsjóri, voru gestir Pallborðsins. Þeir þrír eiga það sameiginlegt að stefna á þing í komandi kosningum fyrir þrjá mismunandi flokka. „Þessi frasi um að íslensk stjórnmál í dag snúist öll um málamiðlanir. Ég myndi svara því með því að segja að það séu óheilindi gagnvart kjósendum. Því kjósendur kjósa sinn flokk á grundvelli einhverra loforða, sem flokkarnir gefa. Það eru óheilindi fólgin í því þegar flokkarnir snúa sér við daginn eftir kjördag og fara að vinna með fólki sem hefur allt aðra stefnu og allt fer í einhvern hrærigraut,“ sagði Arnar. Hann bætti við að honum þætti undanfarin ár, þau sem væru undir núverandi ríkisstjórn, hafa verið einn af lágpunktum í íslenskum stjórnmálum. „Mér er ekki illa við þá sem eru í Sjálfstæðisflokknum, en ég hef gert alvarlegar athugasemdir við það hvernig flokkurinn hefur svikist undan merkjum,“ sagði Arnar. Hann sagðist tilbúinn að vinna með þeim sem styddu þá klassísku frjálshyggjustefnu sem hann talar fyrir. „En ég er ekki tilbúinn að brjóta gegn mínum eigin prinsippum til þess að öðlast pólitískan frama. Ég hefði alveg getað verið góði strákurinn í Sjálfstæðisflokknum og hlýtt öllu og gert allt sem mér var sagt, og gagnrýnt aldrei. Það er leiðin til pólitísks frama á Íslandi í dag,“ sagði Arnar. „Ég er ekki tilbúinn að brjóta gegn mínum prinsippum. Þá myndi ég fremur kjósa- má ég segja það? – rífa kjaft í stjórnarandstæðu á hreinum prinsipp-ástæðum, heldur en að vera búinn að svíkja sjálfan mig til að öðlast völd.“ Málamiðlanir hluti af lýðræðinu Jón Gnarr sagðist ekki sammála Arnari varðandi ríkisstjórnina. Hann sagðist frekar trúa því að hún hefði staðið sig vel á erfiðum tímum þar sem hún hefði þurft að takast á við heimsfaraldur og erfið eldsumbrot á Reykjanesskaga. Einnig sagði hann málamiðlanir gegna mikilvægu hlutverki í stjórnmálum. „Ég vil hafa frelsi til þess að gera það sem mig langar til þess að finna mína lífshamingju, svo framarlega sem ég geng ekki á rétt annars fólks til að ganga sína leið. Mér finnst að þar þurfi alltaf að vera málamiðlun. Það er ekki hægt öðruvísi en að það sé málamiðlun. Mér finnst það vera kjarninn í lýðræðinu, lýðræðið er svolítil málamiðlun,“ sagði Jón. Sjálfur sagðist hann ekki útiloka samstarf við neinn flokk, en tók fram að hann væri bara einn einstaklingur og gæti því ekki talað fyrir hönd alls flokksins. Betra ef ríkisstjórnin sé ekki bland í poka Þórður Snær sagði Samfylkinguna hafa mestan áhuga á að mynda mið- eða miðvinstri stjórn. Best væri að það væri með flokkum sem væru að toga allir í sömu átt. „Við þurfum ríkisstjórn sem getur mótað einhverja langtíma stefnu og einhverja langtíma sýn. Ég er eiginlega sammála því sem Arnar sagði áðan að það er betra að hún sé skipuð flokkum sem eru nær hver öðrum í hugmyndafræði frekar en þetta bland í poka sem við stöndum uppi með núna.“
Lýðræðisflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira