Leikmenn láta í sér heyra: „Við erum í hættu“ Aron Guðmundsson skrifar 30. september 2024 16:46 Timber í baráttunni með Arsenal gegn Manchester City á dögunum Vísir/Getty Jurren Timber, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins, segir leikmönnum stafa hættu af leikjaálagi. Fjöldi leikja sé of mikill og segir hann leikmenn ræða mikið um þetta sín á milli. Umræðan um mikið leikjaálag og hættuna sem að því fylgir skýtur reglulega upp kollinum og nú síðast í kjölfar alvarlegra meiðsla sem Rodri, miðjumaður Englandsmeistara Manchester City varð fyrir á dögunum gegn Arsenal. Rodri, sem sleit krossband, sagði leikmenn nálægt því ákveða verkfallsaðgerðir til þess að mótmæla þessu mikla leikjaálagi og tók Timber undir áhyggjur kollega síns á blaðamannafundi Arsenal í dag fyrir leik morgundagsins gegn PSG í Meistaradeild Evrópu. Timber sjálfur missti úr stóran hluta af síðasta tímabili eftir að hafa slitið krossband. „Þetta er mikið rætt innan búningsklefans þessa dagana,“ sagði Timber á blaðamannafundi fyrr í dag. „Ekki bara hjá Manchester City. Heldur einnig hjá Liverpool og innan okkar búningsklefa. Ég spilaði lítið sem ekkert á síðasta tímabili og er því að njóta þess til hins ítrasta að geta spilað núna. Þið heyrið mig ekki kvarta en ég sýni því sem þeir eru að halda á lofti fullkominn skilning.“ Rodri verður frá út yfirstandandi tímabil vegna sinna meiðsla. Aðspurður hvort leikmenn væru í meiri áhættu vegna fjölda þeirra leikja sem þeir eru að spila þurfti Timber ekki að hugsa sig tvisvar um. „Klárlega. Ég tel í fullri hreinskilni sagt að við séum í hættu út af þessu. Við spiluðum gegn Manchester City fyrir rúmri viku síðan og þeir spiluðu næsta leik einhverjum tveimur dögum síðar. Það er of mikið af því góða.“ Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir leikmennina sjálfa þurfa að standa í stafni í sinni baráttu en kollegi hans hjá Arsenal, Mikel Arteta, segir að hlusta þurfi á sjónarmið leikmanna. „Leikmenn eru að láta í sér heyra núna. Hlustið á okkur og leyfið rödd okkar að heyrast. Það lítur ekki út fyrir að minna verði um leiki hjá okkur á næstunni,“ sagði Timber. Enski boltinn Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn Fleiri fréttir Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjá meira
Umræðan um mikið leikjaálag og hættuna sem að því fylgir skýtur reglulega upp kollinum og nú síðast í kjölfar alvarlegra meiðsla sem Rodri, miðjumaður Englandsmeistara Manchester City varð fyrir á dögunum gegn Arsenal. Rodri, sem sleit krossband, sagði leikmenn nálægt því ákveða verkfallsaðgerðir til þess að mótmæla þessu mikla leikjaálagi og tók Timber undir áhyggjur kollega síns á blaðamannafundi Arsenal í dag fyrir leik morgundagsins gegn PSG í Meistaradeild Evrópu. Timber sjálfur missti úr stóran hluta af síðasta tímabili eftir að hafa slitið krossband. „Þetta er mikið rætt innan búningsklefans þessa dagana,“ sagði Timber á blaðamannafundi fyrr í dag. „Ekki bara hjá Manchester City. Heldur einnig hjá Liverpool og innan okkar búningsklefa. Ég spilaði lítið sem ekkert á síðasta tímabili og er því að njóta þess til hins ítrasta að geta spilað núna. Þið heyrið mig ekki kvarta en ég sýni því sem þeir eru að halda á lofti fullkominn skilning.“ Rodri verður frá út yfirstandandi tímabil vegna sinna meiðsla. Aðspurður hvort leikmenn væru í meiri áhættu vegna fjölda þeirra leikja sem þeir eru að spila þurfti Timber ekki að hugsa sig tvisvar um. „Klárlega. Ég tel í fullri hreinskilni sagt að við séum í hættu út af þessu. Við spiluðum gegn Manchester City fyrir rúmri viku síðan og þeir spiluðu næsta leik einhverjum tveimur dögum síðar. Það er of mikið af því góða.“ Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir leikmennina sjálfa þurfa að standa í stafni í sinni baráttu en kollegi hans hjá Arsenal, Mikel Arteta, segir að hlusta þurfi á sjónarmið leikmanna. „Leikmenn eru að láta í sér heyra núna. Hlustið á okkur og leyfið rödd okkar að heyrast. Það lítur ekki út fyrir að minna verði um leiki hjá okkur á næstunni,“ sagði Timber.
Enski boltinn Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn Fleiri fréttir Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjá meira