Mun boða til kosninga um leið og hann tekur við Atli Ísleifsson skrifar 30. september 2024 07:40 Shigeru Ishiba mun taka við embætti forsætisráðherra Japans af Fumio Kishida á morgun. AP Shigeru Ishiba, leiðtogi japanska stjórnarflokksins Frjálslynda lýðræðisflokksins, segir að hann muni boða til þingkosninga í landinu þann 27. október um leið og hann tekur formlega við embætti forsætisráðherra á morgun. Ishiba greindi frá þessu í morgun en hann var kjörinn formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins á föstudaginn. Þar sem flokkurinn er með meirihluta á þinginu er ljóst að Ishiba mun formlega taka við embætti forsætisráðherra af Fumio Kishida, sem hefur nú látið af formennsku, á morgun. Ishiba segir að hann muni halda kosningar við fyrsta tækifæri til að leita eftir umboði frá þjóðinni þannig að hann geti hrint stefnumálum sínum í framkvæmd. Kishida hefur gegnt embætti forsætisráðherra í um þrjú ár en mun stíga úr embætti á morgun. Vinsældir hans hafa farið dvínandi síðustu misserin, meðal annars vegna viðvarandi verðbólgu í landinu, og þá hafa ýmis hneykslismál skekið flokkinn. Þegar Kishida tilkynnti um afsögn sína í ágúst sagðist hann telja þetta vera það besta í stöðunni fyrir japönsku þjóðina, og jafnframt nauðsynlega ákvörðun til að hægt væri að auka traust þjóðarinnar í garð stjórnarflokksins. Hafði betur gegn nánum samstarfsmanni Shinzo Abe Alls sóttust níu manns eftir að leiða Frjálsynda lýðræðisflokknum og fór svo að hinn 67 ára Ishiba hafði betur gegn hinni 63 ára Sanae Takaichi í síðari umferð formannskjörsins þar sem kosið var milli tveggja efstu í fyrri umferðinni. Hefði Takaichi orðið fyrir valinu hefði hún orðið fyrsti kvenkyns forsætisráðherra landsins, en á ferli sínum hefur hún farið með fjölda ráðherraembætta frá árinu 2006, síðast sem ráðherra efnahagsmála. Hún var náin samstarfskona Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra, sem ráðinn var af dögum árið 2022. Takaichi þykir mjög íhaldsöm í skoðunum. Shigeru Ishiba hefur gegnt fjölda ráðherraembætta á ferli sínum og setið á japanska þinginu frá 1986. Þetta var í fimmta sinn sem hann gerði atlögu að formannsembættinu í Frjálslynda lýðræðisflokknum sem hefur haft tögl og hagldir í japönskum stjórnmálum frá lokum síðari heimstyrlandarinnar. Japan Tengdar fréttir Ishiba verður næsti forsætisráðherra Japans Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan hefur valið Shigeru Ishiba, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem næsta formann flokksins. Hann verður því næsti forsætisráðherra landsins og mun hann taka við af Fumio Kishida sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri og láta af embætti. 27. september 2024 07:52 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Ishiba greindi frá þessu í morgun en hann var kjörinn formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins á föstudaginn. Þar sem flokkurinn er með meirihluta á þinginu er ljóst að Ishiba mun formlega taka við embætti forsætisráðherra af Fumio Kishida, sem hefur nú látið af formennsku, á morgun. Ishiba segir að hann muni halda kosningar við fyrsta tækifæri til að leita eftir umboði frá þjóðinni þannig að hann geti hrint stefnumálum sínum í framkvæmd. Kishida hefur gegnt embætti forsætisráðherra í um þrjú ár en mun stíga úr embætti á morgun. Vinsældir hans hafa farið dvínandi síðustu misserin, meðal annars vegna viðvarandi verðbólgu í landinu, og þá hafa ýmis hneykslismál skekið flokkinn. Þegar Kishida tilkynnti um afsögn sína í ágúst sagðist hann telja þetta vera það besta í stöðunni fyrir japönsku þjóðina, og jafnframt nauðsynlega ákvörðun til að hægt væri að auka traust þjóðarinnar í garð stjórnarflokksins. Hafði betur gegn nánum samstarfsmanni Shinzo Abe Alls sóttust níu manns eftir að leiða Frjálsynda lýðræðisflokknum og fór svo að hinn 67 ára Ishiba hafði betur gegn hinni 63 ára Sanae Takaichi í síðari umferð formannskjörsins þar sem kosið var milli tveggja efstu í fyrri umferðinni. Hefði Takaichi orðið fyrir valinu hefði hún orðið fyrsti kvenkyns forsætisráðherra landsins, en á ferli sínum hefur hún farið með fjölda ráðherraembætta frá árinu 2006, síðast sem ráðherra efnahagsmála. Hún var náin samstarfskona Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra, sem ráðinn var af dögum árið 2022. Takaichi þykir mjög íhaldsöm í skoðunum. Shigeru Ishiba hefur gegnt fjölda ráðherraembætta á ferli sínum og setið á japanska þinginu frá 1986. Þetta var í fimmta sinn sem hann gerði atlögu að formannsembættinu í Frjálslynda lýðræðisflokknum sem hefur haft tögl og hagldir í japönskum stjórnmálum frá lokum síðari heimstyrlandarinnar.
Japan Tengdar fréttir Ishiba verður næsti forsætisráðherra Japans Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan hefur valið Shigeru Ishiba, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem næsta formann flokksins. Hann verður því næsti forsætisráðherra landsins og mun hann taka við af Fumio Kishida sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri og láta af embætti. 27. september 2024 07:52 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Ishiba verður næsti forsætisráðherra Japans Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan hefur valið Shigeru Ishiba, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem næsta formann flokksins. Hann verður því næsti forsætisráðherra landsins og mun hann taka við af Fumio Kishida sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri og láta af embætti. 27. september 2024 07:52