Tugir sem glíma við þungan og langvarandi fíknivanda skila sér ekki í meðferð vegna skorts á úrræðum. Rætt verður við sérfræðing í fíknilækningum, sem telur brýnt að hópnum verði mætt, til að ná fólki úr hringiðu afbrota.
Minnst 63 hafa farist í fellibylnum Helene, sem hefur riðið yfir suðausturhluta Bandaríkjanna. Milljónir heimila eru án rafmagns og þúsundir hafa misst heimili sín. Íslendingur búsettur í Georgíu segist aldrei hafa séð annað eins.
Við kíkjum á níu ára dreng, sem elskar að fá að hjálpa pabba sínum í vinnunni. Hann segir miklu skemmtilegra að aðstoða pabba en að sitja inni í skólastofu.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.