Segja Frey hafa logið að leikmönnum Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2024 10:31 Freyr Alexandersson gæti mögulega orðið næsti knattspyrnustjóri Cardiff. Getty Belgískir fjölmiðlar segja að nú bendi margt til þess að Freyr Alexandersson yfirgefi Kortrijk og taki við sem knattspyrnustjóri Cardiff í ensku B-deildinni. Het Laatste Nieuws gengur svo langt að segja að Freyr hafi þegar hafið viðræður við Cardiff og hafi ferðast til Wales í síðustu viku. Hann hafi hins vegar logið því að lærisveinum sínum að hann væri fjarverandi vegna veikinda. Miðillinn bendir einnig á það sem Fótbolti.net fjallaði um í sumar, að Freyr hafi hafnað því að taka við Union St. Gilloise, sem varð í 2. sæti á síðustu leiktíð í Belgíu, í sumar. Það á hann að hafa gert eftir að hafa verið bannað að taka aðstoðarmann sinn, Jonathan Hartmann, með sér. Uppfært kl. 13.45: Kortrijk hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins og segir frétt HLN skáldskap. Freyr tekur sjálfur undir það. Mark Hughes efstur hjá veðbönkum Samkvæmt frétt Wales Online er Freyr núna í fjórða sæti yfir þá þjálfara sem þykja líklegastir til að taka við Cardiff. Gamla brýnið Mark Hughes er allt í einu kominn þar í efsta sæti en hann stýrði síðast Bradford City í ensku D-deildinni, eftir að hafa áður stýrt Manchester City, Fulham, Stoke og Southampton. James Rowberry og Nathan Jones eru einnig taldir líklegri en Freyr til að taka við liðinu. Cardiff er á botni ensku B-deildarinnar en Freyr þekkir það vel að taka við liði í erfiðri stöðu og bæta gengi þess. Hann bjargaði Kortrijk frá falli með ævintýralegum hætti á síðustu leiktíð, eftir að hafa komið Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina og haldið því þar. Íslandsvinur á bæði félögin Cardiff er eins konar systurfélag Kortrijk, en bæði félög eru í eigu malasíska Íslandsvinarins Vincent Tan, og greindi Freyr frá því við Fótbolta.net í vor að hann hefði mikinn áhuga á því að þjálfa Cardiff. Draumur hans væri að starfa í Englandi. „Vincent Tan og Ken Choo sjá um bæði félögin. Það er ekkert leyndarmál, og þegar ég talaði við Kortrijk á sínum tíma þá átti ég líka samtal við þá sem stjórna Cardiff um að ég ætla mér að þjálfa á Englandi. Ég ætla vera stjóri í Championship eða Premier League. Það eru stórir draumar og ég geri mér grein fyrir því. Það væri frábært ef að það væri Cardiff, ég myndi gjarnan vilja þjálfa Cardiff á einhverjum tímapunkti,“ sagði Freyr við Fótbolta.net. Omer Riza, sem hefur verið þjálfari hjá Cardiff, mun stýra liðinu þar til að arftaki Buluts finnst. Belgíski boltinn Enski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Het Laatste Nieuws gengur svo langt að segja að Freyr hafi þegar hafið viðræður við Cardiff og hafi ferðast til Wales í síðustu viku. Hann hafi hins vegar logið því að lærisveinum sínum að hann væri fjarverandi vegna veikinda. Miðillinn bendir einnig á það sem Fótbolti.net fjallaði um í sumar, að Freyr hafi hafnað því að taka við Union St. Gilloise, sem varð í 2. sæti á síðustu leiktíð í Belgíu, í sumar. Það á hann að hafa gert eftir að hafa verið bannað að taka aðstoðarmann sinn, Jonathan Hartmann, með sér. Uppfært kl. 13.45: Kortrijk hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins og segir frétt HLN skáldskap. Freyr tekur sjálfur undir það. Mark Hughes efstur hjá veðbönkum Samkvæmt frétt Wales Online er Freyr núna í fjórða sæti yfir þá þjálfara sem þykja líklegastir til að taka við Cardiff. Gamla brýnið Mark Hughes er allt í einu kominn þar í efsta sæti en hann stýrði síðast Bradford City í ensku D-deildinni, eftir að hafa áður stýrt Manchester City, Fulham, Stoke og Southampton. James Rowberry og Nathan Jones eru einnig taldir líklegri en Freyr til að taka við liðinu. Cardiff er á botni ensku B-deildarinnar en Freyr þekkir það vel að taka við liði í erfiðri stöðu og bæta gengi þess. Hann bjargaði Kortrijk frá falli með ævintýralegum hætti á síðustu leiktíð, eftir að hafa komið Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina og haldið því þar. Íslandsvinur á bæði félögin Cardiff er eins konar systurfélag Kortrijk, en bæði félög eru í eigu malasíska Íslandsvinarins Vincent Tan, og greindi Freyr frá því við Fótbolta.net í vor að hann hefði mikinn áhuga á því að þjálfa Cardiff. Draumur hans væri að starfa í Englandi. „Vincent Tan og Ken Choo sjá um bæði félögin. Það er ekkert leyndarmál, og þegar ég talaði við Kortrijk á sínum tíma þá átti ég líka samtal við þá sem stjórna Cardiff um að ég ætla mér að þjálfa á Englandi. Ég ætla vera stjóri í Championship eða Premier League. Það eru stórir draumar og ég geri mér grein fyrir því. Það væri frábært ef að það væri Cardiff, ég myndi gjarnan vilja þjálfa Cardiff á einhverjum tímapunkti,“ sagði Freyr við Fótbolta.net. Omer Riza, sem hefur verið þjálfari hjá Cardiff, mun stýra liðinu þar til að arftaki Buluts finnst.
Belgíski boltinn Enski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira