„Sterk Úkraína mun neyða Pútín að samningaborðinu“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. september 2024 06:57 Selenskí hefur meðal annars heimsótt vopnaverksmiðjur í Bandaríkjunum. AP/Bandaríkjaher „Ég tel okkur vera nærri friði en menn halda... Við erum nærri endalokum stríðsins,“ sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í samtali við Good Morning America. Selenskí er nú í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum, meðal annars til að efla stuðning við Úkraínu og freista þess að fá ráðamenn til að samþykkja notkun langdrægra vopna gegn skotmörkum í Rússlandi. Hann mun verða viðstaddur nokkra fundi á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, auk þess að leggja fram „áætlun til sigurs“ fyrir Joe Biden Bandaríkjaforseta og forsetaefnin Kamölu Harris og Donald Trump. Í viðtalinu við Good Morning America, sem sýnt verður í dag, sagði Selenskí meðal annars að Vladimir Pútín Rússlandsforseti væri uggandi vegna innrásar Úkraínumanna í Kursk, þar sem herinn hefði tekið yfir meira en þúsund ferkílómetra svæði. Watch the full interview TOMORROW only on @GMA. https://t.co/y8q4DRPDDH— Good Morning America (@GMA) September 24, 2024 Selenskí sagði á Telegram að Bandaríkin hefðu gengt „úrslitahlutverki“ í því að standa vörð um frelsi um heim allan og lofaði bandaríska þingið og bæði Demókrataflokkinn og Repúblikanaflokkinn fyrir stuðning sinn við þann málstað. „Sterk Úkraína mun neyða Pútín að samningaborðinu,“ sagði Selenskí í viðtali við The New Yorker. „Ég er sannfærður um það.“ Hann gæti ekki hugsað þá hugsun til enda að njóta ekki stuðnings Bandaríkjamanna. Repúblikanaflokkurinn er klofinn í afstöðu sinni varðandi stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu og í gær gerði Trump, forsetaefni flokksins, því skóna að Selenskí vildi að Harris ynni í kosningunum í febrúar. „Mér finnst Selenskí magnaðasti sölumaður sögunnar. Í hvert sinn sem hann kemur til landsins gengur hann á brott með 60 milljarða dollara,“ sagði Trump á kosningafundi í Pennsylvaníu. „Hann vill svo mikið að [Demókratar] sigri í kosningunum.“ Trump hefur ítrekað hreykt sér af því að geta bundið enda á stíðið í Úkraínu komist hann aftur í Hvíta húsið. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Selenskí er nú í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum, meðal annars til að efla stuðning við Úkraínu og freista þess að fá ráðamenn til að samþykkja notkun langdrægra vopna gegn skotmörkum í Rússlandi. Hann mun verða viðstaddur nokkra fundi á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, auk þess að leggja fram „áætlun til sigurs“ fyrir Joe Biden Bandaríkjaforseta og forsetaefnin Kamölu Harris og Donald Trump. Í viðtalinu við Good Morning America, sem sýnt verður í dag, sagði Selenskí meðal annars að Vladimir Pútín Rússlandsforseti væri uggandi vegna innrásar Úkraínumanna í Kursk, þar sem herinn hefði tekið yfir meira en þúsund ferkílómetra svæði. Watch the full interview TOMORROW only on @GMA. https://t.co/y8q4DRPDDH— Good Morning America (@GMA) September 24, 2024 Selenskí sagði á Telegram að Bandaríkin hefðu gengt „úrslitahlutverki“ í því að standa vörð um frelsi um heim allan og lofaði bandaríska þingið og bæði Demókrataflokkinn og Repúblikanaflokkinn fyrir stuðning sinn við þann málstað. „Sterk Úkraína mun neyða Pútín að samningaborðinu,“ sagði Selenskí í viðtali við The New Yorker. „Ég er sannfærður um það.“ Hann gæti ekki hugsað þá hugsun til enda að njóta ekki stuðnings Bandaríkjamanna. Repúblikanaflokkurinn er klofinn í afstöðu sinni varðandi stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu og í gær gerði Trump, forsetaefni flokksins, því skóna að Selenskí vildi að Harris ynni í kosningunum í febrúar. „Mér finnst Selenskí magnaðasti sölumaður sögunnar. Í hvert sinn sem hann kemur til landsins gengur hann á brott með 60 milljarða dollara,“ sagði Trump á kosningafundi í Pennsylvaníu. „Hann vill svo mikið að [Demókratar] sigri í kosningunum.“ Trump hefur ítrekað hreykt sér af því að geta bundið enda á stíðið í Úkraínu komist hann aftur í Hvíta húsið.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira