Ísraelar gera umfangsmiklar loftárásir á skotmörk í Líbanon Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. september 2024 06:37 Konur lesa Kóraninn við grafir fallinna liðsmanna Hezbollah í úthverfi Líbanon. AP/Hussein Malla Herþotur Ísraelshers gerðu árásir á fjölda skotmarka í suðurhluta Líbanon í gærkvöldi, aðeins klukkustundum eftir að Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, hét hefndum fyrir sprengingar símboða og talstöðva liðsmanna samtakanna. Ísraelsher sagðist meðal annars hafa hæft hundruð eldflaugastæða, sem Hezbollah hefði ætlað að nota í náinni framtíð. Reuters hefur eftir heimildarmönnum í Líbanon að um hafi verið að ræða umfangsmestu loftárásir Ísraela gegn Hezbolla frá því að átök brutust út 7. október í fyrra. Nasrallah hótaði, sem fyrr segir, hefndum gegn Ísrael í gær, „þar sem menn ættu von á því og þar sem menn ættu ekki von á því“. Alls 37 létust og um 3.200 slösuðust þegar símboðar og talstöðvar notaðar af Hezbollah sprungu á þriðjudag og miðvikudag. Börn voru meðal látinna og slasaðra. Ísraelar hafa ekki lýst ábyrgðinni á hendur sér en höfðu áður gefið það út að markmið þeirra í yfirstandandi hernaðaraðgerðum hefðu verið útvíkkuð frá því að tortíma Hamas á Gasa og miðuðu nú einnig að því að koma íbúum í norðurhluta landsins aftur heim, sem hefðu þurft að flýja vegna árása Hezbollah. Nasrallah viðurkenndi að sprengingarnar í vikunni hefðu verið mikið áfall fyrir Hezbollah. Hann sagði að farið hefði verið yfir allar „rauðar línur“, lög og siðferði. Háttsettir sendifulltrúar Bandaríkjanna, Bretlands, Þýskalands, Frakklands og Ítalíu funduðu í París í gær. Von er á Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þangað í dag en hann hefur dvalið í Kaíró að ræða mögulegt vopnahlé á Gasa. Talsmaður Joe Biden Bandaríkjaforseta sagði forsetann enn telja möguleika á að ná fram vopnahléi en Hvíta húsið hefur varað alla aðila við því að grípa til stigmögnunar. Ástandið er þó afar viðkvæmt eftir sprengingarnar í vikunni og yfirlýsingar Ísraels um „nýjan fasa“ hernaðaraðgerða. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Fleiri fréttir Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Sjá meira
Ísraelsher sagðist meðal annars hafa hæft hundruð eldflaugastæða, sem Hezbollah hefði ætlað að nota í náinni framtíð. Reuters hefur eftir heimildarmönnum í Líbanon að um hafi verið að ræða umfangsmestu loftárásir Ísraela gegn Hezbolla frá því að átök brutust út 7. október í fyrra. Nasrallah hótaði, sem fyrr segir, hefndum gegn Ísrael í gær, „þar sem menn ættu von á því og þar sem menn ættu ekki von á því“. Alls 37 létust og um 3.200 slösuðust þegar símboðar og talstöðvar notaðar af Hezbollah sprungu á þriðjudag og miðvikudag. Börn voru meðal látinna og slasaðra. Ísraelar hafa ekki lýst ábyrgðinni á hendur sér en höfðu áður gefið það út að markmið þeirra í yfirstandandi hernaðaraðgerðum hefðu verið útvíkkuð frá því að tortíma Hamas á Gasa og miðuðu nú einnig að því að koma íbúum í norðurhluta landsins aftur heim, sem hefðu þurft að flýja vegna árása Hezbollah. Nasrallah viðurkenndi að sprengingarnar í vikunni hefðu verið mikið áfall fyrir Hezbollah. Hann sagði að farið hefði verið yfir allar „rauðar línur“, lög og siðferði. Háttsettir sendifulltrúar Bandaríkjanna, Bretlands, Þýskalands, Frakklands og Ítalíu funduðu í París í gær. Von er á Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þangað í dag en hann hefur dvalið í Kaíró að ræða mögulegt vopnahlé á Gasa. Talsmaður Joe Biden Bandaríkjaforseta sagði forsetann enn telja möguleika á að ná fram vopnahléi en Hvíta húsið hefur varað alla aðila við því að grípa til stigmögnunar. Ástandið er þó afar viðkvæmt eftir sprengingarnar í vikunni og yfirlýsingar Ísraels um „nýjan fasa“ hernaðaraðgerða.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Fleiri fréttir Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Sjá meira