Frambjóðandi Trump lýsti sér sem „svörtum nasista“ á klámsíðu Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2024 23:01 Mark Robinson var frambjóðandi Trump í forvali repúblikana í Norður-Karólínu. Hann líkti Robinson meðal annars við Martin Luther King. Vísir/EPA Ríkisstjóraefni Repúblikanaflokksins í Norður-Karólínu lýsti sjálfum sér sem „svörtum nasista“ og sagðist vilja endurvekja þrælahald á klámspjallsíðu. Hann segist ætla að halda framboði sínu til streitu þrátt fyrir uppljóstrarnirnar um ummælin. Mark Robinson, vararíkisstjóri Norður-Karólínu, á sér langa sögu um krassandi og meiðandi ummæli í gegnum tíðina. Hann hefur talað um samkynhneigt og trans fólk sem „óþverra“ og sagt að þungunarrof gengi út á að konur dræpu börnin sín vegna þess að þær gætu ekki haldið pilsinu upp um sig. Þetta kom þó ekki í veg fyrir að repúblikanar í Norður-Karólínu veldu Robinson sem frambjóðanda sinn til ríkisstjóra. Donald Trump hefur ítrekað lýst yfir stuðningi við Robinson og lýst honum sem „Martin Luther King á sterum“ með vísan til blökkumannaleiðtogans fræga. Ummæli Robinson á spjallborði klámsíðunnar „Nakta Afríka“ (e. Nude Africa) fyrir um tíu árum sem CNN-fréttastöðin greindi frá í kvöld virðast þó slá öllu öðru við sem frambjóðandinn hefur látið út úr sér opinberlega. Til í að kaupa sér þræla Þannig skrifaði Robinson „Ég er svartur NASISTI“ á spjallborðið í október árið 2010. Um sama leyti lýsti hann stuðningi við þrælahald. „Þrælahald er ekki svo slæmt. Sumt fólk þarf að vera þrælar. Ég vildi að þeir endurvektu það. Ég myndi sannarlega kaupa nokkra,“ sagði Robinson undir notendanafninu „minisoldr“ sem CNN náði að rekja til frambjóðandans. Tveimur árum síðar sagðist Robinson heldur kjósa Adolf Hitler, nasistaforingjann alræmda, en þáverandi ríkisstjórn Baracks Obama. „Ég tæki Hitler fram yfir þennan skít sem er í Washington núna!“ skrifaði Robinson. Þrátt fyrir að Robinson hafi farið hörðum orðum um trans fólk lýsti hann því á spjallborðinu að hann nyti þess að horfa á erótískt efni af trans fólki. Robinson með Trump á sviði í borginni Selmu um fimm vikum fyrir forvalskosningar í Norður-Karólínu í apríl.Vísir/Getty Ætlar að halda áfram og vinna Robinson neitaði því ítrekað við CNN að hann hefði skrifað skilaboðin svæsnu þrátt fyrir að tölvupóstfang sem hann notaði annars staðar á netinu hefði verið tengt aðganginum að klámsíðunni og að persónulegar upplýsingar sem notandinn minisoldr gaf upp á síðunni á sínum tíma pössuðu við Robinson. „Við höldum áfram í þessari kosningabaráttu. Við erum í henni til að vinna. Og ég veit að við munum gera það með ykkar hjálp,“ sagði Robinson í myndbandi til stuðningsfólks síns á samfélagsmiðlinum X áður en frétt CNN var birt. Hann minntist ekki á efni umfjöllunarinnar í færslunni en sagði að það sem haft yrði eftir honum fréttinni væru ekki hans orð. „Þið þekkið mín orð. Það þekkið mig sem manneskju.“ I wanted to take a minute to address the latest outrageous lies coming from my opponent’s dishonest campaign: #ncgov #ncpol pic.twitter.com/RtteVUiozr— Mark Robinson (@markrobinsonNC) September 19, 2024 Horfur Robinson virðast þó ekki góðar. Jafnvel áður en umfjöllun CNN birtist mældist Josh Stein, frambjóðandi demókrata, með um það bil tíu stiga forskot á Robinson í skoðanakönnunum þrátt fyrir að Trump og Kamala Harris séu svo gott sem jöfn í ríkinu. Sumir ráðgjafar repúblikana óttuðustu að Robinson gæti skaðað möguleika Trump, og annarra frambjóðenda flokksins, á að vinna í Norður-Karólínu Ætlaði Robinson sér að draga framboð sitt til baka þyrfti hann að gera það strax í dag samkvæmt ríkislögum í Norður-Karólínu, að sögn AP-fréttastofunnar. Bandaríkin Klám Donald Trump Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Mark Robinson, vararíkisstjóri Norður-Karólínu, á sér langa sögu um krassandi og meiðandi ummæli í gegnum tíðina. Hann hefur talað um samkynhneigt og trans fólk sem „óþverra“ og sagt að þungunarrof gengi út á að konur dræpu börnin sín vegna þess að þær gætu ekki haldið pilsinu upp um sig. Þetta kom þó ekki í veg fyrir að repúblikanar í Norður-Karólínu veldu Robinson sem frambjóðanda sinn til ríkisstjóra. Donald Trump hefur ítrekað lýst yfir stuðningi við Robinson og lýst honum sem „Martin Luther King á sterum“ með vísan til blökkumannaleiðtogans fræga. Ummæli Robinson á spjallborði klámsíðunnar „Nakta Afríka“ (e. Nude Africa) fyrir um tíu árum sem CNN-fréttastöðin greindi frá í kvöld virðast þó slá öllu öðru við sem frambjóðandinn hefur látið út úr sér opinberlega. Til í að kaupa sér þræla Þannig skrifaði Robinson „Ég er svartur NASISTI“ á spjallborðið í október árið 2010. Um sama leyti lýsti hann stuðningi við þrælahald. „Þrælahald er ekki svo slæmt. Sumt fólk þarf að vera þrælar. Ég vildi að þeir endurvektu það. Ég myndi sannarlega kaupa nokkra,“ sagði Robinson undir notendanafninu „minisoldr“ sem CNN náði að rekja til frambjóðandans. Tveimur árum síðar sagðist Robinson heldur kjósa Adolf Hitler, nasistaforingjann alræmda, en þáverandi ríkisstjórn Baracks Obama. „Ég tæki Hitler fram yfir þennan skít sem er í Washington núna!“ skrifaði Robinson. Þrátt fyrir að Robinson hafi farið hörðum orðum um trans fólk lýsti hann því á spjallborðinu að hann nyti þess að horfa á erótískt efni af trans fólki. Robinson með Trump á sviði í borginni Selmu um fimm vikum fyrir forvalskosningar í Norður-Karólínu í apríl.Vísir/Getty Ætlar að halda áfram og vinna Robinson neitaði því ítrekað við CNN að hann hefði skrifað skilaboðin svæsnu þrátt fyrir að tölvupóstfang sem hann notaði annars staðar á netinu hefði verið tengt aðganginum að klámsíðunni og að persónulegar upplýsingar sem notandinn minisoldr gaf upp á síðunni á sínum tíma pössuðu við Robinson. „Við höldum áfram í þessari kosningabaráttu. Við erum í henni til að vinna. Og ég veit að við munum gera það með ykkar hjálp,“ sagði Robinson í myndbandi til stuðningsfólks síns á samfélagsmiðlinum X áður en frétt CNN var birt. Hann minntist ekki á efni umfjöllunarinnar í færslunni en sagði að það sem haft yrði eftir honum fréttinni væru ekki hans orð. „Þið þekkið mín orð. Það þekkið mig sem manneskju.“ I wanted to take a minute to address the latest outrageous lies coming from my opponent’s dishonest campaign: #ncgov #ncpol pic.twitter.com/RtteVUiozr— Mark Robinson (@markrobinsonNC) September 19, 2024 Horfur Robinson virðast þó ekki góðar. Jafnvel áður en umfjöllun CNN birtist mældist Josh Stein, frambjóðandi demókrata, með um það bil tíu stiga forskot á Robinson í skoðanakönnunum þrátt fyrir að Trump og Kamala Harris séu svo gott sem jöfn í ríkinu. Sumir ráðgjafar repúblikana óttuðustu að Robinson gæti skaðað möguleika Trump, og annarra frambjóðenda flokksins, á að vinna í Norður-Karólínu Ætlaði Robinson sér að draga framboð sitt til baka þyrfti hann að gera það strax í dag samkvæmt ríkislögum í Norður-Karólínu, að sögn AP-fréttastofunnar.
Bandaríkin Klám Donald Trump Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira