Tuttugu konur saka Mohamed Al Fayed um kynferðisofbeldi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. september 2024 07:16 Konurnar lýsa Fayed sem skrýmsli. Getty/BBC News/Jeff Overs Um 20 konur hafa sakað Mohamed Al Fayed, fyrrverandi eiganda Harrods, um kynferðisofbeldi, þar af fimm um nauðgun. Þetta kemur fram í nýrri heimildarmynd BBC, Al Fayed: Predator at Harrods. Konurnar voru allar starfsmenn Harrods en árásirnar áttu sér stað í Lundúnum, París, St Tropez og Abu Dhabi. Samkvæmt rannsóknum BBC gripu þáverandi stjórnendur ekki til aðgerða fyrir konurnar heldur hylmdu yfir með eigandanum. Núverandi eigendur Harrods segjast miður sín vegna málsins og hafa beðið konurnar afsökunar. „Kóngulóarvefur spillingar og misnotkunar innan þessa fyrirtækis var ótrúlegur og afar myrkur,“ segir Bruce Drummond, lögmaður nokkurra kvennanna. Haft er eftir einni þeirra að hún hefði sagt mjög skýrt nei þegar Fayed nauðgaði henni í íbúð hans í Park Lane. Önnur sagðist hafa verið táningur þegar Fayed nauðgaði henni. Fayed lét smíða styttu til minningar um son sinn Dodi og Díönu prinsessu.Getty/Chris Radburn „Mohamed Al Fayed var skrýmsli, kynferðisbrotamaður án siðferðiskenndar,“ segir hún. Kaupsýslumaðurinn hafi verið með starfsmenn Harrods eins og leikföng. „Við vorum allar svo hræddar. Hann skapaði óttablandið andrúmsloft. Ef hann sagði „Hoppið“, þá spurðum við „Hversu hátt“?“ BBC hefur eftir öðrum fyrrverandi starfsmönnum að það hafi verið alveg ljóst hvað var í gangi. „Við horfðum allar á hvor aðra ganga í gegnum hurðina og hugsuðum: Greyið þú, það ert þú dag. Og gátum ekkert gert til að stoppa þetta.“ Margir muna eflaust eftir Fayed vegna tengsla hans við Díönu prinsessu en sonur hans Dodi lést í sama bílslysi og prinsessan. Fayed kemur þannig til að mynda fram sem persóna í þáttunum The Crown. Konurnar segja þá persónu hins vegar fjarri hinum raunverulega Fayed. „Hann var ógeðslegur,“ segir Sophia, sem var aðstoðarmaður Fayed á árunum 1988 til 1991. Hún segir hann hafa reynt að nauðga sér oftar en einu sinni. „Þetta gerir mig reiða,“ segir hún um þættina. „Fólk á ekki að minnast hans svona. Þetta er ekki sá sem hann var.“ BBC fjallaði um málið. Bretland Kynferðisofbeldi Kóngafólk Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Konurnar voru allar starfsmenn Harrods en árásirnar áttu sér stað í Lundúnum, París, St Tropez og Abu Dhabi. Samkvæmt rannsóknum BBC gripu þáverandi stjórnendur ekki til aðgerða fyrir konurnar heldur hylmdu yfir með eigandanum. Núverandi eigendur Harrods segjast miður sín vegna málsins og hafa beðið konurnar afsökunar. „Kóngulóarvefur spillingar og misnotkunar innan þessa fyrirtækis var ótrúlegur og afar myrkur,“ segir Bruce Drummond, lögmaður nokkurra kvennanna. Haft er eftir einni þeirra að hún hefði sagt mjög skýrt nei þegar Fayed nauðgaði henni í íbúð hans í Park Lane. Önnur sagðist hafa verið táningur þegar Fayed nauðgaði henni. Fayed lét smíða styttu til minningar um son sinn Dodi og Díönu prinsessu.Getty/Chris Radburn „Mohamed Al Fayed var skrýmsli, kynferðisbrotamaður án siðferðiskenndar,“ segir hún. Kaupsýslumaðurinn hafi verið með starfsmenn Harrods eins og leikföng. „Við vorum allar svo hræddar. Hann skapaði óttablandið andrúmsloft. Ef hann sagði „Hoppið“, þá spurðum við „Hversu hátt“?“ BBC hefur eftir öðrum fyrrverandi starfsmönnum að það hafi verið alveg ljóst hvað var í gangi. „Við horfðum allar á hvor aðra ganga í gegnum hurðina og hugsuðum: Greyið þú, það ert þú dag. Og gátum ekkert gert til að stoppa þetta.“ Margir muna eflaust eftir Fayed vegna tengsla hans við Díönu prinsessu en sonur hans Dodi lést í sama bílslysi og prinsessan. Fayed kemur þannig til að mynda fram sem persóna í þáttunum The Crown. Konurnar segja þá persónu hins vegar fjarri hinum raunverulega Fayed. „Hann var ógeðslegur,“ segir Sophia, sem var aðstoðarmaður Fayed á árunum 1988 til 1991. Hún segir hann hafa reynt að nauðga sér oftar en einu sinni. „Þetta gerir mig reiða,“ segir hún um þættina. „Fólk á ekki að minnast hans svona. Þetta er ekki sá sem hann var.“ BBC fjallaði um málið.
Bretland Kynferðisofbeldi Kóngafólk Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira