Segja ummæli Quang Le tilhæfulaus og ósönn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2024 15:19 Quang Le var bæði einn umsvifamesti veitingamaður landsins auk þess að reka gistiheimili í miðbæ Reykjavíkur. Hann er grunaður um mansal og skipulagða glæpastarfsemi. vísir Alþýðusamband Íslands sakar athafnamanninn Quang Le um rógburð í viðtali á Mbl.is þar sem hann vegi að einstökum starfsmönnum. Ummælin séu að öllu leyti tilhæfulaus og ósönn. Lögregla segir að viðamikilli rannsókn á málinu miða vel. Quang Le, sem breytti nafni sínu í Davíð Viðarsson, er sakaður um mansal, peningaþvætti og skipulagða brotastarfsemi í umfangsmiklu máli sem lögregla hefur til skoðunar. Quang Le hafnar öllum ásökunum í viðtali við Mbl.is en setur fram alvarlegar ásakanir í garð Alþýðusambands Íslands. Starfsmaður þess hafi hótað starfsfólki að vera vikið úr landi ef það bæri ekki sakir á Quang Le. Ólöglegur matvælalager og umfangsmikil lögregluaðgerð Málið má rekja til október í fyrra þegar matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur gerði óvænta úttekt á lager Vy-þrifa í eigu Quang Le. Í mars síðastliðnum réðst svo lögregla til umfangsmikilla aðgerða vegna rökstudds gruns um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og gruns um skipulagða brotastarfsemi. Nokkrir voru handteknir, þeirra á meðal Quang Le, kærasta hans og skyldmenni. Hann sat í gæsluvarðhaldi í fjórtán vikur vegna málsins. Meðal ásakana í garð Quang Le eru þær að hann hafi fengið starfsfólk til sín frá Víetnam gegn greiðslu og að hann hafi krafið starfsfólk sitt um að endurgreiða laun í reiðufé. Þá hefur karlmaður að nafni Davíð Viðarsson, sem hefur verið skráður faðir barna Quang Le í hálfan annan áratug, sagst brenndur af samskiptum sínum við Quang Le. Í viðtalinu við Mbl.is segir Quang Le að starfsmaður ASÍ hafi hótað starfsfólki Quang Le á veitingastöðunum sem hann rak. Þrýstingur af hendi ASÍ séu fóturinn fyrir ásökunum starfsfólks og sömuleiðis loforð þess efnis að fólk gæti sótt háar fjárhæðir í þrotabú fyrirtækja hans. Þau hafa hvert á fætur öðrum farið í gjaldþrot á árinu á meðan Quang Le var í gæsluvarðhaldi. „En það sem skiptir mestu í þessu er það að ASÍ sagði við starfsfólkið að það væri með falsaða gráðu og hótaði að reka fólk úr landi. En ef það myndi spila með gegn mér þá myndi fólk fá að starfa áfram á Íslandi og gera það sem það vill. Alltaf var þessi undirliggjandi hótun um að reka fólk úr landi,“ segir Quang Le í viðtalinu. Frænka hans hafi verið meðal þeirra sem fengu hótun frá ASÍ og því sagst hafa greitt Quang Le háar fjárhæðir til að koma til Íslands frá Víetnam. „Þetta kemur allt frá ASÍ. Sami maðurinn þar sagði þeim frá þessu. Hann gerði þeim í raun tilboð í staðinn fyrir að segja frá. Og að auki lofaði hann þeim að þau yrðu ekki flutt úr landi.“ „Öllu leyti tilhæfulaus ummæli“ Alþýðusamband Íslands sendi frá sér yfirlýsingu um þrjúleytið vegna ummæla Quang Le í viðtalinu. „Á fréttavefnum mbl.is eru í dag, 18. september 2024, birt miður vönduð og ósönn ummæli kaupsýslumannsins Quang Le um starfshætti Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og vinnustaðaeftirlitsfulltrúa. Einnig er vegið að einstökum starfsmönnum með rógburði. Ummæli þessi eru að öllu leyti tilhæfulaus og ósönn,“ segir í yfirlýsingunni. „ASÍ ber fullt traust til vinnustaðaeftirlitsfulltrúa sinna og er stolt af þeim árangri sem náðst hefur undanfarin misseri í baráttunni gegn mansali og misneytingu á íslenskum vinnumarkaði. Handtaka Quang Le og aðgerðir gegn honum og öðrum sem tengjast málinu eru á ábyrgð lögreglu og í þar til gerðum farvegi.“ Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ og Halldór Oddsson sviðsstjóri lögfræði- og vinnumarkaðssviðs ASÍ skrifa undir yfirlýsinguna. Einhverjar vikur eftir af rannsókn Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að rannsókn málsins hjá lögreglu sé mjög viðamikil en miði vel. Hann segir að líklega muni einhverjar vikur líða áður en málið fer frá lögreglu á borð Héraðssaksóknara, sem muni svo ákveða hvort ákæra verði gefin út í málinu. Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Lögreglumál ASÍ Vinnumarkaður Tengdar fréttir Quang Le hakkaður á Facebook Óþekktur aðili hefur komist yfir Facebook-aðgang veitingamannsins Quang Le, sem breytti nafni sínu í Davíð Viðarsson í fyrra. Viðkomandi hefur tekið sig til og birt skjáskot af ýmsum upplýsingum um veitingamanninn á Facebook-síðu hans. 30. apríl 2024 11:31 Sakborningum í máli Quang Le fjölgar Sakborningar í máli veitingamannsins Quangs Lé eru nú orðnir tólf talsins. Þrír fengu stöðu sakbornings í málinu eftir húsleit lögreglu á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í byrjun maímánaðar. 20. júní 2024 17:18 Félag í eigu Quang Lé gjaldþrota Vietnamese Cuisine ehf, félag í eigu Quang Lé, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 4. júní 2024 14:06 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Quang Le, sem breytti nafni sínu í Davíð Viðarsson, er sakaður um mansal, peningaþvætti og skipulagða brotastarfsemi í umfangsmiklu máli sem lögregla hefur til skoðunar. Quang Le hafnar öllum ásökunum í viðtali við Mbl.is en setur fram alvarlegar ásakanir í garð Alþýðusambands Íslands. Starfsmaður þess hafi hótað starfsfólki að vera vikið úr landi ef það bæri ekki sakir á Quang Le. Ólöglegur matvælalager og umfangsmikil lögregluaðgerð Málið má rekja til október í fyrra þegar matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur gerði óvænta úttekt á lager Vy-þrifa í eigu Quang Le. Í mars síðastliðnum réðst svo lögregla til umfangsmikilla aðgerða vegna rökstudds gruns um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og gruns um skipulagða brotastarfsemi. Nokkrir voru handteknir, þeirra á meðal Quang Le, kærasta hans og skyldmenni. Hann sat í gæsluvarðhaldi í fjórtán vikur vegna málsins. Meðal ásakana í garð Quang Le eru þær að hann hafi fengið starfsfólk til sín frá Víetnam gegn greiðslu og að hann hafi krafið starfsfólk sitt um að endurgreiða laun í reiðufé. Þá hefur karlmaður að nafni Davíð Viðarsson, sem hefur verið skráður faðir barna Quang Le í hálfan annan áratug, sagst brenndur af samskiptum sínum við Quang Le. Í viðtalinu við Mbl.is segir Quang Le að starfsmaður ASÍ hafi hótað starfsfólki Quang Le á veitingastöðunum sem hann rak. Þrýstingur af hendi ASÍ séu fóturinn fyrir ásökunum starfsfólks og sömuleiðis loforð þess efnis að fólk gæti sótt háar fjárhæðir í þrotabú fyrirtækja hans. Þau hafa hvert á fætur öðrum farið í gjaldþrot á árinu á meðan Quang Le var í gæsluvarðhaldi. „En það sem skiptir mestu í þessu er það að ASÍ sagði við starfsfólkið að það væri með falsaða gráðu og hótaði að reka fólk úr landi. En ef það myndi spila með gegn mér þá myndi fólk fá að starfa áfram á Íslandi og gera það sem það vill. Alltaf var þessi undirliggjandi hótun um að reka fólk úr landi,“ segir Quang Le í viðtalinu. Frænka hans hafi verið meðal þeirra sem fengu hótun frá ASÍ og því sagst hafa greitt Quang Le háar fjárhæðir til að koma til Íslands frá Víetnam. „Þetta kemur allt frá ASÍ. Sami maðurinn þar sagði þeim frá þessu. Hann gerði þeim í raun tilboð í staðinn fyrir að segja frá. Og að auki lofaði hann þeim að þau yrðu ekki flutt úr landi.“ „Öllu leyti tilhæfulaus ummæli“ Alþýðusamband Íslands sendi frá sér yfirlýsingu um þrjúleytið vegna ummæla Quang Le í viðtalinu. „Á fréttavefnum mbl.is eru í dag, 18. september 2024, birt miður vönduð og ósönn ummæli kaupsýslumannsins Quang Le um starfshætti Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og vinnustaðaeftirlitsfulltrúa. Einnig er vegið að einstökum starfsmönnum með rógburði. Ummæli þessi eru að öllu leyti tilhæfulaus og ósönn,“ segir í yfirlýsingunni. „ASÍ ber fullt traust til vinnustaðaeftirlitsfulltrúa sinna og er stolt af þeim árangri sem náðst hefur undanfarin misseri í baráttunni gegn mansali og misneytingu á íslenskum vinnumarkaði. Handtaka Quang Le og aðgerðir gegn honum og öðrum sem tengjast málinu eru á ábyrgð lögreglu og í þar til gerðum farvegi.“ Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ og Halldór Oddsson sviðsstjóri lögfræði- og vinnumarkaðssviðs ASÍ skrifa undir yfirlýsinguna. Einhverjar vikur eftir af rannsókn Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að rannsókn málsins hjá lögreglu sé mjög viðamikil en miði vel. Hann segir að líklega muni einhverjar vikur líða áður en málið fer frá lögreglu á borð Héraðssaksóknara, sem muni svo ákveða hvort ákæra verði gefin út í málinu.
Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Lögreglumál ASÍ Vinnumarkaður Tengdar fréttir Quang Le hakkaður á Facebook Óþekktur aðili hefur komist yfir Facebook-aðgang veitingamannsins Quang Le, sem breytti nafni sínu í Davíð Viðarsson í fyrra. Viðkomandi hefur tekið sig til og birt skjáskot af ýmsum upplýsingum um veitingamanninn á Facebook-síðu hans. 30. apríl 2024 11:31 Sakborningum í máli Quang Le fjölgar Sakborningar í máli veitingamannsins Quangs Lé eru nú orðnir tólf talsins. Þrír fengu stöðu sakbornings í málinu eftir húsleit lögreglu á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í byrjun maímánaðar. 20. júní 2024 17:18 Félag í eigu Quang Lé gjaldþrota Vietnamese Cuisine ehf, félag í eigu Quang Lé, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 4. júní 2024 14:06 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Quang Le hakkaður á Facebook Óþekktur aðili hefur komist yfir Facebook-aðgang veitingamannsins Quang Le, sem breytti nafni sínu í Davíð Viðarsson í fyrra. Viðkomandi hefur tekið sig til og birt skjáskot af ýmsum upplýsingum um veitingamanninn á Facebook-síðu hans. 30. apríl 2024 11:31
Sakborningum í máli Quang Le fjölgar Sakborningar í máli veitingamannsins Quangs Lé eru nú orðnir tólf talsins. Þrír fengu stöðu sakbornings í málinu eftir húsleit lögreglu á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í byrjun maímánaðar. 20. júní 2024 17:18
Félag í eigu Quang Lé gjaldþrota Vietnamese Cuisine ehf, félag í eigu Quang Lé, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 4. júní 2024 14:06
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent