Segir Vinstri græn hafa þröngvað Guðrúnu til lögbrots Jakob Bjarnar skrifar 17. september 2024 11:25 Haukur er afgerandi í tali, hann segir nú Vinstri græn í tvígang hafa neytt ríkisstjórnina til lögbrota meðan nærtækara hefði verið ef hún hefði einfaldlega slitið samstarfinu. vísir/vilhelm/aðsend Eins og lýðum má ljóst vera gaf Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra út skipan um að brottflutningi hins ellefu ára Yazan frá Palestínu sem er með Duchenne sjúkdóminn yrði frestað. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir engan vafa á leika að þar með hafi hún framið lögbrot. Nú standa yfir mótmæli þar sem brottflutningi Yazans er mótmælt harðlega. Ríkisstjórnin er að ræða málefni hans sérstaklega en Guðrún hefur gefið það út að hún hafi viljað taka tillit til sjónarmiða formanns VG, Guðmundar Inga Guðbrandssonar félags- og vinnumarkaðsráðherra, sem vildi ræða málið betur. Guðrún ekki æðsta vald í útlendingamálum Haukur segist verða að hryggja vini sína með því að segja að hér sé á ferðinni lögbrot og áníðsla stjórmálanna gagnvart framkvæmdavaldinu og stjórnsýslunni. Þetta gerir hann á Facebook-síðu sinni: „Gildir einu hvort málið er jákvætt og vinsælt eða ekki - munum að ofbeldi stjórnmálamanna er einvörðungu framið þegar þeir reyna að trekkja að sér atkvæði og klekkja á óvinum sínum,“ segir Haukur. Hann bendir á að stjórnsýslan framkvæmi lögin og æðsta stjórnsýsla hennar í þessu dæmi sé úrskurðarnefnd um útlendingamál. „Tökum eftir að dómsmálaráðherra er ekki æðsta vald í útlendingamálum. Alþingi treysti faglegri nefnd betur. Ákvörðun hefur verið tekin af til þess bæru yfirvaldi, sem stendur.“ Vinstri græn neyði ríkisstjórnina til lögbrota Haukur segir það einkenna suma stjórmálamenn að þeir vilji grípa inn í með ofbeldi Þetta eigi sér yfirleitt ekki stað í vestrænu lýðræði en sé hins vegar einkenni á alræðisríkjum. Þar gildi stjórnmálin en stjórnsýslulög gildi og séu tákn um virkt lýðræði og þrískiptingu ríkisvaldsins. „Þingmenn Vinstri grænna hafa tvisvar níðst á valdi framkvæmdarvaldsins varðandi hvalveiðar og virðast nú hafa sett ríkisstjórninni stólinn fyrir dyrnar. Ég sem stjórnsýslufræðingur verð að segja að ríkisstjórnin hefði ekki átt að láta neyða sig til lögbrota. Hún hefði frekar átt að fara frá. Við verðum að búa í réttarríki.“ Haukur segir svo réttvísina blinda í þessu máli sem sé svo annað mál. Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Fleiri fréttir Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Sjá meira
Nú standa yfir mótmæli þar sem brottflutningi Yazans er mótmælt harðlega. Ríkisstjórnin er að ræða málefni hans sérstaklega en Guðrún hefur gefið það út að hún hafi viljað taka tillit til sjónarmiða formanns VG, Guðmundar Inga Guðbrandssonar félags- og vinnumarkaðsráðherra, sem vildi ræða málið betur. Guðrún ekki æðsta vald í útlendingamálum Haukur segist verða að hryggja vini sína með því að segja að hér sé á ferðinni lögbrot og áníðsla stjórmálanna gagnvart framkvæmdavaldinu og stjórnsýslunni. Þetta gerir hann á Facebook-síðu sinni: „Gildir einu hvort málið er jákvætt og vinsælt eða ekki - munum að ofbeldi stjórnmálamanna er einvörðungu framið þegar þeir reyna að trekkja að sér atkvæði og klekkja á óvinum sínum,“ segir Haukur. Hann bendir á að stjórnsýslan framkvæmi lögin og æðsta stjórnsýsla hennar í þessu dæmi sé úrskurðarnefnd um útlendingamál. „Tökum eftir að dómsmálaráðherra er ekki æðsta vald í útlendingamálum. Alþingi treysti faglegri nefnd betur. Ákvörðun hefur verið tekin af til þess bæru yfirvaldi, sem stendur.“ Vinstri græn neyði ríkisstjórnina til lögbrota Haukur segir það einkenna suma stjórmálamenn að þeir vilji grípa inn í með ofbeldi Þetta eigi sér yfirleitt ekki stað í vestrænu lýðræði en sé hins vegar einkenni á alræðisríkjum. Þar gildi stjórnmálin en stjórnsýslulög gildi og séu tákn um virkt lýðræði og þrískiptingu ríkisvaldsins. „Þingmenn Vinstri grænna hafa tvisvar níðst á valdi framkvæmdarvaldsins varðandi hvalveiðar og virðast nú hafa sett ríkisstjórninni stólinn fyrir dyrnar. Ég sem stjórnsýslufræðingur verð að segja að ríkisstjórnin hefði ekki átt að láta neyða sig til lögbrota. Hún hefði frekar átt að fara frá. Við verðum að búa í réttarríki.“ Haukur segir svo réttvísina blinda í þessu máli sem sé svo annað mál.
Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Fleiri fréttir Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Sjá meira