Segir Vinstri græn hafa þröngvað Guðrúnu til lögbrots Jakob Bjarnar skrifar 17. september 2024 11:25 Haukur er afgerandi í tali, hann segir nú Vinstri græn í tvígang hafa neytt ríkisstjórnina til lögbrota meðan nærtækara hefði verið ef hún hefði einfaldlega slitið samstarfinu. vísir/vilhelm/aðsend Eins og lýðum má ljóst vera gaf Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra út skipan um að brottflutningi hins ellefu ára Yazan frá Palestínu sem er með Duchenne sjúkdóminn yrði frestað. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir engan vafa á leika að þar með hafi hún framið lögbrot. Nú standa yfir mótmæli þar sem brottflutningi Yazans er mótmælt harðlega. Ríkisstjórnin er að ræða málefni hans sérstaklega en Guðrún hefur gefið það út að hún hafi viljað taka tillit til sjónarmiða formanns VG, Guðmundar Inga Guðbrandssonar félags- og vinnumarkaðsráðherra, sem vildi ræða málið betur. Guðrún ekki æðsta vald í útlendingamálum Haukur segist verða að hryggja vini sína með því að segja að hér sé á ferðinni lögbrot og áníðsla stjórmálanna gagnvart framkvæmdavaldinu og stjórnsýslunni. Þetta gerir hann á Facebook-síðu sinni: „Gildir einu hvort málið er jákvætt og vinsælt eða ekki - munum að ofbeldi stjórnmálamanna er einvörðungu framið þegar þeir reyna að trekkja að sér atkvæði og klekkja á óvinum sínum,“ segir Haukur. Hann bendir á að stjórnsýslan framkvæmi lögin og æðsta stjórnsýsla hennar í þessu dæmi sé úrskurðarnefnd um útlendingamál. „Tökum eftir að dómsmálaráðherra er ekki æðsta vald í útlendingamálum. Alþingi treysti faglegri nefnd betur. Ákvörðun hefur verið tekin af til þess bæru yfirvaldi, sem stendur.“ Vinstri græn neyði ríkisstjórnina til lögbrota Haukur segir það einkenna suma stjórmálamenn að þeir vilji grípa inn í með ofbeldi Þetta eigi sér yfirleitt ekki stað í vestrænu lýðræði en sé hins vegar einkenni á alræðisríkjum. Þar gildi stjórnmálin en stjórnsýslulög gildi og séu tákn um virkt lýðræði og þrískiptingu ríkisvaldsins. „Þingmenn Vinstri grænna hafa tvisvar níðst á valdi framkvæmdarvaldsins varðandi hvalveiðar og virðast nú hafa sett ríkisstjórninni stólinn fyrir dyrnar. Ég sem stjórnsýslufræðingur verð að segja að ríkisstjórnin hefði ekki átt að láta neyða sig til lögbrota. Hún hefði frekar átt að fara frá. Við verðum að búa í réttarríki.“ Haukur segir svo réttvísina blinda í þessu máli sem sé svo annað mál. Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Mest lesið Vill hætta við nýja brú yfir Ölfusá og spara milljarða króna Innlent 21 árs konu bjargað á Gasa tíu árum eftir að henni var rænt Erlent Starfsfólk Ítalíu vill bíl Eflingar burt Innlent Lögmaður eiginkonunnar fyrrverandi segir lögreglu ljúga Innlent Býst við þremur áminningum til og hjólar í lögmannanefnd Innlent Níu ára stúlka sem féll niður loftræstistokk á rétt á skaðabótum Innlent Loftmyndir opna nýtt og einstakt þrívíddarkort af Íslandi Innlent List í anda frægustu orða Vigdísar og allar slaufurnar á sama stað Innlent Þrettán fengið samtals 512 eldri orlofsdaga greidda við starfslok Innlent Kynferðisleg svefnröskun hélt ekki vatni Innlent Fleiri fréttir Rangt að aðeins læknir hafi haft aðgang að gögnum úr sjúkraskrá Ábendingarnar verði teknar alvarlega Hætta rannsókn á mútumálinu á Selfossi Þrettán fengið samtals 512 eldri orlofsdaga greidda við starfslok Ökumanns hvítrar Teslu enn leitað Starfsfólk Ítalíu vill bíl Eflingar burt „Hönnun er í raun og veru allt í kringum okkur“ Rjúpnaveiðitímabilið 25 til 58 dagar eftir svæðum Vill hætta við nýja brú yfir Ölfusá og spara milljarða króna Níu ára stúlka sem féll niður loftræstistokk á rétt á skaðabótum „Laxaastmi“ tekinn alvarlega fyrir vestan Loftmyndir opna nýtt og einstakt þrívíddarkort af Íslandi Býst við þremur áminningum til og hjólar í lögmannanefnd List í anda frægustu orða Vigdísar og allar slaufurnar á sama stað Stilltu til friðar í slagsmálum fyrir utan skemmtistað Lögmaður eiginkonunnar fyrrverandi segir lögreglu ljúga Vísar orðum Jóns um nýja Ölfusárbrú á bug Þrír í haldi í fíkniefnamáli Hér sést risaþotan taka á loft frá Keflavíkurflugvelli Keyrt á tvo unga drengi Minnast Bryndísar Klöru með tónleikum: „Fallegt hvað allir stóðu saman“ Kynferðisleg svefnröskun hélt ekki vatni Féll af steini við Seljalandsfoss Heilsugæslan til rannsóknar og síðasta farþegaflug júmbóþotu Kaldasti september frá árinu 2005 Hefja frumkvæðisathugun á Heilsugæslunni Segir nákvæmlega ekkert að óttast við atkvæðagreiðsluna Ótrúverðugar skýringar í nauðgunarmáli Alelda bíll á Reykjanesbraut Leita tveggja vegna banaslyssins á Sæbraut Sjá meira
Nú standa yfir mótmæli þar sem brottflutningi Yazans er mótmælt harðlega. Ríkisstjórnin er að ræða málefni hans sérstaklega en Guðrún hefur gefið það út að hún hafi viljað taka tillit til sjónarmiða formanns VG, Guðmundar Inga Guðbrandssonar félags- og vinnumarkaðsráðherra, sem vildi ræða málið betur. Guðrún ekki æðsta vald í útlendingamálum Haukur segist verða að hryggja vini sína með því að segja að hér sé á ferðinni lögbrot og áníðsla stjórmálanna gagnvart framkvæmdavaldinu og stjórnsýslunni. Þetta gerir hann á Facebook-síðu sinni: „Gildir einu hvort málið er jákvætt og vinsælt eða ekki - munum að ofbeldi stjórnmálamanna er einvörðungu framið þegar þeir reyna að trekkja að sér atkvæði og klekkja á óvinum sínum,“ segir Haukur. Hann bendir á að stjórnsýslan framkvæmi lögin og æðsta stjórnsýsla hennar í þessu dæmi sé úrskurðarnefnd um útlendingamál. „Tökum eftir að dómsmálaráðherra er ekki æðsta vald í útlendingamálum. Alþingi treysti faglegri nefnd betur. Ákvörðun hefur verið tekin af til þess bæru yfirvaldi, sem stendur.“ Vinstri græn neyði ríkisstjórnina til lögbrota Haukur segir það einkenna suma stjórmálamenn að þeir vilji grípa inn í með ofbeldi Þetta eigi sér yfirleitt ekki stað í vestrænu lýðræði en sé hins vegar einkenni á alræðisríkjum. Þar gildi stjórnmálin en stjórnsýslulög gildi og séu tákn um virkt lýðræði og þrískiptingu ríkisvaldsins. „Þingmenn Vinstri grænna hafa tvisvar níðst á valdi framkvæmdarvaldsins varðandi hvalveiðar og virðast nú hafa sett ríkisstjórninni stólinn fyrir dyrnar. Ég sem stjórnsýslufræðingur verð að segja að ríkisstjórnin hefði ekki átt að láta neyða sig til lögbrota. Hún hefði frekar átt að fara frá. Við verðum að búa í réttarríki.“ Haukur segir svo réttvísina blinda í þessu máli sem sé svo annað mál.
Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Mest lesið Vill hætta við nýja brú yfir Ölfusá og spara milljarða króna Innlent 21 árs konu bjargað á Gasa tíu árum eftir að henni var rænt Erlent Starfsfólk Ítalíu vill bíl Eflingar burt Innlent Lögmaður eiginkonunnar fyrrverandi segir lögreglu ljúga Innlent Býst við þremur áminningum til og hjólar í lögmannanefnd Innlent Níu ára stúlka sem féll niður loftræstistokk á rétt á skaðabótum Innlent Loftmyndir opna nýtt og einstakt þrívíddarkort af Íslandi Innlent List í anda frægustu orða Vigdísar og allar slaufurnar á sama stað Innlent Þrettán fengið samtals 512 eldri orlofsdaga greidda við starfslok Innlent Kynferðisleg svefnröskun hélt ekki vatni Innlent Fleiri fréttir Rangt að aðeins læknir hafi haft aðgang að gögnum úr sjúkraskrá Ábendingarnar verði teknar alvarlega Hætta rannsókn á mútumálinu á Selfossi Þrettán fengið samtals 512 eldri orlofsdaga greidda við starfslok Ökumanns hvítrar Teslu enn leitað Starfsfólk Ítalíu vill bíl Eflingar burt „Hönnun er í raun og veru allt í kringum okkur“ Rjúpnaveiðitímabilið 25 til 58 dagar eftir svæðum Vill hætta við nýja brú yfir Ölfusá og spara milljarða króna Níu ára stúlka sem féll niður loftræstistokk á rétt á skaðabótum „Laxaastmi“ tekinn alvarlega fyrir vestan Loftmyndir opna nýtt og einstakt þrívíddarkort af Íslandi Býst við þremur áminningum til og hjólar í lögmannanefnd List í anda frægustu orða Vigdísar og allar slaufurnar á sama stað Stilltu til friðar í slagsmálum fyrir utan skemmtistað Lögmaður eiginkonunnar fyrrverandi segir lögreglu ljúga Vísar orðum Jóns um nýja Ölfusárbrú á bug Þrír í haldi í fíkniefnamáli Hér sést risaþotan taka á loft frá Keflavíkurflugvelli Keyrt á tvo unga drengi Minnast Bryndísar Klöru með tónleikum: „Fallegt hvað allir stóðu saman“ Kynferðisleg svefnröskun hélt ekki vatni Féll af steini við Seljalandsfoss Heilsugæslan til rannsóknar og síðasta farþegaflug júmbóþotu Kaldasti september frá árinu 2005 Hefja frumkvæðisathugun á Heilsugæslunni Segir nákvæmlega ekkert að óttast við atkvæðagreiðsluna Ótrúverðugar skýringar í nauðgunarmáli Alelda bíll á Reykjanesbraut Leita tveggja vegna banaslyssins á Sæbraut Sjá meira