Lamdi mótframbjóðanda með stól í kappræðum Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2024 14:37 Atena (t.v.) missti stjórn á sér og sveiflaði stól í síðuna á Marçal (t.h.). Skjáskot Sjónvarpskappræður frambjóðenda til borgarstjóra Sao Paulo leystust upp í glundroða þegar einn þeirra réðst á annan með stól. Sá sem varð fyrir árásinni hafði boðað að hann ætlaði að hleypa kappræðunum upp fyrir fram. Pablo Marçal er áhrifavaldur sem prangar sjálfshjálparspeki upp á fylgjendur sína á samfélagsmiðlum. Hann er einnig í framboði fyrir hægriflokkinn Endurnýjunarflokk alþýðu í borgarastjórakosningunum í Sao Paulo, stærstu borg Brasilíu, og háir kosningabaráttu sína með gífuryrðum. Fyrir kappræðurnar í gær hafði Marçal sagt að hann ætlaði sér að koma José Luiz Datena, fréttaþuli og mótframbjóðanda hans, úr jafnvægi og bola honum úr baráttunni. Í kappræðunum varð Marçal þannig tíðrætt um ásakanir á hendur Datena um kynferðislega áreitni þrátt fyrir að þær ásakanir hefðu verið dregnar til baka, að sögn Washington Post. Datena mislíkaði þetta og sakaði Marçal um að spilla fyrir kappræðunum og breyta þeim í samfélagsmiðlasýningu. Krafðist hann þess að Marçal drægi ummæli sín til baka í ljósi þess að ásakanirnar hefðu legið þungt á fjölskyldu hans. Því tók Marçal fálega og sagði Datena ekki geta staðið við stóru orðin. „Þú nálgaðist mig einu sinni á kappræðum til þess að slá mig en þú ert ekki einu sinni nógu mikill maður til þess að gera það,“ sagði Marçal. Við það virtist Datena snöggreiðast og sló hann Marçal með stól í bakið í miðri útsendingu. Marçal var fluttur á sjúkrahús og sögðu aðstoðarmenn hans að hann hefði rifbreinsbrotnað við höggið. Þá hefði fingur farið úr lið. Réð ekki við sig Marçal líkti atlögu Datena við stunguárás á Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta, árið 2018 og banatilræði við Donald Trump í sumar. „Af hverju er svona mikið hatur?“ sagði Marçal á samfélagsmiðlafærslu. Datena sagði fréttamönnum eftir kappræðurnar að ásakanirnar sem Marçal tók endurtekið upp væru honum sérstaklega sárar því hann teldi að þær hafi orðið til þess að tengdamóðir hans fékk nokkur hjartaáföll og lést síðar, að sögn AP-fréttastofunnar. „Ég missti mig, því miður. Ég hefði einfadlega getað yfirgefið kappræðurnar, farið heim, sem hefði verið mun betra. En alveg eins og ég græt, sem eru mannleg viðbrögð, þá voru þetta mannleg viðbrögð sem ég réð ekki við.“ Brasilía Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana Sjá meira
Pablo Marçal er áhrifavaldur sem prangar sjálfshjálparspeki upp á fylgjendur sína á samfélagsmiðlum. Hann er einnig í framboði fyrir hægriflokkinn Endurnýjunarflokk alþýðu í borgarastjórakosningunum í Sao Paulo, stærstu borg Brasilíu, og háir kosningabaráttu sína með gífuryrðum. Fyrir kappræðurnar í gær hafði Marçal sagt að hann ætlaði sér að koma José Luiz Datena, fréttaþuli og mótframbjóðanda hans, úr jafnvægi og bola honum úr baráttunni. Í kappræðunum varð Marçal þannig tíðrætt um ásakanir á hendur Datena um kynferðislega áreitni þrátt fyrir að þær ásakanir hefðu verið dregnar til baka, að sögn Washington Post. Datena mislíkaði þetta og sakaði Marçal um að spilla fyrir kappræðunum og breyta þeim í samfélagsmiðlasýningu. Krafðist hann þess að Marçal drægi ummæli sín til baka í ljósi þess að ásakanirnar hefðu legið þungt á fjölskyldu hans. Því tók Marçal fálega og sagði Datena ekki geta staðið við stóru orðin. „Þú nálgaðist mig einu sinni á kappræðum til þess að slá mig en þú ert ekki einu sinni nógu mikill maður til þess að gera það,“ sagði Marçal. Við það virtist Datena snöggreiðast og sló hann Marçal með stól í bakið í miðri útsendingu. Marçal var fluttur á sjúkrahús og sögðu aðstoðarmenn hans að hann hefði rifbreinsbrotnað við höggið. Þá hefði fingur farið úr lið. Réð ekki við sig Marçal líkti atlögu Datena við stunguárás á Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta, árið 2018 og banatilræði við Donald Trump í sumar. „Af hverju er svona mikið hatur?“ sagði Marçal á samfélagsmiðlafærslu. Datena sagði fréttamönnum eftir kappræðurnar að ásakanirnar sem Marçal tók endurtekið upp væru honum sérstaklega sárar því hann teldi að þær hafi orðið til þess að tengdamóðir hans fékk nokkur hjartaáföll og lést síðar, að sögn AP-fréttastofunnar. „Ég missti mig, því miður. Ég hefði einfadlega getað yfirgefið kappræðurnar, farið heim, sem hefði verið mun betra. En alveg eins og ég græt, sem eru mannleg viðbrögð, þá voru þetta mannleg viðbrögð sem ég réð ekki við.“
Brasilía Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana Sjá meira