Jökull: „Gátum verið þakklátir fyrir 0-0 í hálfleik“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 15. september 2024 16:48 Jökull Elísabetarson er þjálfari Stjörnumanna. Hann sá sína menn landa sigri í lokin. vísir/Diego Stjarnan vann 1-0 sigur á Vestra í lokaumferð deildarkeppni Bestu deildarinnar í dag. Leikurinn var heldur bragðdaufur en Stjarnan skoraði úr víti eftir 88 mínútur. Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, ræddi við Vísi eftir leik og var sáttur við sigurinn. Hann viðurkenndi að tilfinningin væri góð að fá svona mark í lokin. „Þetta var erfiður leikur eins og við bjuggumst við. Vorum full slappir meirihlutann af fyrri hálfleik og að einhverju leiti gátum við verið þakklátir fyrir að fara inní hálfleikinn með 0-0. Frábært mark sem við skorum, frábær sókn og frábær sending. Við erum mjög ánægðir með þennan sigur,“ sagði Jökull. Vestri byrjuðu mun betur og hefðu auðveldlega getað skorað snemma leiks. Jökull tók ekki undir það að byrjunin hafi verið vonbrigði. „Það er stundum svona. Þurfum að komast í gegnum það og ná okkur upp. Það eiga allir sína off daga og leiki. Mér fannst ekkert svona afgerandi til að hafa áhyggjur af. Þetta var off dagur og það var sterkt að halda hreinu. Þetta er þriðji leikurinn í röð sem við höldum hreinu. Frábært að klára þennan leik.“ sagði Jökull. Sigurinn þýðir að Stjarnan stekkur uppí fimmta sætið eftir deildarkeppnina. Jökull vildi að menn myndi halda fótunum á jörðinni. „Við erum svo leiðilegir að við tölum alltaf bara um að taka eitthvað úr þessum leik og inní þann næsta. Fimmta sætið gefur okkur heimaleik gegn grasliðunum sem er bara ágætt.“ Sigurður Gunnar Jónsson varnarmaður Stjörnunnar vakti athygli í dag fyrir frammistöðu sína en þessi tvítugi miðverji átti góðan leik í hjarta varnarinnar. „Siggi er ekki bara góður leikmaður heldur líka með afgerandi hugarfar. Mjög öflugur karakter. Hann á bara eftir að verða betri. Hann hefur spilað alla þessa leiki sem við höfum haldið hreinu í röð. Auðvitað frábært fyrir hann að vera hluti af því og hann á svo sannarlega þátt í því.“ sagði Jökull að lokum Besta deild karla Stjarnan Vestri Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, ræddi við Vísi eftir leik og var sáttur við sigurinn. Hann viðurkenndi að tilfinningin væri góð að fá svona mark í lokin. „Þetta var erfiður leikur eins og við bjuggumst við. Vorum full slappir meirihlutann af fyrri hálfleik og að einhverju leiti gátum við verið þakklátir fyrir að fara inní hálfleikinn með 0-0. Frábært mark sem við skorum, frábær sókn og frábær sending. Við erum mjög ánægðir með þennan sigur,“ sagði Jökull. Vestri byrjuðu mun betur og hefðu auðveldlega getað skorað snemma leiks. Jökull tók ekki undir það að byrjunin hafi verið vonbrigði. „Það er stundum svona. Þurfum að komast í gegnum það og ná okkur upp. Það eiga allir sína off daga og leiki. Mér fannst ekkert svona afgerandi til að hafa áhyggjur af. Þetta var off dagur og það var sterkt að halda hreinu. Þetta er þriðji leikurinn í röð sem við höldum hreinu. Frábært að klára þennan leik.“ sagði Jökull. Sigurinn þýðir að Stjarnan stekkur uppí fimmta sætið eftir deildarkeppnina. Jökull vildi að menn myndi halda fótunum á jörðinni. „Við erum svo leiðilegir að við tölum alltaf bara um að taka eitthvað úr þessum leik og inní þann næsta. Fimmta sætið gefur okkur heimaleik gegn grasliðunum sem er bara ágætt.“ Sigurður Gunnar Jónsson varnarmaður Stjörnunnar vakti athygli í dag fyrir frammistöðu sína en þessi tvítugi miðverji átti góðan leik í hjarta varnarinnar. „Siggi er ekki bara góður leikmaður heldur líka með afgerandi hugarfar. Mjög öflugur karakter. Hann á bara eftir að verða betri. Hann hefur spilað alla þessa leiki sem við höfum haldið hreinu í röð. Auðvitað frábært fyrir hann að vera hluti af því og hann á svo sannarlega þátt í því.“ sagði Jökull að lokum
Besta deild karla Stjarnan Vestri Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira