Jökull: „Gátum verið þakklátir fyrir 0-0 í hálfleik“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 15. september 2024 16:48 Jökull Elísabetarson er þjálfari Stjörnumanna. Hann sá sína menn landa sigri í lokin. vísir/Diego Stjarnan vann 1-0 sigur á Vestra í lokaumferð deildarkeppni Bestu deildarinnar í dag. Leikurinn var heldur bragðdaufur en Stjarnan skoraði úr víti eftir 88 mínútur. Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, ræddi við Vísi eftir leik og var sáttur við sigurinn. Hann viðurkenndi að tilfinningin væri góð að fá svona mark í lokin. „Þetta var erfiður leikur eins og við bjuggumst við. Vorum full slappir meirihlutann af fyrri hálfleik og að einhverju leiti gátum við verið þakklátir fyrir að fara inní hálfleikinn með 0-0. Frábært mark sem við skorum, frábær sókn og frábær sending. Við erum mjög ánægðir með þennan sigur,“ sagði Jökull. Vestri byrjuðu mun betur og hefðu auðveldlega getað skorað snemma leiks. Jökull tók ekki undir það að byrjunin hafi verið vonbrigði. „Það er stundum svona. Þurfum að komast í gegnum það og ná okkur upp. Það eiga allir sína off daga og leiki. Mér fannst ekkert svona afgerandi til að hafa áhyggjur af. Þetta var off dagur og það var sterkt að halda hreinu. Þetta er þriðji leikurinn í röð sem við höldum hreinu. Frábært að klára þennan leik.“ sagði Jökull. Sigurinn þýðir að Stjarnan stekkur uppí fimmta sætið eftir deildarkeppnina. Jökull vildi að menn myndi halda fótunum á jörðinni. „Við erum svo leiðilegir að við tölum alltaf bara um að taka eitthvað úr þessum leik og inní þann næsta. Fimmta sætið gefur okkur heimaleik gegn grasliðunum sem er bara ágætt.“ Sigurður Gunnar Jónsson varnarmaður Stjörnunnar vakti athygli í dag fyrir frammistöðu sína en þessi tvítugi miðverji átti góðan leik í hjarta varnarinnar. „Siggi er ekki bara góður leikmaður heldur líka með afgerandi hugarfar. Mjög öflugur karakter. Hann á bara eftir að verða betri. Hann hefur spilað alla þessa leiki sem við höfum haldið hreinu í röð. Auðvitað frábært fyrir hann að vera hluti af því og hann á svo sannarlega þátt í því.“ sagði Jökull að lokum Besta deild karla Stjarnan Vestri Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, ræddi við Vísi eftir leik og var sáttur við sigurinn. Hann viðurkenndi að tilfinningin væri góð að fá svona mark í lokin. „Þetta var erfiður leikur eins og við bjuggumst við. Vorum full slappir meirihlutann af fyrri hálfleik og að einhverju leiti gátum við verið þakklátir fyrir að fara inní hálfleikinn með 0-0. Frábært mark sem við skorum, frábær sókn og frábær sending. Við erum mjög ánægðir með þennan sigur,“ sagði Jökull. Vestri byrjuðu mun betur og hefðu auðveldlega getað skorað snemma leiks. Jökull tók ekki undir það að byrjunin hafi verið vonbrigði. „Það er stundum svona. Þurfum að komast í gegnum það og ná okkur upp. Það eiga allir sína off daga og leiki. Mér fannst ekkert svona afgerandi til að hafa áhyggjur af. Þetta var off dagur og það var sterkt að halda hreinu. Þetta er þriðji leikurinn í röð sem við höldum hreinu. Frábært að klára þennan leik.“ sagði Jökull. Sigurinn þýðir að Stjarnan stekkur uppí fimmta sætið eftir deildarkeppnina. Jökull vildi að menn myndi halda fótunum á jörðinni. „Við erum svo leiðilegir að við tölum alltaf bara um að taka eitthvað úr þessum leik og inní þann næsta. Fimmta sætið gefur okkur heimaleik gegn grasliðunum sem er bara ágætt.“ Sigurður Gunnar Jónsson varnarmaður Stjörnunnar vakti athygli í dag fyrir frammistöðu sína en þessi tvítugi miðverji átti góðan leik í hjarta varnarinnar. „Siggi er ekki bara góður leikmaður heldur líka með afgerandi hugarfar. Mjög öflugur karakter. Hann á bara eftir að verða betri. Hann hefur spilað alla þessa leiki sem við höfum haldið hreinu í röð. Auðvitað frábært fyrir hann að vera hluti af því og hann á svo sannarlega þátt í því.“ sagði Jökull að lokum
Besta deild karla Stjarnan Vestri Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira