Barcelona hafnaði heimsmetstilboði Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2024 10:42 Keira Walsh fagnar sigri í Meistaradeildinni með þeim Ingrid Syrstad Engen og Mörtu Torrejon. Getty/Alex Caparros Arsenal átti risatilboð í enska landsliðsmiðjumanninn Keiru Walsh á lokadegi félagsskiptagluggans í kvennafótboltanum en Evrópumeistararnir sögðu nei. Walsh leikur með Barcelona en á bara eitt ár eftir af samningi sínum við spænska félagið. BBC hefur það eftir spænskum miðlum að tilboð Arsenal hafi hljóðað upp á 930 þúsund pund eða 169 milljónum króna. Barcelona hefði þurft að finna nýjan leikmann í staðinn en glugginn hjá þeim lokar á mánudaginn. Walsh kom til Barcelona frá Manchester City fyrir 400 þúsund pund árið 2022 og var þá dýrasta knattspyrnukona heims. Keira Walsh ætlar að yfirgefa Barcelona eftir þetta tímabil.Getty/Pablo Rodriguez/ Dýrasta knattspyrnukona heims er sem stendur hin sambíska Racheal Kundananji sem fór frá Madrid CFF á Spáni til Bay FC í Bandaríkjunum fyrir 685 þúsund pund í febrúar. Walsh er af flestum talin vera einn allra besti miðjumaður heims og hún hefur verið sigursæl. Auk þess að verða Evrópumeistari með enska landsliðinu 2022 þá hefur hún unnið bæði spænsku deildina og Meistaradeildina með Barcelona undanfarin tvö tímabil. Walsh er 27 ára gömul og hefur tilkynnt Barcelona að hún ætli ekki að framlengja samning sinn því hún vill komast aftur heim til Englands. „Það er enginn möguleiki á því að Keira fari. Hún hefur verið með okkur á undirbúningstímabilinu og er lykilleikmaður fyrir okkur. Hún skilur algjörlega okkar leikstíl og hefur sýnt frábært hugarfar frá fyrsta degi. Við treystum á hana á þessu tímabili,“ sagði Pere Romeu, þjálfari Barcelona. Walsh átti stoðsendingu í 3-1 sigri Barelona á Real Sociedad í frystu umferð spænsku deildarinnar í gærkvöldi. Keira Walsh still has a year remaining on her contract at #Barca. #BBCFootball #WSL pic.twitter.com/bZx3WUlMKo— BBC Sport (@BBCSport) September 14, 2024 Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Walsh leikur með Barcelona en á bara eitt ár eftir af samningi sínum við spænska félagið. BBC hefur það eftir spænskum miðlum að tilboð Arsenal hafi hljóðað upp á 930 þúsund pund eða 169 milljónum króna. Barcelona hefði þurft að finna nýjan leikmann í staðinn en glugginn hjá þeim lokar á mánudaginn. Walsh kom til Barcelona frá Manchester City fyrir 400 þúsund pund árið 2022 og var þá dýrasta knattspyrnukona heims. Keira Walsh ætlar að yfirgefa Barcelona eftir þetta tímabil.Getty/Pablo Rodriguez/ Dýrasta knattspyrnukona heims er sem stendur hin sambíska Racheal Kundananji sem fór frá Madrid CFF á Spáni til Bay FC í Bandaríkjunum fyrir 685 þúsund pund í febrúar. Walsh er af flestum talin vera einn allra besti miðjumaður heims og hún hefur verið sigursæl. Auk þess að verða Evrópumeistari með enska landsliðinu 2022 þá hefur hún unnið bæði spænsku deildina og Meistaradeildina með Barcelona undanfarin tvö tímabil. Walsh er 27 ára gömul og hefur tilkynnt Barcelona að hún ætli ekki að framlengja samning sinn því hún vill komast aftur heim til Englands. „Það er enginn möguleiki á því að Keira fari. Hún hefur verið með okkur á undirbúningstímabilinu og er lykilleikmaður fyrir okkur. Hún skilur algjörlega okkar leikstíl og hefur sýnt frábært hugarfar frá fyrsta degi. Við treystum á hana á þessu tímabili,“ sagði Pere Romeu, þjálfari Barcelona. Walsh átti stoðsendingu í 3-1 sigri Barelona á Real Sociedad í frystu umferð spænsku deildarinnar í gærkvöldi. Keira Walsh still has a year remaining on her contract at #Barca. #BBCFootball #WSL pic.twitter.com/bZx3WUlMKo— BBC Sport (@BBCSport) September 14, 2024
Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira