Ronaldo með yfir milljarð fylgjanda á samfélagsmiðlum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. september 2024 08:02 Cristiano Ronaldo er vinsæll á samfélagsmiðlum. Getty Images/Hugo Amaral Knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo hefur náð gríðarlega merkum áfanga. Framherjinn sem spilar með Al Nassr í Sádi-Arabíu er nefnilega kominn með yfir milljarð fylgjenda á samfélagsmiðlum. Hinn 39 ára gamli Ronaldo hefur skorað yfir 900 mörk á ferli sínum fyrir Sporting, Real Madríd, Juventus, Manchester United og landslið Portúgals. Hann stefnir á 1000 mörk en á meðan það er eitthvað í það hefur hann náð merkum áfanga á samfélagsmiðlum. Fjöldinn dreifist yfir þá fylgjendur sem hann er með á samfélagsmiðlunum Instagram, Facebook, Twitter, YouTube og tvo kínverska miðla, Weibo og Kuaishou. Í frétt BBC, breska ríkisútvarpsins, er tekið fram að ekki er um milljarð einstaklinga að ræða þar sem margt fólk fylgir honum eflaust á fleiri en einum miðli. Cristiano Ronaldo hits 1bn social media followers https://t.co/BODfnee2gJ— BBC News (World) (@BBCWorld) September 13, 2024 Þar segir þó einnig að um ótrúlegan fjölda fylgjenda sé að ræða. Lionel Messi er til að mynda með 623 milljónir fylgjenda. Ronaldo skákar einnig Justin Bieber (607 milljónir), Taylor Swift (574 milljónir) og Selenu Gomez (690 milljónir). Ástæða þess að Ronaldo komst yfir milljarðarmarkið er að nýverið byrjaði hann með YouTube-rás. Fékk hún yfir 50 milljón fylgjenda á innan við viku. Ronaldo hefur ekki enn stofnað aðgang á TikTok eða Threads, samfélagsmiðlar sem eru vinsælir hjá ungu kynslóðinni. Geri hann það er líklegt að fjöldi fylgjenda hækki enn frekar. Fótbolti Samfélagsmiðlar Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Hinn 39 ára gamli Ronaldo hefur skorað yfir 900 mörk á ferli sínum fyrir Sporting, Real Madríd, Juventus, Manchester United og landslið Portúgals. Hann stefnir á 1000 mörk en á meðan það er eitthvað í það hefur hann náð merkum áfanga á samfélagsmiðlum. Fjöldinn dreifist yfir þá fylgjendur sem hann er með á samfélagsmiðlunum Instagram, Facebook, Twitter, YouTube og tvo kínverska miðla, Weibo og Kuaishou. Í frétt BBC, breska ríkisútvarpsins, er tekið fram að ekki er um milljarð einstaklinga að ræða þar sem margt fólk fylgir honum eflaust á fleiri en einum miðli. Cristiano Ronaldo hits 1bn social media followers https://t.co/BODfnee2gJ— BBC News (World) (@BBCWorld) September 13, 2024 Þar segir þó einnig að um ótrúlegan fjölda fylgjenda sé að ræða. Lionel Messi er til að mynda með 623 milljónir fylgjenda. Ronaldo skákar einnig Justin Bieber (607 milljónir), Taylor Swift (574 milljónir) og Selenu Gomez (690 milljónir). Ástæða þess að Ronaldo komst yfir milljarðarmarkið er að nýverið byrjaði hann með YouTube-rás. Fékk hún yfir 50 milljón fylgjenda á innan við viku. Ronaldo hefur ekki enn stofnað aðgang á TikTok eða Threads, samfélagsmiðlar sem eru vinsælir hjá ungu kynslóðinni. Geri hann það er líklegt að fjöldi fylgjenda hækki enn frekar.
Fótbolti Samfélagsmiðlar Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira