Fyrsta geimganga óbreyttra borgara Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2024 09:02 Jared Isaacman fyrir utan Dragon-geimfar SpaceX. SpaceX Fjórir geimfarar, sem eru á allt að sjö hundruð kílómetra hárri sporbraut um jörðu, ætla í geimgöngu í dag. Þetta verður í fyrsta sinn sem óbreyttir borgarar fara í geimgöngu. Uppfært: Geimgöngunni er lokið og gekk allt að óskum. Þegar þetta er skrifað er verið að fylla geimfarið aftur af súrefni. Commander @rookisaacman has egressed Dragon and is going through the first of three suit mobility tests that will test overall hand body control, vertical movement with Skywalker, and foot restraint pic.twitter.com/XATJQhLuIZ— SpaceX (@SpaceX) September 12, 2024 Geimfarið er á um 25 þúsund kílómetra hraða. Þegar mest var fór geimfarið í um 1.400 kílómetra fjarlægð frá jörðu en það er hærra en nokkur maður hefur farið frá tímum Apollo-ferðanna til tunglsins. Gemini 11 fór í 1.373 kílómetra hæð árið 1966. Geimferðin kallast Polaris Dawn og var geimförunum skotið á loft um borð í Dragon-geimfari SpaceX á þriðjudaginn. Today’s spacewalk is the first extravehicular activity (EVA) using commercially developed hardware, procedures, and the new SpaceX EVA suit— SpaceX (@SpaceX) September 12, 2024 Jared Isaacman leiðir förina, en með honum eru þau Kidd Poteet, Sarah Gillis og Anna Menon en þær tvær síðastnefndu starfa fyrir SpaceX. Isaacman leiddi einnig Inspiration4 og fjármagnaði báðar geimferðirnar. Sjá einnig: Ætla í fyrstu borgaralegu geimgönguna Isaacman og Gillis munu fara úr geimfarinu í dag en Poteet og Menon verða áfram inni. Þau verða þó öll í geimbúningum, þar sem geimfarið verður opnað. Dragon býður ekki upp á aðstöðu til geimgöngu án þess að tæma allt geimfarið af súrefni og opna það. Tæknilega séð má færa rök fyrir því að Poteet og Menon fari einnig fara í geimgöngu, þó þau muni ekki yfirgefa geimfarið. Isaacman og Gillis munu verja tólf mínútum hvort fyrir utan geimfarið og þar eiga þau meðal annars að gera tilraunir með nýja geimbúninga SpaceX. Fylgjast má með útsendingu SpaceX frá geimgöngunni í spilaranum hér að neðan. Geimgangan sjálf á að hefjast fyrir klukkan tíu. Watch Dragon’s first spacewalk with the @PolarisProgram’s Polaris Dawn crew https://t.co/svdJRkGN7K— SpaceX (@SpaceX) September 12, 2024 Fréttin verður uppfærð. SpaceX Geimurinn Bandaríkin Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Uppfært: Geimgöngunni er lokið og gekk allt að óskum. Þegar þetta er skrifað er verið að fylla geimfarið aftur af súrefni. Commander @rookisaacman has egressed Dragon and is going through the first of three suit mobility tests that will test overall hand body control, vertical movement with Skywalker, and foot restraint pic.twitter.com/XATJQhLuIZ— SpaceX (@SpaceX) September 12, 2024 Geimfarið er á um 25 þúsund kílómetra hraða. Þegar mest var fór geimfarið í um 1.400 kílómetra fjarlægð frá jörðu en það er hærra en nokkur maður hefur farið frá tímum Apollo-ferðanna til tunglsins. Gemini 11 fór í 1.373 kílómetra hæð árið 1966. Geimferðin kallast Polaris Dawn og var geimförunum skotið á loft um borð í Dragon-geimfari SpaceX á þriðjudaginn. Today’s spacewalk is the first extravehicular activity (EVA) using commercially developed hardware, procedures, and the new SpaceX EVA suit— SpaceX (@SpaceX) September 12, 2024 Jared Isaacman leiðir förina, en með honum eru þau Kidd Poteet, Sarah Gillis og Anna Menon en þær tvær síðastnefndu starfa fyrir SpaceX. Isaacman leiddi einnig Inspiration4 og fjármagnaði báðar geimferðirnar. Sjá einnig: Ætla í fyrstu borgaralegu geimgönguna Isaacman og Gillis munu fara úr geimfarinu í dag en Poteet og Menon verða áfram inni. Þau verða þó öll í geimbúningum, þar sem geimfarið verður opnað. Dragon býður ekki upp á aðstöðu til geimgöngu án þess að tæma allt geimfarið af súrefni og opna það. Tæknilega séð má færa rök fyrir því að Poteet og Menon fari einnig fara í geimgöngu, þó þau muni ekki yfirgefa geimfarið. Isaacman og Gillis munu verja tólf mínútum hvort fyrir utan geimfarið og þar eiga þau meðal annars að gera tilraunir með nýja geimbúninga SpaceX. Fylgjast má með útsendingu SpaceX frá geimgöngunni í spilaranum hér að neðan. Geimgangan sjálf á að hefjast fyrir klukkan tíu. Watch Dragon’s first spacewalk with the @PolarisProgram’s Polaris Dawn crew https://t.co/svdJRkGN7K— SpaceX (@SpaceX) September 12, 2024 Fréttin verður uppfærð.
SpaceX Geimurinn Bandaríkin Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira