Fyrsta Airbus-þotan komin í liti Icelandair Kristján Már Unnarsson skrifar 10. september 2024 10:20 Airbus A321-þotan í útliti Icelandair við flugvélaverksmiðjurnar í Hamborg í gærkvöldi. Icelandair/Airbus TF-IAA, fyrsta Airbus-þotan sem Icelandair mun taka við, kom út af málningarverkstæði Airbus í Hamborg í gærkvöldi. Áætlað er að þotan, sem er af gerðinni Airbus A321 LR, komi til landsins í nóvember og verði fáum dögum síðar tekin í notkun á áætlunarleiðum Icelandair. Flugvélinni rennt út af málningarverkstæðinu í Hamborg í gærkvöldi. Icelandair gat valið um hvíta eða svarta gluggaramma á framgluggunum og valdi svarta, eins konar gleraugu.Icelandair/Airbus Hér fylgja fyrstu myndir af vélinni í litum Icelandair. Næst á dagskrá í framleiðsluferlinu er að koma fyrir hreyflum á vængjunum og setja sæti og afþreyingarkerfi um borð, samkvæmt upplýsingum Icelandair. Því næst fer hún í flugprófanir á vegum Airbus áður en félagið fær hana formlega afhenta eftir um það bil tvo mánuði. Frá málun þotunnar.Icelandair/Airbus Flugáhugamenn í Aðdáendaklúbbi Loftleiða fengu kynningu síðastliðinn fimmtudag frá fulltrúa Icelandair á helstu tækniatriðum flugvélarinnar. Ennfremur því viðamikla verkefni að taka hana í þjónustu félagsins, sem felst meðal annars í þjálfun áhafna og annars starfsfólks, þar á meðal flugvirkja, flugfreyja og flugmanna. Eins og fram kom í frétt Stöðvar 2 í síðustu viku munu fjórar Airbus A321 bætast við flota Icelandair fyrir sumarið 2025. 187 farþegasæti verða um borð, álíka og í gömlu 757-þotunum, sem þær leysa af hólmi. Nafn Icelandair komið á skrokkinn.Icelandair/Airbus Icelandair leigir þessar þotur þar til félagið fær nýjustu og langdrægustu tegundina af A321-línunni, XLR-gerðina, eftir fimm ár. Ein af frumgerðum þeirrar tegundar kom hingað til lands í fyrra til flugprófana í sterkum hliðarvindi á Keflavíkurflugvelli, sem sjá má hér: Icelandair Airbus Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrsta Airbus-þota Icelandair að verða tilbúin í reynsluflug Smíði fyrstu Airbus-þotu Icelandair er langt komin í flugvélaverksmiðju í Hamborg og er hún væntanleg til landsins í nóvember. Icelandair á von á fjórum slíkum þotum í flotann fyrir næsta sumar. 5. september 2024 21:21 Segir nýju Airbus-þoturnar fullkomnar fyrir Icelandair Icelandair skrifaði í dag undir samning um kaup á allt að 25 Airbus-þotum. Jafnframt hefur félagið gert leigusamning um fjórar Airbus- þotur og verða þær fyrstu afhentar fyrir lok næsta árs. 6. júlí 2023 23:20 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Flugvélinni rennt út af málningarverkstæðinu í Hamborg í gærkvöldi. Icelandair gat valið um hvíta eða svarta gluggaramma á framgluggunum og valdi svarta, eins konar gleraugu.Icelandair/Airbus Hér fylgja fyrstu myndir af vélinni í litum Icelandair. Næst á dagskrá í framleiðsluferlinu er að koma fyrir hreyflum á vængjunum og setja sæti og afþreyingarkerfi um borð, samkvæmt upplýsingum Icelandair. Því næst fer hún í flugprófanir á vegum Airbus áður en félagið fær hana formlega afhenta eftir um það bil tvo mánuði. Frá málun þotunnar.Icelandair/Airbus Flugáhugamenn í Aðdáendaklúbbi Loftleiða fengu kynningu síðastliðinn fimmtudag frá fulltrúa Icelandair á helstu tækniatriðum flugvélarinnar. Ennfremur því viðamikla verkefni að taka hana í þjónustu félagsins, sem felst meðal annars í þjálfun áhafna og annars starfsfólks, þar á meðal flugvirkja, flugfreyja og flugmanna. Eins og fram kom í frétt Stöðvar 2 í síðustu viku munu fjórar Airbus A321 bætast við flota Icelandair fyrir sumarið 2025. 187 farþegasæti verða um borð, álíka og í gömlu 757-þotunum, sem þær leysa af hólmi. Nafn Icelandair komið á skrokkinn.Icelandair/Airbus Icelandair leigir þessar þotur þar til félagið fær nýjustu og langdrægustu tegundina af A321-línunni, XLR-gerðina, eftir fimm ár. Ein af frumgerðum þeirrar tegundar kom hingað til lands í fyrra til flugprófana í sterkum hliðarvindi á Keflavíkurflugvelli, sem sjá má hér:
Icelandair Airbus Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrsta Airbus-þota Icelandair að verða tilbúin í reynsluflug Smíði fyrstu Airbus-þotu Icelandair er langt komin í flugvélaverksmiðju í Hamborg og er hún væntanleg til landsins í nóvember. Icelandair á von á fjórum slíkum þotum í flotann fyrir næsta sumar. 5. september 2024 21:21 Segir nýju Airbus-þoturnar fullkomnar fyrir Icelandair Icelandair skrifaði í dag undir samning um kaup á allt að 25 Airbus-þotum. Jafnframt hefur félagið gert leigusamning um fjórar Airbus- þotur og verða þær fyrstu afhentar fyrir lok næsta árs. 6. júlí 2023 23:20 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Fyrsta Airbus-þota Icelandair að verða tilbúin í reynsluflug Smíði fyrstu Airbus-þotu Icelandair er langt komin í flugvélaverksmiðju í Hamborg og er hún væntanleg til landsins í nóvember. Icelandair á von á fjórum slíkum þotum í flotann fyrir næsta sumar. 5. september 2024 21:21
Segir nýju Airbus-þoturnar fullkomnar fyrir Icelandair Icelandair skrifaði í dag undir samning um kaup á allt að 25 Airbus-þotum. Jafnframt hefur félagið gert leigusamning um fjórar Airbus- þotur og verða þær fyrstu afhentar fyrir lok næsta árs. 6. júlí 2023 23:20