Fyrsta Airbus-þota Icelandair að verða tilbúin í reynsluflug Kristján Már Unnarsson skrifar 5. september 2024 21:21 Frá smíði þotunnar í verksmiðju Airbus í Hamborg. Hún er af gerðinni A321neo. Airbus/Icelandair Smíði fyrstu Airbus-þotu Icelandair er langt komin í flugvélaverksmiðju í Hamborg og er hún væntanleg til landsins í nóvember. Icelandair á von á fjórum slíkum þotum í flotann fyrir næsta sumar. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir úr samsetningarverksmiðju Airbus í Hamborg. Þar er búið að mála merki Icelandair á fyrstu þotuna, sem er af gerðinni A321neo. Bjarni Jónsson stýrir innleiðingu Airbus-vélanna í flota Icelandair.Arnar Halldórsson „Hún er í málningu núna og klárum það á mánudaginn. Næsta verk er að koma undir hana hreyfla og klára farþegarýmið. Svo verður hún í raun bara tilbúin í flugprófanir hjá Airbus,“ segir Bjarni Jónsson, verkefnisstjóri hjá Icelandair, sem stýrir innleiðingu Airbus-vélanna hjá flugfélaginu. Merki Icelandair er komið á stélið.Airbus/Icelandair Flugáhugamenn í Aðdáendaklúbbi Loftleiða fengu í dag kynningu frá Bjarna í Café Atlanta í Kópavogi á helstu tækniatriðum flugvélarinnar. Ennfremur því verkefni að taka hana í þjónustu félagsins, sem felst meðal annars í þjálfun starfsfólks og áhafna, þar á meðal flugvirkja, flugfreyja og flugmanna. „Þannig að við verðum með mannskap kláran,“ segir Bjarni. Þetta er fyrsta Airbus-þotan sem smíðuð er fyrir Icelandair.Airbus/Icelandair 187 farþegasæti verða um borð, álíka og í gömlu 757-þotunum, sem þær leysa af hólmi. Von er á þeirri fyrstu í nóvember og það er ekki bara ein á leiðinni heldur fjórar. Tvær koma fyrir áramót og aðrar tvær eftir áramót og verða allar komnar í rekstur fyrir næsta sumar. Málun flugvélarinnar lýkur á mánudag.Airbus/Icelandair Icelandair leigir þessar þotur þar til félagið fær nýjustu og langdrægustu tegundina af A321-línunni, XLR-gerðina, eftir fimm ár. Bjarni segir eftirvæntingu meðal starfsfólks Icelandair að fá Airbus. „Það sést kannski bara best á því að mikið af flugmönnum vildu skipta. Þannig að þetta er eitthvað nýtt og spennandi,“ segir Bjarni. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Icelandair Airbus Fréttir af flugi Þýskaland Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Nýjasta þota Airbus í krefjandi prófunum í hvassviðri í Keflavík Flugvélaframleiðandinn Airbus nýtti sér hvassviðrið á Íslandi í dag til flugprófana á nýjustu farþegaþotu sinni með því að lenda henni margsinnis í stífum hliðarvindi. Þetta er samskonar þota og ráðamenn Icelandair veðja á sem sína framtíðarvél. 10. október 2023 20:40 Segir nýju Airbus-þoturnar fullkomnar fyrir Icelandair Icelandair skrifaði í dag undir samning um kaup á allt að 25 Airbus-þotum. Jafnframt hefur félagið gert leigusamning um fjórar Airbus- þotur og verða þær fyrstu afhentar fyrir lok næsta árs. 6. júlí 2023 23:20 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir úr samsetningarverksmiðju Airbus í Hamborg. Þar er búið að mála merki Icelandair á fyrstu þotuna, sem er af gerðinni A321neo. Bjarni Jónsson stýrir innleiðingu Airbus-vélanna í flota Icelandair.Arnar Halldórsson „Hún er í málningu núna og klárum það á mánudaginn. Næsta verk er að koma undir hana hreyfla og klára farþegarýmið. Svo verður hún í raun bara tilbúin í flugprófanir hjá Airbus,“ segir Bjarni Jónsson, verkefnisstjóri hjá Icelandair, sem stýrir innleiðingu Airbus-vélanna hjá flugfélaginu. Merki Icelandair er komið á stélið.Airbus/Icelandair Flugáhugamenn í Aðdáendaklúbbi Loftleiða fengu í dag kynningu frá Bjarna í Café Atlanta í Kópavogi á helstu tækniatriðum flugvélarinnar. Ennfremur því verkefni að taka hana í þjónustu félagsins, sem felst meðal annars í þjálfun starfsfólks og áhafna, þar á meðal flugvirkja, flugfreyja og flugmanna. „Þannig að við verðum með mannskap kláran,“ segir Bjarni. Þetta er fyrsta Airbus-þotan sem smíðuð er fyrir Icelandair.Airbus/Icelandair 187 farþegasæti verða um borð, álíka og í gömlu 757-þotunum, sem þær leysa af hólmi. Von er á þeirri fyrstu í nóvember og það er ekki bara ein á leiðinni heldur fjórar. Tvær koma fyrir áramót og aðrar tvær eftir áramót og verða allar komnar í rekstur fyrir næsta sumar. Málun flugvélarinnar lýkur á mánudag.Airbus/Icelandair Icelandair leigir þessar þotur þar til félagið fær nýjustu og langdrægustu tegundina af A321-línunni, XLR-gerðina, eftir fimm ár. Bjarni segir eftirvæntingu meðal starfsfólks Icelandair að fá Airbus. „Það sést kannski bara best á því að mikið af flugmönnum vildu skipta. Þannig að þetta er eitthvað nýtt og spennandi,“ segir Bjarni. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Icelandair Airbus Fréttir af flugi Þýskaland Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Nýjasta þota Airbus í krefjandi prófunum í hvassviðri í Keflavík Flugvélaframleiðandinn Airbus nýtti sér hvassviðrið á Íslandi í dag til flugprófana á nýjustu farþegaþotu sinni með því að lenda henni margsinnis í stífum hliðarvindi. Þetta er samskonar þota og ráðamenn Icelandair veðja á sem sína framtíðarvél. 10. október 2023 20:40 Segir nýju Airbus-þoturnar fullkomnar fyrir Icelandair Icelandair skrifaði í dag undir samning um kaup á allt að 25 Airbus-þotum. Jafnframt hefur félagið gert leigusamning um fjórar Airbus- þotur og verða þær fyrstu afhentar fyrir lok næsta árs. 6. júlí 2023 23:20 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Nýjasta þota Airbus í krefjandi prófunum í hvassviðri í Keflavík Flugvélaframleiðandinn Airbus nýtti sér hvassviðrið á Íslandi í dag til flugprófana á nýjustu farþegaþotu sinni með því að lenda henni margsinnis í stífum hliðarvindi. Þetta er samskonar þota og ráðamenn Icelandair veðja á sem sína framtíðarvél. 10. október 2023 20:40
Segir nýju Airbus-þoturnar fullkomnar fyrir Icelandair Icelandair skrifaði í dag undir samning um kaup á allt að 25 Airbus-þotum. Jafnframt hefur félagið gert leigusamning um fjórar Airbus- þotur og verða þær fyrstu afhentar fyrir lok næsta árs. 6. júlí 2023 23:20