Sjóðheitur í Bestu deildinni í dag en kom heim í kulnun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2024 09:10 Viðari Erni hefur gengið vel að undanförnu eftir hæga byrjun. Vísir/Sigurjón Viðar Örn Kjartansson byrjaði sumarið ekki vel með KA í Bestu deildinni í fótbolta en hefur raðað inn mörkum í síðustu leikjum á sama tíma og KA-liðið hefur þotið upp töfluna og komist í bikarúrslitaleikinn. Viðar Örn þakkar auknu sjálfstrausti fyrir en hann hefur skorað fimm mörk í síðustu fjórum leikjum eftir að hafa verið án marks í fyrstu sextán leikjum sínum með KA í deild og bikar. Viðar samdi við KA fyrir tímabilið en fyrir það hafði hann ekki spilað knattspyrnu í að verða hálft ár. Hann rifti samningi sínum við búlgarska félagið CSKA 1949 og var um tíma án félags. Viðar Örn hefur skorað fimm í síðustu fjórum leikjum.Vísir/Diego Gerist mjög hratt „Þegar fyrsta markið kemur og eftir nokkrar góðar frammistöður þarna á undan þá fær maður mjög mikið sjálfstraust. Liðsfélagarnir eru duglegir að finna mig og þá fara mörkin að koma,“ sagði Viðar Örn í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Það gerist mjög hratt og síðustu leikir eru búnir að vera mjög góðir hjá mér persónulega og hjá liðnu,“ sagði Viðar. Var sjálfstraustið hans komið mjög langt niður um tíma? Ég var í einhverri kulnun „Ég spilaði ekki fótbolta lengi. Ég var í einhverri kulnun, ég veit ekki hvað það var. Það kom mikið upp í vetur um það hvert maður ætti að fara. Einhver veginn fannst mér voðalítið af því spennandi,“ sagði Viðar. „Svo leið bara of langur tími þegar maður spilaði ekki. Síðan fer ég til KA og er að glíma við smá meiðsli. Ég hélt að ég yrði kominn í stand miklu fyrr. Svo var ég það ekki og liðinu gengur illa í byrjun. Þetta var svolítið erfitt í byrjun,“ sagði Viðar. Líður frábærlega inn á vellinum „Núna líður manni frábærlega inn á vellinum og ég er spenntur fyrir því að gera enn betur,“ sagði Viðar. Hann talaði um einhvers konar kulnun en var hann kominn með leið á fótbolta þegar hann kemur til KA? „Í raun get ég alveg sagt það opinberlega. Ég var í Búlgaríu og það gekk ekkert frábærlega þar. Ég rifti samningnum þar og svo var ég ekkert viss hvað ég ætlaði að gera,“ sagði Viðar. „Ég var búinn að vera lengi úti. Það gekk ágætlega í Grikklandi svo sem en það þarf bara eitt lélegt ‚move' þegar þú ert kominn á ákveðinn aldur. Þá er ekkert margt spennandi sem kemur eftir það. Ég verð að viðurkenna að ég var ekkert rosalega spenntur fyrir að koma mér aftur af stað,“ sagði Viðar. Það má horfa á alla fréttina hér fyrir ofan. Besta deild karla KA Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Yfirlýsing Alberts: Ákveðinn léttir eftir erfitt ár Fótbolti Klopp ráðinn til Red Bull en skýr klásúla í samningnum Fótbolti Dómarar í ævilangt bann eftir kynlífsmyndband Fótbolti Skilaboðum lekið og Haaland ósáttur Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Litháen 0-2 | Vonir íslenska liðsins orðnar að engu Fótbolti Miklar líkur á vandræðalegri stöðu fyrir Ísland Fótbolti Þak leikvangsins rifnaði í tætlur Sport Fyrrum leikmaður ÍBV og Sheffield United fannst látinn Enski boltinn Gott fyrir Heimi en áfall fyrir Liverpool Enski boltinn Segja Klopp afhjúpa hræsni sína með ráðningunni Fótbolti Fleiri fréttir „Annað hvort væri ég ólétt eða að hætta“ Jón Þór framlengir til þriggja ára Stúkan: Stórkostleg afgreiðsla nema litli fuglinn hafi rétt fyrir sér „Röð tilviljana að HK sé ekki búið að fá víti í sumar“ Stjarnan fær akureyskan markvörð frá Grindavík Sakar stjórn Fylkis um óheiðarleika Svona mark sést bara á nokkurra ára fresti: „Algjörlega einstakt“ Handrit Ástu Eirar fékk fullkomin endalok Mældu tímann í Kórnum: „Mér finnst þetta alveg galið“ Varði mark botnliðsins en bar samt af Gylfi Þór ekki í hóp Vals í gær en á landsliðsæfingu í dag Tárvot Ásta sátt í hjarta sínu með ákvörðunina Katrín ekki með slitið krossband „Átti þetta tækifæri skilið“ Þekkti þjálfarann og fékk því himnasendingu frá Reyðarfirði Bergrós besti dómari Bestu deildar kvenna Mörkin úr Bestu: Sjáðu sturlað mark Emils frá miðju og Davíð bjarga stigi Sjáðu atvikið: Reiður Rúnar sá rautt „Þú ert skilgreindur af nútíðinni“ Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-2 | Óskar Örn bjargaði stigi fyrir Víking Uppgjörið: HK - Fylkir 2-2 | Brynjar Snær felldi Fylki Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-2 | Óbreytt staða á toppnum eftir jafntefli á Kópavogsvelli „Ég verð bara að setja fleiri í vegginn næst og standa í nærhorninu“ Uppgjörið: KA - KR 0-4 | Gott gengi KR heldur áfram Uppgjörið: ÍA - FH 4-1 | Skagamenn blanda sér í baráttuna um þriðja sætið Fyrirliði Íslandsmeistaranna hætt Sjáðu vandræðalegt vítaklúður Viðars Vaknar Árbærinn aftur? Sækja innblástur til kvennaliðsins: „Frábært að fylgjast með þessu“ Sjáðu Andra Rúnar skjóta Fram í kaf Sjá meira
Viðar Örn þakkar auknu sjálfstrausti fyrir en hann hefur skorað fimm mörk í síðustu fjórum leikjum eftir að hafa verið án marks í fyrstu sextán leikjum sínum með KA í deild og bikar. Viðar samdi við KA fyrir tímabilið en fyrir það hafði hann ekki spilað knattspyrnu í að verða hálft ár. Hann rifti samningi sínum við búlgarska félagið CSKA 1949 og var um tíma án félags. Viðar Örn hefur skorað fimm í síðustu fjórum leikjum.Vísir/Diego Gerist mjög hratt „Þegar fyrsta markið kemur og eftir nokkrar góðar frammistöður þarna á undan þá fær maður mjög mikið sjálfstraust. Liðsfélagarnir eru duglegir að finna mig og þá fara mörkin að koma,“ sagði Viðar Örn í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Það gerist mjög hratt og síðustu leikir eru búnir að vera mjög góðir hjá mér persónulega og hjá liðnu,“ sagði Viðar. Var sjálfstraustið hans komið mjög langt niður um tíma? Ég var í einhverri kulnun „Ég spilaði ekki fótbolta lengi. Ég var í einhverri kulnun, ég veit ekki hvað það var. Það kom mikið upp í vetur um það hvert maður ætti að fara. Einhver veginn fannst mér voðalítið af því spennandi,“ sagði Viðar. „Svo leið bara of langur tími þegar maður spilaði ekki. Síðan fer ég til KA og er að glíma við smá meiðsli. Ég hélt að ég yrði kominn í stand miklu fyrr. Svo var ég það ekki og liðinu gengur illa í byrjun. Þetta var svolítið erfitt í byrjun,“ sagði Viðar. Líður frábærlega inn á vellinum „Núna líður manni frábærlega inn á vellinum og ég er spenntur fyrir því að gera enn betur,“ sagði Viðar. Hann talaði um einhvers konar kulnun en var hann kominn með leið á fótbolta þegar hann kemur til KA? „Í raun get ég alveg sagt það opinberlega. Ég var í Búlgaríu og það gekk ekkert frábærlega þar. Ég rifti samningnum þar og svo var ég ekkert viss hvað ég ætlaði að gera,“ sagði Viðar. „Ég var búinn að vera lengi úti. Það gekk ágætlega í Grikklandi svo sem en það þarf bara eitt lélegt ‚move' þegar þú ert kominn á ákveðinn aldur. Þá er ekkert margt spennandi sem kemur eftir það. Ég verð að viðurkenna að ég var ekkert rosalega spenntur fyrir að koma mér aftur af stað,“ sagði Viðar. Það má horfa á alla fréttina hér fyrir ofan.
Besta deild karla KA Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Yfirlýsing Alberts: Ákveðinn léttir eftir erfitt ár Fótbolti Klopp ráðinn til Red Bull en skýr klásúla í samningnum Fótbolti Dómarar í ævilangt bann eftir kynlífsmyndband Fótbolti Skilaboðum lekið og Haaland ósáttur Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Litháen 0-2 | Vonir íslenska liðsins orðnar að engu Fótbolti Miklar líkur á vandræðalegri stöðu fyrir Ísland Fótbolti Þak leikvangsins rifnaði í tætlur Sport Fyrrum leikmaður ÍBV og Sheffield United fannst látinn Enski boltinn Gott fyrir Heimi en áfall fyrir Liverpool Enski boltinn Segja Klopp afhjúpa hræsni sína með ráðningunni Fótbolti Fleiri fréttir „Annað hvort væri ég ólétt eða að hætta“ Jón Þór framlengir til þriggja ára Stúkan: Stórkostleg afgreiðsla nema litli fuglinn hafi rétt fyrir sér „Röð tilviljana að HK sé ekki búið að fá víti í sumar“ Stjarnan fær akureyskan markvörð frá Grindavík Sakar stjórn Fylkis um óheiðarleika Svona mark sést bara á nokkurra ára fresti: „Algjörlega einstakt“ Handrit Ástu Eirar fékk fullkomin endalok Mældu tímann í Kórnum: „Mér finnst þetta alveg galið“ Varði mark botnliðsins en bar samt af Gylfi Þór ekki í hóp Vals í gær en á landsliðsæfingu í dag Tárvot Ásta sátt í hjarta sínu með ákvörðunina Katrín ekki með slitið krossband „Átti þetta tækifæri skilið“ Þekkti þjálfarann og fékk því himnasendingu frá Reyðarfirði Bergrós besti dómari Bestu deildar kvenna Mörkin úr Bestu: Sjáðu sturlað mark Emils frá miðju og Davíð bjarga stigi Sjáðu atvikið: Reiður Rúnar sá rautt „Þú ert skilgreindur af nútíðinni“ Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-2 | Óskar Örn bjargaði stigi fyrir Víking Uppgjörið: HK - Fylkir 2-2 | Brynjar Snær felldi Fylki Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-2 | Óbreytt staða á toppnum eftir jafntefli á Kópavogsvelli „Ég verð bara að setja fleiri í vegginn næst og standa í nærhorninu“ Uppgjörið: KA - KR 0-4 | Gott gengi KR heldur áfram Uppgjörið: ÍA - FH 4-1 | Skagamenn blanda sér í baráttuna um þriðja sætið Fyrirliði Íslandsmeistaranna hætt Sjáðu vandræðalegt vítaklúður Viðars Vaknar Árbærinn aftur? Sækja innblástur til kvennaliðsins: „Frábært að fylgjast með þessu“ Sjáðu Andra Rúnar skjóta Fram í kaf Sjá meira