„Hefur alltaf reynst okkur erfitt að ná í úrslit í seinni leiknum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2024 21:14 Åge Hareide í leik kvöldsins. Ahmad Mora/Getty Images „Verð að sjá þetta aftur. Við töpum boltanum rétt fyrir utan teig og þetta var alveg skelfileg byrjun á leiknum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide eftir 3-1 tap Íslands gegn Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í knattspyrnu. Ísland lenti undir eftir aðeins 78 sekúndur en Åge hrósaði leikmönnum fyrir að koma til baka og sýna karakter í fyrri hálfleik. „Leikmenn börðust í fyrri hálfleik, börðust fyrir því að koma til baka. Jöfnum svo eftir með góðri hornspyrnu og góðri afgreiðslu.“ „Í hálfleik töluðum við um að reyna spila boltanum betur og ákváðum að gera þrjár skiptingar. Orri Steinn (Óskarsson) kom inn og um tíma í síðari hálfleik vorum við með þá á afturfótunum. Hefðum getað gert meira en kjánaleg mistök kostuðu okkur í dag,“ sagði Åge um síðari hálfleikinn. „Náðum ekki upp þessum ryðma og þeim stöðum sem við vildum. Var einn af þessum dögum þar sem hlutirnir gengu einfaldlega ekki upp,“ bætti hann við en aftur hrósaði Åge liði sínu. „Eftir að við lentum 2-1 undir þá eltum við jöfnunarmarkið, áttum fínan kafla um miðbik síðari hálfleiks en svo dró af okkur. Það var þreyta eftir leikinn á föstudag og það hefur alltaf reynst okkur erfitt að ná í úrslit í seinni leiknum í þessum gluggum, þurfum að vinna í því.“ „Við reyndum að jafna en vorum ekki nægilega góðir í að spila á milli línanna. Orri Steinn og Andri Lucas Guðjohnsen eru góðir í því svæði en fannst við þreyttir í lokin. Vona að menn verði beittari þegar við hittumst í október.“ „Við eigum eftir að fá Wales og Tyrkland til Reykjavíkur, þurfum að gera þeim erfitt fyrir þar,“ sagði landsliðsþjálfarinn að endingu áður en hann sagðist hafa viljað fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjum Þjóðadeildarinnar. Klippa: Svekktur landsliðsþjálfari Fótbolti Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Sjá meira
Ísland lenti undir eftir aðeins 78 sekúndur en Åge hrósaði leikmönnum fyrir að koma til baka og sýna karakter í fyrri hálfleik. „Leikmenn börðust í fyrri hálfleik, börðust fyrir því að koma til baka. Jöfnum svo eftir með góðri hornspyrnu og góðri afgreiðslu.“ „Í hálfleik töluðum við um að reyna spila boltanum betur og ákváðum að gera þrjár skiptingar. Orri Steinn (Óskarsson) kom inn og um tíma í síðari hálfleik vorum við með þá á afturfótunum. Hefðum getað gert meira en kjánaleg mistök kostuðu okkur í dag,“ sagði Åge um síðari hálfleikinn. „Náðum ekki upp þessum ryðma og þeim stöðum sem við vildum. Var einn af þessum dögum þar sem hlutirnir gengu einfaldlega ekki upp,“ bætti hann við en aftur hrósaði Åge liði sínu. „Eftir að við lentum 2-1 undir þá eltum við jöfnunarmarkið, áttum fínan kafla um miðbik síðari hálfleiks en svo dró af okkur. Það var þreyta eftir leikinn á föstudag og það hefur alltaf reynst okkur erfitt að ná í úrslit í seinni leiknum í þessum gluggum, þurfum að vinna í því.“ „Við reyndum að jafna en vorum ekki nægilega góðir í að spila á milli línanna. Orri Steinn og Andri Lucas Guðjohnsen eru góðir í því svæði en fannst við þreyttir í lokin. Vona að menn verði beittari þegar við hittumst í október.“ „Við eigum eftir að fá Wales og Tyrkland til Reykjavíkur, þurfum að gera þeim erfitt fyrir þar,“ sagði landsliðsþjálfarinn að endingu áður en hann sagðist hafa viljað fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjum Þjóðadeildarinnar. Klippa: Svekktur landsliðsþjálfari
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Sjá meira