Einkunnir Íslands: Andri og Gylfi fá falleinkunn Íþróttadeild Vísis skrifar 9. september 2024 20:51 Andri Lucas átti erfitt uppdráttar. Ahmad Mora/Getty Images Ísland tapaði 3-1 fyrir Tyrkjum ytra í Þjóðadeild karla í fótbolta í kvöld. Leikmenn liðsins hafa átt betri dag. Einkunnir strákanna má sjá að neðan. Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður [6] Öruggur í flestum aðgerðum sínum en fær á sig þrjú mörk. Vel hægt að setja spurningamerki við staðsetningar hans í fyrstu tveimur mörkum Tyrklands. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður [6] Skoraði mark Íslands. Gekk ekkert frábærlega varnarlega, staðsetningar ekki til fyrirmyndar í upphafi og svo alltof langt frá sínum manni í öðru marki heimamanna. Einkunnin væri lægri ef ekki væri fyrir markið. Hjörtur Hermannsson, miðvörður [5] Átti á köflum í veseni, rétt eins og aðrir varnarmenn Íslands. Hefði mögulega mátt setja meiri pressu í öðru marki Tyrklands og í brasi í þriðja markinu. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður [5] Hefði mátt vera fljótari að bregðast við í fyrra marki Tyrklands. Klaufalegt brot undir lok fyrri hálfleiks. Vandræði á köflum, líkt og hjá öðrum varnarmönnum Íslands. Kolbeinn Birgir Finnsson, vinstri bakvörður [5] Átti oft í vandræðum þar sem Tyrkir keyrðu mikið á hann. Hefði mátt nýta fyrirgjafastöður betur. Sást að hann hefur ekki spilað mikið sem bakvörður í fjögurra manna varnarlínu. Stefán Teitur Þórðarsson, miðjumaður [6] - Maður leiksins Erfiður leikur gegn öflugri miðju Tyrklands en Stefán Teitur skilaði sínu. Gerði oft vel að hefja spil og losa sig undan pressu. Búinn að bóka sæti sitt í byrjunarliðinu virðist vera. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður [5] Hefur oft verið betri og fann sig illa. Missti boltann í markinu og seinn til baka. Lagði upp mark Guðlaugs. Stoðsending hækkaði einkunn hans. Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður [3] Afmælisbarn gærdagsins sást ekki mikið. Virkaði heldur týndur þar sem Ísland var lítið með boltann. Tekinn af velli eftir klukkustund. Mikael Neville Anderson, hægri kantmaður [5] Kraftur í honum og hefði ef til vill mátt fá fleiri aukaspyrnur frá dómara leiksins. Fékk litla þjónustu líkt og aðrir sóknarþenkjandi leikmenn Íslands. Fór af velli í hálfleik. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður [5] Erum vön því að sjá Jón Dag láta finna fyrir sér, keyra á menn þegar tækifæri gefst og almennt vera einn besta mann liðsins. Ekki var mikið af slíkum tækifærum og hann tekinn af velli eftir klukkustund. Andri Lucas Guðjohnsen, framherji [3] Hljóp mikið þegar Ísland varðist. Slakur sóknarlega. Ekki mikil nærvera og gekk illa að halda í bolta og finna liðsfélaga. Lét varnarmenn Tyrkja ýta sér full auðveldlega af boltanum, ítrekað. Varamenn Willum Þór Willumsson [5] kom inn á fyrir Mikael Anderson á 46. mínútu. Hafði ekki mikil áhrif á leikinn eftir að hann kom inn á. Komst í lítinn takt. Valgeir Lunddal Friðriksson [5] kom inn á fyrir Guðlaug Victor Pálsson á 59. mínútu. Töluvert meiri sóknarógn af honum heldur enn Guðlaugi. Orri Steinn Óskarsson [5] kom inn á fyrir Gylfa Þór Sigurðsson á 59. mínútu. Tengdi betur við liðsfélaga sína heldur en Andri Lucas og Gylfi Þór. Komst almennt ekkert í mikinn takt við leikinn frekar en aðrir varamenn Íslands. Vantaði stundum að skila sér á enda fyrirgjafa. Arnór Ingvi Traustason [5] kom inn á fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 59. mínútu. Hann og Orri náðu að tengja sendingar við liðsfélaga sína, sem ekki sást mikið af áður en þeirra krafta naut við. Sama og með aðra varamenn. Missti svo boltann í aðdraganda þriðja marksins. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira
Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður [6] Öruggur í flestum aðgerðum sínum en fær á sig þrjú mörk. Vel hægt að setja spurningamerki við staðsetningar hans í fyrstu tveimur mörkum Tyrklands. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður [6] Skoraði mark Íslands. Gekk ekkert frábærlega varnarlega, staðsetningar ekki til fyrirmyndar í upphafi og svo alltof langt frá sínum manni í öðru marki heimamanna. Einkunnin væri lægri ef ekki væri fyrir markið. Hjörtur Hermannsson, miðvörður [5] Átti á köflum í veseni, rétt eins og aðrir varnarmenn Íslands. Hefði mögulega mátt setja meiri pressu í öðru marki Tyrklands og í brasi í þriðja markinu. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður [5] Hefði mátt vera fljótari að bregðast við í fyrra marki Tyrklands. Klaufalegt brot undir lok fyrri hálfleiks. Vandræði á köflum, líkt og hjá öðrum varnarmönnum Íslands. Kolbeinn Birgir Finnsson, vinstri bakvörður [5] Átti oft í vandræðum þar sem Tyrkir keyrðu mikið á hann. Hefði mátt nýta fyrirgjafastöður betur. Sást að hann hefur ekki spilað mikið sem bakvörður í fjögurra manna varnarlínu. Stefán Teitur Þórðarsson, miðjumaður [6] - Maður leiksins Erfiður leikur gegn öflugri miðju Tyrklands en Stefán Teitur skilaði sínu. Gerði oft vel að hefja spil og losa sig undan pressu. Búinn að bóka sæti sitt í byrjunarliðinu virðist vera. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður [5] Hefur oft verið betri og fann sig illa. Missti boltann í markinu og seinn til baka. Lagði upp mark Guðlaugs. Stoðsending hækkaði einkunn hans. Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður [3] Afmælisbarn gærdagsins sást ekki mikið. Virkaði heldur týndur þar sem Ísland var lítið með boltann. Tekinn af velli eftir klukkustund. Mikael Neville Anderson, hægri kantmaður [5] Kraftur í honum og hefði ef til vill mátt fá fleiri aukaspyrnur frá dómara leiksins. Fékk litla þjónustu líkt og aðrir sóknarþenkjandi leikmenn Íslands. Fór af velli í hálfleik. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður [5] Erum vön því að sjá Jón Dag láta finna fyrir sér, keyra á menn þegar tækifæri gefst og almennt vera einn besta mann liðsins. Ekki var mikið af slíkum tækifærum og hann tekinn af velli eftir klukkustund. Andri Lucas Guðjohnsen, framherji [3] Hljóp mikið þegar Ísland varðist. Slakur sóknarlega. Ekki mikil nærvera og gekk illa að halda í bolta og finna liðsfélaga. Lét varnarmenn Tyrkja ýta sér full auðveldlega af boltanum, ítrekað. Varamenn Willum Þór Willumsson [5] kom inn á fyrir Mikael Anderson á 46. mínútu. Hafði ekki mikil áhrif á leikinn eftir að hann kom inn á. Komst í lítinn takt. Valgeir Lunddal Friðriksson [5] kom inn á fyrir Guðlaug Victor Pálsson á 59. mínútu. Töluvert meiri sóknarógn af honum heldur enn Guðlaugi. Orri Steinn Óskarsson [5] kom inn á fyrir Gylfa Þór Sigurðsson á 59. mínútu. Tengdi betur við liðsfélaga sína heldur en Andri Lucas og Gylfi Þór. Komst almennt ekkert í mikinn takt við leikinn frekar en aðrir varamenn Íslands. Vantaði stundum að skila sér á enda fyrirgjafa. Arnór Ingvi Traustason [5] kom inn á fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 59. mínútu. Hann og Orri náðu að tengja sendingar við liðsfélaga sína, sem ekki sást mikið af áður en þeirra krafta naut við. Sama og með aðra varamenn. Missti svo boltann í aðdraganda þriðja marksins.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira