Segja að ekkert muni breytast nema fólkið sýni samstöðu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. september 2024 20:02 Þau Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson fara fyrir BSRB og VR. Þau telja mikilvægt að fólk mæti á mótmæli á morgun. Vísir/Einar Verkalýðshreyfingin hefur boðað til mótmæla við þingsetningu á morgun. Verkalýðsforkólfar segjast skynja mikla reiði vegna langvarandi verðbólgu og háum vöxtum og krefjast þess að stjórnvöld setji heimilin í landinu í forgang. Á morgun mun Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, setja 155 löggjafarþing Alþingis sem markar jafnframt upphaf síðasta þingvetur kjörtímabilsins. Við þetta tilefni hefur ASÍ, BSRB og KÍ boðað til mótmæla á Austurvelli sem hefjast klukkan fjögur. „Meginmarkmið mótmælanna er að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda þegar kemur að vöxtum og verðbólgu og ástæðan fyrir því að við veljum þingsetningardaginn er að þetta á að vera forgangsmál stjórnmálanna, að grípa utan um heimilin í þessum aðstæðum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Það sé enn ekkert sem bendi til þess að stjórnvöld ætli sér að setja heimilin í forgang. „Af því sem maður heyrir þá er meiri áhersla lögð á það að selja Íslandsbanka, koma áfengi í verslanir, liðka fyrir samkeppnislögum fyrir afurðastöðvar og fleiri forgangsmál sem eru ekki í neinum takti við það sem blasir við stórum hluta vinnandi fólks að það er að komast af á milli mánaða,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Sonja segir að þeirra félagsfólk finni á eigin skinni að róðurinn sé að þyngjast, það sýni rannsóknir Vörðu. „Sem sýnir að fjórir af hverjum tíu eiga erfitt með að ná endum saman og þau sem er í lang verstu stöðunni og eru mest útsett fyrir fátækt eru börn þannig að þetta eru einstæðir foreldrar og innflytjendur.“ Nú dugi ekkert nema neyðaraðgerðir. „Við erum að skynja og upplifa miklu meiri reiði, núna undanfarið, þetta ár og hún fer vaxandi og ég held að við sem erum í forystu fyrir verkalýðshreyfinguna höfum verið að skynja þetta öll að sífellt stækkandi hópur er að lenda í vandræðum.“ Ragnar vonast eftir góðri mætingu. „Hlutirnir munu ekki breytast eða færast til betri vegar nema við mætum og sýnum samstöðu og náum nægilega miklum fjölda til að ríkisstjórnin taki þessi mótmæli og þessa stöðu hjá fólkinu í landinu alvarlega.“ Stéttarfélög Húsnæðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Seðlabankinn Verðlag Tengdar fréttir Krefjast þess að ríkisstjórn vakni af blundi á „sögulegum“ mótmælum Meginkrafa mótmæla stærstu heildarsamtaka launafólks landsins á morgun er að ríkisstjórnin vakni af blundi og ráðist í markvissar aðgerðir gegn háu vaxtastigi og verðbólgu, að sögn formanns VR. Hann segir mótmælin söguleg. 9. september 2024 10:05 Boða til mótmæla vegna skeytingarleysis stjórnvalda Alþýðusamband Íslands (ASÍ), BSRB og Kennarasamband Íslands (KÍ) boða til mótmæla á Austurvelli þriðjudaginn næsta, þann 10. september vegna síhækkandi verðs á nauðsynjavörum og húsnæðiskostnaðar. 6. september 2024 14:18 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira
Á morgun mun Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, setja 155 löggjafarþing Alþingis sem markar jafnframt upphaf síðasta þingvetur kjörtímabilsins. Við þetta tilefni hefur ASÍ, BSRB og KÍ boðað til mótmæla á Austurvelli sem hefjast klukkan fjögur. „Meginmarkmið mótmælanna er að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda þegar kemur að vöxtum og verðbólgu og ástæðan fyrir því að við veljum þingsetningardaginn er að þetta á að vera forgangsmál stjórnmálanna, að grípa utan um heimilin í þessum aðstæðum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Það sé enn ekkert sem bendi til þess að stjórnvöld ætli sér að setja heimilin í forgang. „Af því sem maður heyrir þá er meiri áhersla lögð á það að selja Íslandsbanka, koma áfengi í verslanir, liðka fyrir samkeppnislögum fyrir afurðastöðvar og fleiri forgangsmál sem eru ekki í neinum takti við það sem blasir við stórum hluta vinnandi fólks að það er að komast af á milli mánaða,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Sonja segir að þeirra félagsfólk finni á eigin skinni að róðurinn sé að þyngjast, það sýni rannsóknir Vörðu. „Sem sýnir að fjórir af hverjum tíu eiga erfitt með að ná endum saman og þau sem er í lang verstu stöðunni og eru mest útsett fyrir fátækt eru börn þannig að þetta eru einstæðir foreldrar og innflytjendur.“ Nú dugi ekkert nema neyðaraðgerðir. „Við erum að skynja og upplifa miklu meiri reiði, núna undanfarið, þetta ár og hún fer vaxandi og ég held að við sem erum í forystu fyrir verkalýðshreyfinguna höfum verið að skynja þetta öll að sífellt stækkandi hópur er að lenda í vandræðum.“ Ragnar vonast eftir góðri mætingu. „Hlutirnir munu ekki breytast eða færast til betri vegar nema við mætum og sýnum samstöðu og náum nægilega miklum fjölda til að ríkisstjórnin taki þessi mótmæli og þessa stöðu hjá fólkinu í landinu alvarlega.“
Stéttarfélög Húsnæðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Seðlabankinn Verðlag Tengdar fréttir Krefjast þess að ríkisstjórn vakni af blundi á „sögulegum“ mótmælum Meginkrafa mótmæla stærstu heildarsamtaka launafólks landsins á morgun er að ríkisstjórnin vakni af blundi og ráðist í markvissar aðgerðir gegn háu vaxtastigi og verðbólgu, að sögn formanns VR. Hann segir mótmælin söguleg. 9. september 2024 10:05 Boða til mótmæla vegna skeytingarleysis stjórnvalda Alþýðusamband Íslands (ASÍ), BSRB og Kennarasamband Íslands (KÍ) boða til mótmæla á Austurvelli þriðjudaginn næsta, þann 10. september vegna síhækkandi verðs á nauðsynjavörum og húsnæðiskostnaðar. 6. september 2024 14:18 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira
Krefjast þess að ríkisstjórn vakni af blundi á „sögulegum“ mótmælum Meginkrafa mótmæla stærstu heildarsamtaka launafólks landsins á morgun er að ríkisstjórnin vakni af blundi og ráðist í markvissar aðgerðir gegn háu vaxtastigi og verðbólgu, að sögn formanns VR. Hann segir mótmælin söguleg. 9. september 2024 10:05
Boða til mótmæla vegna skeytingarleysis stjórnvalda Alþýðusamband Íslands (ASÍ), BSRB og Kennarasamband Íslands (KÍ) boða til mótmæla á Austurvelli þriðjudaginn næsta, þann 10. september vegna síhækkandi verðs á nauðsynjavörum og húsnæðiskostnaðar. 6. september 2024 14:18