Segja að ekkert muni breytast nema fólkið sýni samstöðu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. september 2024 20:02 Þau Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson fara fyrir BSRB og VR. Þau telja mikilvægt að fólk mæti á mótmæli á morgun. Vísir/Einar Verkalýðshreyfingin hefur boðað til mótmæla við þingsetningu á morgun. Verkalýðsforkólfar segjast skynja mikla reiði vegna langvarandi verðbólgu og háum vöxtum og krefjast þess að stjórnvöld setji heimilin í landinu í forgang. Á morgun mun Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, setja 155 löggjafarþing Alþingis sem markar jafnframt upphaf síðasta þingvetur kjörtímabilsins. Við þetta tilefni hefur ASÍ, BSRB og KÍ boðað til mótmæla á Austurvelli sem hefjast klukkan fjögur. „Meginmarkmið mótmælanna er að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda þegar kemur að vöxtum og verðbólgu og ástæðan fyrir því að við veljum þingsetningardaginn er að þetta á að vera forgangsmál stjórnmálanna, að grípa utan um heimilin í þessum aðstæðum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Það sé enn ekkert sem bendi til þess að stjórnvöld ætli sér að setja heimilin í forgang. „Af því sem maður heyrir þá er meiri áhersla lögð á það að selja Íslandsbanka, koma áfengi í verslanir, liðka fyrir samkeppnislögum fyrir afurðastöðvar og fleiri forgangsmál sem eru ekki í neinum takti við það sem blasir við stórum hluta vinnandi fólks að það er að komast af á milli mánaða,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Sonja segir að þeirra félagsfólk finni á eigin skinni að róðurinn sé að þyngjast, það sýni rannsóknir Vörðu. „Sem sýnir að fjórir af hverjum tíu eiga erfitt með að ná endum saman og þau sem er í lang verstu stöðunni og eru mest útsett fyrir fátækt eru börn þannig að þetta eru einstæðir foreldrar og innflytjendur.“ Nú dugi ekkert nema neyðaraðgerðir. „Við erum að skynja og upplifa miklu meiri reiði, núna undanfarið, þetta ár og hún fer vaxandi og ég held að við sem erum í forystu fyrir verkalýðshreyfinguna höfum verið að skynja þetta öll að sífellt stækkandi hópur er að lenda í vandræðum.“ Ragnar vonast eftir góðri mætingu. „Hlutirnir munu ekki breytast eða færast til betri vegar nema við mætum og sýnum samstöðu og náum nægilega miklum fjölda til að ríkisstjórnin taki þessi mótmæli og þessa stöðu hjá fólkinu í landinu alvarlega.“ Stéttarfélög Húsnæðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Seðlabankinn Verðlag Tengdar fréttir Krefjast þess að ríkisstjórn vakni af blundi á „sögulegum“ mótmælum Meginkrafa mótmæla stærstu heildarsamtaka launafólks landsins á morgun er að ríkisstjórnin vakni af blundi og ráðist í markvissar aðgerðir gegn háu vaxtastigi og verðbólgu, að sögn formanns VR. Hann segir mótmælin söguleg. 9. september 2024 10:05 Boða til mótmæla vegna skeytingarleysis stjórnvalda Alþýðusamband Íslands (ASÍ), BSRB og Kennarasamband Íslands (KÍ) boða til mótmæla á Austurvelli þriðjudaginn næsta, þann 10. september vegna síhækkandi verðs á nauðsynjavörum og húsnæðiskostnaðar. 6. september 2024 14:18 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Á morgun mun Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, setja 155 löggjafarþing Alþingis sem markar jafnframt upphaf síðasta þingvetur kjörtímabilsins. Við þetta tilefni hefur ASÍ, BSRB og KÍ boðað til mótmæla á Austurvelli sem hefjast klukkan fjögur. „Meginmarkmið mótmælanna er að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda þegar kemur að vöxtum og verðbólgu og ástæðan fyrir því að við veljum þingsetningardaginn er að þetta á að vera forgangsmál stjórnmálanna, að grípa utan um heimilin í þessum aðstæðum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Það sé enn ekkert sem bendi til þess að stjórnvöld ætli sér að setja heimilin í forgang. „Af því sem maður heyrir þá er meiri áhersla lögð á það að selja Íslandsbanka, koma áfengi í verslanir, liðka fyrir samkeppnislögum fyrir afurðastöðvar og fleiri forgangsmál sem eru ekki í neinum takti við það sem blasir við stórum hluta vinnandi fólks að það er að komast af á milli mánaða,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Sonja segir að þeirra félagsfólk finni á eigin skinni að róðurinn sé að þyngjast, það sýni rannsóknir Vörðu. „Sem sýnir að fjórir af hverjum tíu eiga erfitt með að ná endum saman og þau sem er í lang verstu stöðunni og eru mest útsett fyrir fátækt eru börn þannig að þetta eru einstæðir foreldrar og innflytjendur.“ Nú dugi ekkert nema neyðaraðgerðir. „Við erum að skynja og upplifa miklu meiri reiði, núna undanfarið, þetta ár og hún fer vaxandi og ég held að við sem erum í forystu fyrir verkalýðshreyfinguna höfum verið að skynja þetta öll að sífellt stækkandi hópur er að lenda í vandræðum.“ Ragnar vonast eftir góðri mætingu. „Hlutirnir munu ekki breytast eða færast til betri vegar nema við mætum og sýnum samstöðu og náum nægilega miklum fjölda til að ríkisstjórnin taki þessi mótmæli og þessa stöðu hjá fólkinu í landinu alvarlega.“
Stéttarfélög Húsnæðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Seðlabankinn Verðlag Tengdar fréttir Krefjast þess að ríkisstjórn vakni af blundi á „sögulegum“ mótmælum Meginkrafa mótmæla stærstu heildarsamtaka launafólks landsins á morgun er að ríkisstjórnin vakni af blundi og ráðist í markvissar aðgerðir gegn háu vaxtastigi og verðbólgu, að sögn formanns VR. Hann segir mótmælin söguleg. 9. september 2024 10:05 Boða til mótmæla vegna skeytingarleysis stjórnvalda Alþýðusamband Íslands (ASÍ), BSRB og Kennarasamband Íslands (KÍ) boða til mótmæla á Austurvelli þriðjudaginn næsta, þann 10. september vegna síhækkandi verðs á nauðsynjavörum og húsnæðiskostnaðar. 6. september 2024 14:18 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Krefjast þess að ríkisstjórn vakni af blundi á „sögulegum“ mótmælum Meginkrafa mótmæla stærstu heildarsamtaka launafólks landsins á morgun er að ríkisstjórnin vakni af blundi og ráðist í markvissar aðgerðir gegn háu vaxtastigi og verðbólgu, að sögn formanns VR. Hann segir mótmælin söguleg. 9. september 2024 10:05
Boða til mótmæla vegna skeytingarleysis stjórnvalda Alþýðusamband Íslands (ASÍ), BSRB og Kennarasamband Íslands (KÍ) boða til mótmæla á Austurvelli þriðjudaginn næsta, þann 10. september vegna síhækkandi verðs á nauðsynjavörum og húsnæðiskostnaðar. 6. september 2024 14:18