Kom út og sá alelda Rebeccu hlaupa í áttina að sér Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. september 2024 17:21 Rebecca Cheptegei var frábær hlaupakona sem meðal annars keppti í maraþoni á Ólympíuleikunum í París. Getty/Jiang Qiming „Þegar ég kom út sá ég Rebeccu hlaupa alelda í áttina að húsinu mínu hrópandi ‚hjálpaðu mér‘,“ segir Agnes Barabara, nágranni úgöndsku hlaupakonunnar Rebeccu Cheptegei sem lést eftir að fyrrverandi kærasti kveikti í henni. Fyrir utan hús hinnar 33 ára Cheptegei í norðvestur-Kenýa hafa blóm verið lögð á brunnið grasið þar sem hún rúllaði sér á jörðinni í von um að slökkva eldinn sem umlék hana. Cheptegei lést á fimmtudag af brunasárum sínum eftir að fyrrverandi kærasti hennar hafði nokkrum dögum fyrr hellti bensíni yfir hana og kveikt í henni. „Um leið og ég fór að leita að vatni og hóf að kalla á hjálp, birtist árásarmaðurinn að nýju og hellti meira bensíni yfir hana,“ rifjar Barabara upp í viðtali við BBC. Hins vegar hafi líka kviknað í honum sem hafi gefið nágrönnunum tækifæri til að reyna að hjálpa Rebeccu. Gat ekki borðað í marga daga Barabara segist aldrei hafa séð nokkurn brenna lifandi áður og að hún hafi ekki getað borðað í marga daga eftir atvikið. „Hún var mjög góður nágranni og var nýbúinn að sýna mér maísinn úr nýjustu uppskeru sinni,“ bætir Barabara við. Cheptegei var flutt á neyðarmóttöku sjúkrahúss í Eldoret í Kenía eftir árásina og var þá með brunasár á 75 prósent líkamans. Hún hafði verið við æfingar í borginni, þar sem hún á heima, eftir að hafa keppt í maraþoni á Ólympíuleikunum í París í ágúst. Lögregla rannsakar andlát Rebeccu sem morð af hálfu fyrrverandi kærastans, sem sagður er heita Dickson Ndiema. Hann verður dreginn fyrir dóm eftir að hann útskrifast af spítala þar sem hann er enn að jafna sig af áverkum sem hann hlaut við morðið. Deildi við kærastann fyrrverandi um landspildu Cheptegei var dáð sem hlaupakona í heimalandi sínu en að sögn ættingja og vina var einkalíf hennar stormasamt. Gamall bekkjarfélagi Rebeccu sagði hana ekki hafa „fengið neinn frið“ vegna deilna sem hófust á síðasta ári við kærastann fyrrverandi. „Þau bjuggu áður saman en áttu í deilum vegna penings,“ sagði Jacob, bróðir Rebeccu, í samtali við fjölmiðla í vikunni. Í samtali við keníska fjölmiðilinn The Star sagði faðir Rebeccu að hún hefði átt í illdeilum við kærastann fyrrverandi vegna landsvæðis sem var í hennar eigu. Þriðja hlaupakonan myrt á þremur árum Cheptegei varð í 44. sæti í maraþoninu í París á Ólympíuleikunum. Hún vann gullverðlaun á bæði heimsmeistaramótinu í fjallahlaupi í Taílandi árið 2022 og maraþonið í Padova á Ítalíu sama ár. Þetta er í þriðja sinn á þremur árum sem hlaupakona er myrt í Kenía. Damaris Mutua fannst látin á heimili sínu árið 2022 eftir að hafa verið kæfð með kodda og nokkrum mánuðum fyrr hafði Agnes Tirop verið stungin til bana. Í báðum tilvikum beinist grunur að mökum þeirra, eiginmaður Tirop hefur verið ákærður fyrir morð en leit stendur yfir að kærasta Mutua. Rebecca Cheptegei verður lögð til hinstu hvílu 14. september næstkomandi á ættfeðraheimili sínu í Bukwo í Úganda. Úganda Kenía Frjálsar íþróttir Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Sjá meira
Fyrir utan hús hinnar 33 ára Cheptegei í norðvestur-Kenýa hafa blóm verið lögð á brunnið grasið þar sem hún rúllaði sér á jörðinni í von um að slökkva eldinn sem umlék hana. Cheptegei lést á fimmtudag af brunasárum sínum eftir að fyrrverandi kærasti hennar hafði nokkrum dögum fyrr hellti bensíni yfir hana og kveikt í henni. „Um leið og ég fór að leita að vatni og hóf að kalla á hjálp, birtist árásarmaðurinn að nýju og hellti meira bensíni yfir hana,“ rifjar Barabara upp í viðtali við BBC. Hins vegar hafi líka kviknað í honum sem hafi gefið nágrönnunum tækifæri til að reyna að hjálpa Rebeccu. Gat ekki borðað í marga daga Barabara segist aldrei hafa séð nokkurn brenna lifandi áður og að hún hafi ekki getað borðað í marga daga eftir atvikið. „Hún var mjög góður nágranni og var nýbúinn að sýna mér maísinn úr nýjustu uppskeru sinni,“ bætir Barabara við. Cheptegei var flutt á neyðarmóttöku sjúkrahúss í Eldoret í Kenía eftir árásina og var þá með brunasár á 75 prósent líkamans. Hún hafði verið við æfingar í borginni, þar sem hún á heima, eftir að hafa keppt í maraþoni á Ólympíuleikunum í París í ágúst. Lögregla rannsakar andlát Rebeccu sem morð af hálfu fyrrverandi kærastans, sem sagður er heita Dickson Ndiema. Hann verður dreginn fyrir dóm eftir að hann útskrifast af spítala þar sem hann er enn að jafna sig af áverkum sem hann hlaut við morðið. Deildi við kærastann fyrrverandi um landspildu Cheptegei var dáð sem hlaupakona í heimalandi sínu en að sögn ættingja og vina var einkalíf hennar stormasamt. Gamall bekkjarfélagi Rebeccu sagði hana ekki hafa „fengið neinn frið“ vegna deilna sem hófust á síðasta ári við kærastann fyrrverandi. „Þau bjuggu áður saman en áttu í deilum vegna penings,“ sagði Jacob, bróðir Rebeccu, í samtali við fjölmiðla í vikunni. Í samtali við keníska fjölmiðilinn The Star sagði faðir Rebeccu að hún hefði átt í illdeilum við kærastann fyrrverandi vegna landsvæðis sem var í hennar eigu. Þriðja hlaupakonan myrt á þremur árum Cheptegei varð í 44. sæti í maraþoninu í París á Ólympíuleikunum. Hún vann gullverðlaun á bæði heimsmeistaramótinu í fjallahlaupi í Taílandi árið 2022 og maraþonið í Padova á Ítalíu sama ár. Þetta er í þriðja sinn á þremur árum sem hlaupakona er myrt í Kenía. Damaris Mutua fannst látin á heimili sínu árið 2022 eftir að hafa verið kæfð með kodda og nokkrum mánuðum fyrr hafði Agnes Tirop verið stungin til bana. Í báðum tilvikum beinist grunur að mökum þeirra, eiginmaður Tirop hefur verið ákærður fyrir morð en leit stendur yfir að kærasta Mutua. Rebecca Cheptegei verður lögð til hinstu hvílu 14. september næstkomandi á ættfeðraheimili sínu í Bukwo í Úganda.
Úganda Kenía Frjálsar íþróttir Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Sjá meira