Engin vopn á Ljósanótt og Októberfest Bjarki Sigurðsson skrifar 8. september 2024 13:33 Frá Októberfest í fyrra. Vísir/Hulda Margrét Töluvert var um ofbeldisbrot og unglingadrykkju á Ljósanótt í Reykjanesbæ um helgina. Tilkynnt var um fjórar líkamsárásir og einn hátíðargestur kýldi tvo lögreglumenn í andlitið. Gestir Októberfest í Reykjavík voru töluvert rólegri. Tvær stórar hátíðir fóru fram um helgina í skugga þess sem virðist ofbeldisalda meðal íslenskra ungmenna. Bæjarhátíðin Ljósanótt fór fram í Reykjanesbæ en eftir þrjár líkamsárásir á föstudagskvöldi hátíðarinnar var viðbúnaður lögreglu á svæðinu tvöfaldaður. Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir löggæslu hafa almennt gengið vel yfir helgina. Enginn var tekinn með hníf eða annað vopn. „Svona í samanburði við venjulegar lögregluvaktir um helgar, þá var þetta ekki mjög stórt,“ segir Bjarney. Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Vísir/Egill Það var tilkynnt um þrjár líkamsárásir á föstudeginum og eina í gær. Hjálpaði það að þið tvöfölduðuð viðbúnaðinn í gærkvöldi? „Ég vona það. Ég trúi því en það getur líka alltaf eitthvað komið eftir helgina. Það er oft sem það gerist eftir helgar að það koma tilkynningar um líkamsárásir. Einhver sem leitaði ekki eftir aðstoð lögreglu þegar það gerðist. Þannig við sjáum til á morgun og hinn,“ segir Bjarney. Skipuleggjendum Októberfest, árlegs fögnuðar stúdentaráðs Háskóla Íslands, barst engin tilkynning um ofbeldisbrot á hátíðinni. Daníel Hjörvar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Stúdentaráðs, segir hátíðina almennt hafa gengið afar vel. „Ég heyrði meira að segja að það hafi í rauninni ekki að hafa nein afskipti af gestunum. Við viljum fyrst og fremst þakka öllum sem komu að þessu og gestum fyrir frábæra hátíð,“ segir Daníel Hjörvar. Viðhorf fólks gagnvart hvoru öðru hafi fyrst og fremst skilað því að hátíðin hafi farið friðsamlega fram. „Eini sem þurfti eitthvað að hafa afskipti af var fíkniefnasali sem var gripinn við innganginn og afhentur lögreglu,“ segir Daníel. Daníel Hjörvar Guðmundsson er framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Málmleitartækin, gripu þau einhverja sem ætluðu að mæta vopnaðir? „Nei, engin vopn. Það voru alls konar skemmtilegir aðskotahlutir. Ég heyrði einhvers staðar skeiðar og annað slíkt. Samkvæmt okkar upplýsingum gerði enginn tilraun til að koma með vopn inn á hátíðarsvæðið,“ segir Daníel Hjörvar. Næturlíf Reykjanesbær Háskólar Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Ljósanótt Reykjavík Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Sjá meira
Tvær stórar hátíðir fóru fram um helgina í skugga þess sem virðist ofbeldisalda meðal íslenskra ungmenna. Bæjarhátíðin Ljósanótt fór fram í Reykjanesbæ en eftir þrjár líkamsárásir á föstudagskvöldi hátíðarinnar var viðbúnaður lögreglu á svæðinu tvöfaldaður. Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir löggæslu hafa almennt gengið vel yfir helgina. Enginn var tekinn með hníf eða annað vopn. „Svona í samanburði við venjulegar lögregluvaktir um helgar, þá var þetta ekki mjög stórt,“ segir Bjarney. Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Vísir/Egill Það var tilkynnt um þrjár líkamsárásir á föstudeginum og eina í gær. Hjálpaði það að þið tvöfölduðuð viðbúnaðinn í gærkvöldi? „Ég vona það. Ég trúi því en það getur líka alltaf eitthvað komið eftir helgina. Það er oft sem það gerist eftir helgar að það koma tilkynningar um líkamsárásir. Einhver sem leitaði ekki eftir aðstoð lögreglu þegar það gerðist. Þannig við sjáum til á morgun og hinn,“ segir Bjarney. Skipuleggjendum Októberfest, árlegs fögnuðar stúdentaráðs Háskóla Íslands, barst engin tilkynning um ofbeldisbrot á hátíðinni. Daníel Hjörvar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Stúdentaráðs, segir hátíðina almennt hafa gengið afar vel. „Ég heyrði meira að segja að það hafi í rauninni ekki að hafa nein afskipti af gestunum. Við viljum fyrst og fremst þakka öllum sem komu að þessu og gestum fyrir frábæra hátíð,“ segir Daníel Hjörvar. Viðhorf fólks gagnvart hvoru öðru hafi fyrst og fremst skilað því að hátíðin hafi farið friðsamlega fram. „Eini sem þurfti eitthvað að hafa afskipti af var fíkniefnasali sem var gripinn við innganginn og afhentur lögreglu,“ segir Daníel. Daníel Hjörvar Guðmundsson er framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Málmleitartækin, gripu þau einhverja sem ætluðu að mæta vopnaðir? „Nei, engin vopn. Það voru alls konar skemmtilegir aðskotahlutir. Ég heyrði einhvers staðar skeiðar og annað slíkt. Samkvæmt okkar upplýsingum gerði enginn tilraun til að koma með vopn inn á hátíðarsvæðið,“ segir Daníel Hjörvar.
Næturlíf Reykjanesbær Háskólar Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Ljósanótt Reykjavík Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Sjá meira