Engin vopn á Ljósanótt og Októberfest Bjarki Sigurðsson skrifar 8. september 2024 13:33 Frá Októberfest í fyrra. Vísir/Hulda Margrét Töluvert var um ofbeldisbrot og unglingadrykkju á Ljósanótt í Reykjanesbæ um helgina. Tilkynnt var um fjórar líkamsárásir og einn hátíðargestur kýldi tvo lögreglumenn í andlitið. Gestir Októberfest í Reykjavík voru töluvert rólegri. Tvær stórar hátíðir fóru fram um helgina í skugga þess sem virðist ofbeldisalda meðal íslenskra ungmenna. Bæjarhátíðin Ljósanótt fór fram í Reykjanesbæ en eftir þrjár líkamsárásir á föstudagskvöldi hátíðarinnar var viðbúnaður lögreglu á svæðinu tvöfaldaður. Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir löggæslu hafa almennt gengið vel yfir helgina. Enginn var tekinn með hníf eða annað vopn. „Svona í samanburði við venjulegar lögregluvaktir um helgar, þá var þetta ekki mjög stórt,“ segir Bjarney. Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Vísir/Egill Það var tilkynnt um þrjár líkamsárásir á föstudeginum og eina í gær. Hjálpaði það að þið tvöfölduðuð viðbúnaðinn í gærkvöldi? „Ég vona það. Ég trúi því en það getur líka alltaf eitthvað komið eftir helgina. Það er oft sem það gerist eftir helgar að það koma tilkynningar um líkamsárásir. Einhver sem leitaði ekki eftir aðstoð lögreglu þegar það gerðist. Þannig við sjáum til á morgun og hinn,“ segir Bjarney. Skipuleggjendum Októberfest, árlegs fögnuðar stúdentaráðs Háskóla Íslands, barst engin tilkynning um ofbeldisbrot á hátíðinni. Daníel Hjörvar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Stúdentaráðs, segir hátíðina almennt hafa gengið afar vel. „Ég heyrði meira að segja að það hafi í rauninni ekki að hafa nein afskipti af gestunum. Við viljum fyrst og fremst þakka öllum sem komu að þessu og gestum fyrir frábæra hátíð,“ segir Daníel Hjörvar. Viðhorf fólks gagnvart hvoru öðru hafi fyrst og fremst skilað því að hátíðin hafi farið friðsamlega fram. „Eini sem þurfti eitthvað að hafa afskipti af var fíkniefnasali sem var gripinn við innganginn og afhentur lögreglu,“ segir Daníel. Daníel Hjörvar Guðmundsson er framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Málmleitartækin, gripu þau einhverja sem ætluðu að mæta vopnaðir? „Nei, engin vopn. Það voru alls konar skemmtilegir aðskotahlutir. Ég heyrði einhvers staðar skeiðar og annað slíkt. Samkvæmt okkar upplýsingum gerði enginn tilraun til að koma með vopn inn á hátíðarsvæðið,“ segir Daníel Hjörvar. Næturlíf Reykjanesbær Háskólar Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Ljósanótt Reykjavík Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Sjá meira
Tvær stórar hátíðir fóru fram um helgina í skugga þess sem virðist ofbeldisalda meðal íslenskra ungmenna. Bæjarhátíðin Ljósanótt fór fram í Reykjanesbæ en eftir þrjár líkamsárásir á föstudagskvöldi hátíðarinnar var viðbúnaður lögreglu á svæðinu tvöfaldaður. Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir löggæslu hafa almennt gengið vel yfir helgina. Enginn var tekinn með hníf eða annað vopn. „Svona í samanburði við venjulegar lögregluvaktir um helgar, þá var þetta ekki mjög stórt,“ segir Bjarney. Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Vísir/Egill Það var tilkynnt um þrjár líkamsárásir á föstudeginum og eina í gær. Hjálpaði það að þið tvöfölduðuð viðbúnaðinn í gærkvöldi? „Ég vona það. Ég trúi því en það getur líka alltaf eitthvað komið eftir helgina. Það er oft sem það gerist eftir helgar að það koma tilkynningar um líkamsárásir. Einhver sem leitaði ekki eftir aðstoð lögreglu þegar það gerðist. Þannig við sjáum til á morgun og hinn,“ segir Bjarney. Skipuleggjendum Októberfest, árlegs fögnuðar stúdentaráðs Háskóla Íslands, barst engin tilkynning um ofbeldisbrot á hátíðinni. Daníel Hjörvar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Stúdentaráðs, segir hátíðina almennt hafa gengið afar vel. „Ég heyrði meira að segja að það hafi í rauninni ekki að hafa nein afskipti af gestunum. Við viljum fyrst og fremst þakka öllum sem komu að þessu og gestum fyrir frábæra hátíð,“ segir Daníel Hjörvar. Viðhorf fólks gagnvart hvoru öðru hafi fyrst og fremst skilað því að hátíðin hafi farið friðsamlega fram. „Eini sem þurfti eitthvað að hafa afskipti af var fíkniefnasali sem var gripinn við innganginn og afhentur lögreglu,“ segir Daníel. Daníel Hjörvar Guðmundsson er framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Málmleitartækin, gripu þau einhverja sem ætluðu að mæta vopnaðir? „Nei, engin vopn. Það voru alls konar skemmtilegir aðskotahlutir. Ég heyrði einhvers staðar skeiðar og annað slíkt. Samkvæmt okkar upplýsingum gerði enginn tilraun til að koma með vopn inn á hátíðarsvæðið,“ segir Daníel Hjörvar.
Næturlíf Reykjanesbær Háskólar Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Ljósanótt Reykjavík Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Sjá meira